fimmtudagur, janúar 24, 2008

Þegar hið mikilvægasta gleymist

Allt fjaðrafokið í kringum þennan heimskulega barnalega nýja meirihluta í borginni og andlega vanheilsu nýs borgarstjóra hefur gert það að verkum að hið mikilvægasta hefur gleymst. Þetta varð mér ljóst þegar ég sá þær dásamlegu fréttir að samherjar Björns Inga hafi hrakið hann á brott úr flokknum og þar með farið ansi langt með það að gefa hreinlega skít í fylgisaukningu í Reykjavík og að fá nýjan og ferskan leiðtoga - sem er mikil þörf á.
Aðalatriðið er auðvitað það sem ég hef lengi talað fyrir, þ.e. Framsóknarlausu Íslandi... nú er það staðreynd Framsóknarlaust Ísland 2008, hver er ekki glaður með það?
Næsta von mín er sú að Framsóknarflokkurinn nái því ekki að verða 100 ára og miðað við frammistöðuna undanfarin tvö ár þá fer flokkurinn létt með það á þeim átta árum sem eru til stefnu!

Það er annars gaman að lesa síðustu færslur Björns Inga. Hver segir að einn dagur sé ekki eilífð í pólitík:

22.janúar segir hann: ,, Á stuttum tíma hefur ótrúlega mikið gengið á í lífi alls þessa fólks. Og flestir telja að enn eigi óskaplega mikið eftir að ganga á, jafnvel eru uppi efasemdir um að nýr meirihluti sé ekki á vetur setjandi.
Hvað gerist þá? Ekki verður kosið aftur, kjörtímabilið er fjögur ár og því verður ekki breytt.
Það er eitthvað sem segir mér, að kannski eigi ég eftir að snúa aftur í Ráðhúsið fljótlega með dótið mitt. Kannski fyrr en nokkurn grunar
."

23. janúar segir hann hins vegar í yfirlýsingu: ,, Ég mun því óska eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykjavík á borgarstjórnarfundi frá og með deginum í dag að telja. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, tekur við sem borgarfulltrúi til og með þeim tíma."

...How does it feel
How does it feel
To be without a home
Like a complete unknown
Like a rolling stone?

Er lífið ekki dásamlegt?

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Talandi um andlega vanheilsu borgarfulltrúa þá hef ég alltaf haft grun um að Framsóknar-mennska sé einhver konar "röskun". Mér finnst að alþjóða geðlæknasamfélagið ætti að skilgreina Framsókanrmennsku sem fjölþætta geðröskun - króniskt ástand sem ekki er hægt að lækna, en halda mætti niðri með því að skila auðu amk.

24 janúar, 2008 10:21  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
Það er klárlega löngu kominn tími á það!

24 janúar, 2008 16:13  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim