Söngur til Jakobs
Ég stend hérna snauður og fjarlægist fjöll
Víðsfjarri heimahögum, sú saga er öll
Sé annarlegar verur, er eitt sinn þú sást
Það er margt að upplifa og að svo mörgu að dást.
Hey, Hey kæri Jakob, ég samdi til heiðurs þér lag
Því þú ert ein fegursta perla frá Osaka að Prag
Sannur Postulínspostuli, prýðir himnanna höll
Þú ert eilífðin, en við hin erum trúðsleg nátttröll.
En heyrðu mig herra Jakob, áður en sólin rís
Syngdu mér lífsgilda ljóð þín, áður en ég frýs (Æi plís)
því ég syng þinn söng, þó ei syngi ég hátt
Og megi sem flestir heyr´ann, svo deyja megi ég í sátt.
Þetta er fyrir almættið og ógeðisbarnið líka
En ég hef ekki fundið á lífsleið minni aðra slíka
Þetta er fyrir ykkur hin, sem hafið þurft að þjást
Ef þið skiljið ekki Jakob, munuð þið heldur aldrei skilja ást.
Ég gæti horfið á morgun – ég gæti horfið við sólarupprás
Orðið hluti af náttúrunni og endurskapað mína lífsrás
Og setið eins og postulinn forðum og sagt mörg orð
Eða sagt ekki orð, en lífstilganginn borið á borð.
Daði
Víðsfjarri heimahögum, sú saga er öll
Sé annarlegar verur, er eitt sinn þú sást
Það er margt að upplifa og að svo mörgu að dást.
Hey, Hey kæri Jakob, ég samdi til heiðurs þér lag
Því þú ert ein fegursta perla frá Osaka að Prag
Sannur Postulínspostuli, prýðir himnanna höll
Þú ert eilífðin, en við hin erum trúðsleg nátttröll.
En heyrðu mig herra Jakob, áður en sólin rís
Syngdu mér lífsgilda ljóð þín, áður en ég frýs (Æi plís)
því ég syng þinn söng, þó ei syngi ég hátt
Og megi sem flestir heyr´ann, svo deyja megi ég í sátt.
Þetta er fyrir almættið og ógeðisbarnið líka
En ég hef ekki fundið á lífsleið minni aðra slíka
Þetta er fyrir ykkur hin, sem hafið þurft að þjást
Ef þið skiljið ekki Jakob, munuð þið heldur aldrei skilja ást.
Ég gæti horfið á morgun – ég gæti horfið við sólarupprás
Orðið hluti af náttúrunni og endurskapað mína lífsrás
Og setið eins og postulinn forðum og sagt mörg orð
Eða sagt ekki orð, en lífstilganginn borið á borð.
Daði
Efnisorð: Lífið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim