þriðjudagur, janúar 22, 2008

Hvað er hægt að segja?

Það er fátt hægt að segja sem ekki hefur verið sagt um nýjan borgarmeirihluta. Það er ljótt að segja það en Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið manni til valda sem borgarstjóra sem hefur átt við andleg vandamál að stríða - eitthvað sem fólk ætti ekki að nýta sér, en er engu að síður staðreynd, staðreynd sem talað er um að Sjálfstæðismenn hafi nýtt sér þegar að Ólafur snéri aftur til starfa eftir veikindafrí. Þetta gerir Sjálfstæðisflokkurinn án þess að hafa varamenn Frjálslyndra með sér og vitandi það að Ólafur hefur aldrei síðan hann kom úr veikindaleyfi setið heilan fund og ef hann fer af fundi þá slítur Margrét og co meirihlutanum; auk þess með vitneskju um það að Ólafur F. Magnússon slítur samstarfinu ef hann fær ekki öllu sínu framgengt og er sérstaklega vís til þess þar sem (a) hann sleit fráfarandi meirihluta án sýnilegrar ástæðu (b) Vilhjálmur hefur nú þegar stungið hann í bakið og hann myndi því allra síst sjá eftir því.
Að því sögðu eru tveir möguleikar í stöðunni (a) Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn er valdasjúkur flokkur sem gerir hvað sem er a la Framsókn til að sitja með völd (b) Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn er hefndarsjúkur flokkur, sem sér ekkert annað en að koma fram hefndum í hvaða formi sem er - það er þó ljóst að þetta er afar örvæntingarfullur leikur sem sennilega mun reynast mjög heimskulegur þegar á líður.

Það er óþarfi að endurtaka allt sem aðrir eru að segja og rétt að benda á linka að neðan þar sem aðrir menn velta þessu fyrir sér og auk þess er möst að horfa á Fréttamannafundinn í gær (þar sem meirihlutinn var allur sem einn fýldur), viðtölin við minnihlutann (sem allur var brosandi yfir vitleysunni) og svo viðtalið við Ólaf í Kastljósinu. Flestir, hvar í flokki sem þeir standa virðast vera sammála eða gefa það til kynna að þessi nýji meirihluti verði ekki langlífur.
Ég tek undir það að sennilega er þetta fyrsta skrefið í lengri farsa sem í það minnsta mun stytta þetta líflausa skammdegi sem janúar og febrúar eru.

Stefán Pálsson - Pólitískur spádómur

Deiglan (ungir Sjálfstæðismenn) - Annað tækifæri sjálfstæðismanna

Össur Skarphéðinsson - Pólitískt skyndibrullaup

Pétur Gunnarsson - Björtu hliðarnar

Orðið á götunni - til í allt án Villa

Skúli Helgason - Leikhúsið við tjörnina


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim