Í formi lífs síns?
Það er í raun óþarfi að fara mörgum orðum um nýju plötu Megasar ,,Frágang". Fimm stjörnur í Mogganum og Fréttablaðinu segir allt sem segja þarf. Þeim sem ekki trúa né lesa slíka dóma er bent á 28 laga tónleika Meistarans á Borgarfirði Eystri þar sem hann blandaði saman lögum af nýju plötunni í bland við gamla slagara (sjá auk þess dóm í Mogga, mánudag 30.júlí). Það er ótrúlega gaman að heyra hversu nýju lögin gefa hinum gömlu ekkert eftir - enda hótar Megas að farga sér ,,fari hún ekki í gull" (nýja platan) og allir að sjálfsögðu hvattir til að fjárfesta í gripnum.
Meistarinn er því í feiknarformi, um það eru allir sammála - hann myndi sennilega vinna Reykjavíkurmaraþonið ef að hann væri ekki að fara hringinn í haust og kæmist framhjá Lyfjaeftirlitinu.
Meistarinn er því í feiknarformi, um það eru allir sammála - hann myndi sennilega vinna Reykjavíkurmaraþonið ef að hann væri ekki að fara hringinn í haust og kæmist framhjá Lyfjaeftirlitinu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim