Íslensk stjórnmál - dregur til tíðinda?
Það er ekki öll steypan eins. Dagurinn í dag gæti orðið merkilegur. Tvennt kraumar undir í íslenskri pólitík. (A) Hættir Björn Ingi í Framsókn? (B) Verður myndaður nýr meirihluti Sjálfstæðisflokk og Frjálslyndra í borginni?
Björn Ingi virðist vera að íhuga að hætta í Framsókn - hverjum er ekki skítsama gæti einhver sagt. Ef að svo fer þá er það enn einn naglinn í kistuna - Framsókn fer úr meirihluta, þar sem menn taka með sér sætið og vonarstjarnan... eini rökrétti framtíðar formaður flokksins er floginn burt. Ég held hins vegar að menn séu að taka það fullalvarlega að Össur hafi boðið hann velkominn í Samfylkinguna af öðru en gríni. Sjálfstæðismenn eru ekki parhrifnir af Birni Inga og koma hans í Samfylkinguna myndi væntanlega minnka líkur á því að Samfylkingin gæti hótað þriggja flokka vinstri stjórn; því varla vildu Framsóknarmenn vinna með honum heldur - þá erum við jafnvel aftur farin að horfa upp á þá eitruðu blöndu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn... má bjóða þér sopa? Þó eru líkur á því að þeir flokkar myndu í næstu kosningum ekki ná nægilegu fylgi til þess... Sjálfstæðisflokkur og VG... lokið landamærunum!
Nei, ég held að Samfylkingin ætti að loka á það að Björn Ingi gangi í flokkinn ef að það er málið, best væri að sjá hann sækja um í VG - það væri meiriháttar, en aldrei líklegt til að gerast. Vantar bara að hann komi fram og mæli ,,einhverstaðar verða vondir að vera"
Ef að Ólafur F. Magnússon myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum þá er hann galinn. Í fyrsta lagi þá sveik Vilhjálmur hann svo rosalega að gjörðir Björns Inga eru smámunir. Er einhver búinn að gleyma því að þeir voru komnir langt á leið með viðræður og voru búnir að mæla sér mót, þegar að allt í einu Vilhjálmur sést faðma Björn Inga og tilkynna nýjan ólíklegan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir síðustu kosningar í Reykjavík. Í öðru lagi væri hann að gera það eina ranga sem mætti ekki gerast nema að Ólafur ætli sér hreinlega inn í Sjálfstæðisflokkinn. Ólafur er nefninlega með í þessari undarlegu R-lista blöndu sem nú er við völd og haldi sá meirihluti getur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei aftur notað sitt skítugasta bragð sem er glundroðakenningin; sem snýr að því að þriggja flokka stjórn (eða meira) án tilkomu Sjálfstæðisflokks muni springa. Þetta var auðvitað afsannað með R-listanum og myndi fjúka endanlega með þessum meirihluta sitji hann út kjörtímabilið - sérstaklega í ljósi glundroðans og sprengingarinnar þegar að meirihluti Sjálfstæðislfokks og Framsóknar klofnaði.
Frjálslyndi flokkurinn er undarlegt fyrirbæri. Í borginni samanstendur hann af virðulegum lækni sem Ólafur er, sem sennilega á heima inni í Sjálfstæðisflokknum og góðlegrar konu Margrétar Sverrisdóttur sem ætti að vera í Samfylkingunni; en á landsvísu samanstendur flokkurinn af einhverjum hálf dirty miðaldra sjóurum og þjóðrembuhálfvitum sem manni grunar að hittist helst á Goldfinger eða kaffiteríu niðri á Granda til að ræða saman um næstu mál á dagskrá þingsins.
Kannski enda þau Ólafur og Margrét í sitthvorum flokknum og Björn Ingi fer líka - þá höfum við allt í einu þrjá flokka í borginni en ekki fimm - ólíklegt, en hver veit?
Er lífið ekki dásamlegt?
Björn Ingi virðist vera að íhuga að hætta í Framsókn - hverjum er ekki skítsama gæti einhver sagt. Ef að svo fer þá er það enn einn naglinn í kistuna - Framsókn fer úr meirihluta, þar sem menn taka með sér sætið og vonarstjarnan... eini rökrétti framtíðar formaður flokksins er floginn burt. Ég held hins vegar að menn séu að taka það fullalvarlega að Össur hafi boðið hann velkominn í Samfylkinguna af öðru en gríni. Sjálfstæðismenn eru ekki parhrifnir af Birni Inga og koma hans í Samfylkinguna myndi væntanlega minnka líkur á því að Samfylkingin gæti hótað þriggja flokka vinstri stjórn; því varla vildu Framsóknarmenn vinna með honum heldur - þá erum við jafnvel aftur farin að horfa upp á þá eitruðu blöndu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn... má bjóða þér sopa? Þó eru líkur á því að þeir flokkar myndu í næstu kosningum ekki ná nægilegu fylgi til þess... Sjálfstæðisflokkur og VG... lokið landamærunum!
Nei, ég held að Samfylkingin ætti að loka á það að Björn Ingi gangi í flokkinn ef að það er málið, best væri að sjá hann sækja um í VG - það væri meiriháttar, en aldrei líklegt til að gerast. Vantar bara að hann komi fram og mæli ,,einhverstaðar verða vondir að vera"
Ef að Ólafur F. Magnússon myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum þá er hann galinn. Í fyrsta lagi þá sveik Vilhjálmur hann svo rosalega að gjörðir Björns Inga eru smámunir. Er einhver búinn að gleyma því að þeir voru komnir langt á leið með viðræður og voru búnir að mæla sér mót, þegar að allt í einu Vilhjálmur sést faðma Björn Inga og tilkynna nýjan ólíklegan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir síðustu kosningar í Reykjavík. Í öðru lagi væri hann að gera það eina ranga sem mætti ekki gerast nema að Ólafur ætli sér hreinlega inn í Sjálfstæðisflokkinn. Ólafur er nefninlega með í þessari undarlegu R-lista blöndu sem nú er við völd og haldi sá meirihluti getur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei aftur notað sitt skítugasta bragð sem er glundroðakenningin; sem snýr að því að þriggja flokka stjórn (eða meira) án tilkomu Sjálfstæðisflokks muni springa. Þetta var auðvitað afsannað með R-listanum og myndi fjúka endanlega með þessum meirihluta sitji hann út kjörtímabilið - sérstaklega í ljósi glundroðans og sprengingarinnar þegar að meirihluti Sjálfstæðislfokks og Framsóknar klofnaði.
Frjálslyndi flokkurinn er undarlegt fyrirbæri. Í borginni samanstendur hann af virðulegum lækni sem Ólafur er, sem sennilega á heima inni í Sjálfstæðisflokknum og góðlegrar konu Margrétar Sverrisdóttur sem ætti að vera í Samfylkingunni; en á landsvísu samanstendur flokkurinn af einhverjum hálf dirty miðaldra sjóurum og þjóðrembuhálfvitum sem manni grunar að hittist helst á Goldfinger eða kaffiteríu niðri á Granda til að ræða saman um næstu mál á dagskrá þingsins.
Kannski enda þau Ólafur og Margrét í sitthvorum flokknum og Björn Ingi fer líka - þá höfum við allt í einu þrjá flokka í borginni en ekki fimm - ólíklegt, en hver veit?
Er lífið ekki dásamlegt?
1 Ummæli:
núna bíð ég spenntur eftir næstu færslu hjá kallinum
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim