Obama tók South Carolina
Obama pakkaði Hillay saman í S-Carolina og fékk rúmlega tvöfalt fylgi miðað við hana, þ.e. 55% gegn 27% og hélt að því loknu magnaða ræðu sem Hillary vonar eflaust að sem fæstir sjái. Stæði valið um það hver flytti bestu ræðurnar af öllum frambjóðendum fengi Obama væntanlega rússneska kosningu.
Það er ótrúlegt að fyrir aðeins nokkrum mánuðum hafði Hillary 20% forskot á Obama í fylkinu en tapar nú eins og áður segir með 27% mun, sem er sveifla upp á næstum 50%. Til að bæta ofan á þetta sigraði Hillary aðeins í einum hluta S-Carolina, þeim hluta sem einhverjir lesendur þessarar síðu kannast við, þ.e. Myrtle Beach og er mér tjáð samkvæmt öruggum heimildum að Birgir Sverrisson hafi séð um að dreifa fjöldapósti fyrir Hillary þar og að það sé jafnframt ástæðan fyrir því að hann hefur ekki skrifað lengi á andfotbolti.net.
Nú er hins vegar erfiður tími framundan fyrir Obama því kannannir sýna að Hillary hefur forskot í öllum fylkjunum þar sem kosið verður á ,,Super Tuesday" 5.feb að undanskyldu heimafylki Obama og við þetta bætist að Bill Clinton er að fara hamförum í kosningabaráttunni og er út um allt, reyndar er hann svo aktívur að halda mætti að hann væri í endurkjöri og hafa fréttaskýrendur vestanhafs sagt að Hillary verði hreinlega að grípa í taumana og sýna fram á að þetta sé hennar framboð en ekki hans... enda er hann ótrúlega vinsæll.
Þannig er líklegt (að þó að Bill verði skipað að róa sig) að þau hjónin komist á tvöfalt fleiri staði en Obama á þessum örfáu dögum þangað til að úrslit ráðast. Obama fékk þó nokkuð stóra hjálparhönd því að í sunnudagsblaði New York Times birtist grein eftir dóttur JFK sem ber heitið ,,A President Like My Father" sem ætti að ýta undir stuðning við Obama enda JFK einhver vinsælasti forseti sem Bandaríkjamenn hafa átt.
Það er ljóst að þriðjudagurinn 5.feb getur ekki komið of snemma - þvílík spenna.
Fyrir ykkur sem getið ekki beðið bendi ég á þennan fyrirlestur
Viðbrögð fréttaskýrenda CNN - við sigri Obama í nótt.
Er lífið ekki dásamlegt?
Það er ótrúlegt að fyrir aðeins nokkrum mánuðum hafði Hillary 20% forskot á Obama í fylkinu en tapar nú eins og áður segir með 27% mun, sem er sveifla upp á næstum 50%. Til að bæta ofan á þetta sigraði Hillary aðeins í einum hluta S-Carolina, þeim hluta sem einhverjir lesendur þessarar síðu kannast við, þ.e. Myrtle Beach og er mér tjáð samkvæmt öruggum heimildum að Birgir Sverrisson hafi séð um að dreifa fjöldapósti fyrir Hillary þar og að það sé jafnframt ástæðan fyrir því að hann hefur ekki skrifað lengi á andfotbolti.net.
Nú er hins vegar erfiður tími framundan fyrir Obama því kannannir sýna að Hillary hefur forskot í öllum fylkjunum þar sem kosið verður á ,,Super Tuesday" 5.feb að undanskyldu heimafylki Obama og við þetta bætist að Bill Clinton er að fara hamförum í kosningabaráttunni og er út um allt, reyndar er hann svo aktívur að halda mætti að hann væri í endurkjöri og hafa fréttaskýrendur vestanhafs sagt að Hillary verði hreinlega að grípa í taumana og sýna fram á að þetta sé hennar framboð en ekki hans... enda er hann ótrúlega vinsæll.
Þannig er líklegt (að þó að Bill verði skipað að róa sig) að þau hjónin komist á tvöfalt fleiri staði en Obama á þessum örfáu dögum þangað til að úrslit ráðast. Obama fékk þó nokkuð stóra hjálparhönd því að í sunnudagsblaði New York Times birtist grein eftir dóttur JFK sem ber heitið ,,A President Like My Father" sem ætti að ýta undir stuðning við Obama enda JFK einhver vinsælasti forseti sem Bandaríkjamenn hafa átt.
Það er ljóst að þriðjudagurinn 5.feb getur ekki komið of snemma - þvílík spenna.
Fyrir ykkur sem getið ekki beðið bendi ég á þennan fyrirlestur
Viðbrögð fréttaskýrenda CNN - við sigri Obama í nótt.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
4 Ummæli:
ekkert skrýtið að bill greyið hafi dottað ;)
:) Já það er auðvitað mjög sniðugt.
Þeir sem hafa búið inni í helli undanfarna daga þá er videoið sem Arna minnist á hér:
http://youtube.com/watch?v=AJmcbq9qqmk
Nei eg get sko sagt ther thad vinur minn ad eg for ekki ut fyrir hussins dyr sl. laugardag, enda "svartur" dagur. Ekki vegna thess ad Obama vann (sem er gott), heldur almennt vegna thess ad ovenju margir demokratar voru a ferli = glaepatidni eykst.
Astaeduna fyrir thvi ad Hillary vann i Myrtle Beach maetti kannski rekja til ad mikill meirihluti folks her er af hvitum uppruna, olikt odrum stodum i SC.
Annars er Kaninn thvi midur adallega (eins og fraendi sinn Islendingurinn) fastur i personudyrkun i stad hugsjona, sem gefur bjanum eins og Clinton fjolskyldunni ansi sterka liflinu.
Samkvæmt CNN þá skiptist nú SC í heildina svona 50/50 og Obama vann í öllum aldurflokkum að elsta pakkinu undanskyldu og hann vann meira að segja meðal hvítra á aldrinum 18-30 ára (einhver sagði að það væri hiphopið:) )
Annars væri nú gaman að fá að heyra hvern þú vilt sjá. Sá áðan viðtöl við Romney og McCain á CNN þar sem þeir kölluðu hvorn annan rað,,flip flopper" eða raðskoðanaskipta - varla er það hugsjónin?
Mér sýnist nú flestir frambjóðendurnir þarna vestanhafs falla í þann flokk á einhvern hátt eða hafa einhvern tímann flipfloppað; það væri nú líka verra eins og Obama benti á (ekki að það skipti máli) ef að menn gætu ekki lært af reynslunni.
Svo getum við nú litið á helstu hugsjónamenn í bandarískum stjórnmálum á undanförnum áratugum - hverjir eru það? Bush? Reagan? Nixon?
Hvernig er það annars, ertu ekki nógu sunnarlega til að menn gangi um með byssur sökum réttinda sinna :) Byssu í annarri og Biblíu í hinni eins og segir einhvers staðar :)
Það er rétt að glæpatíðni eykst víða með svarta manninum, en það er líka fylgni milli sölu á ís og nauðganna - óþarfi samt að sleppa Haagen Dasz :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim