Lakers minnkar muninn í 3-2
Eftir þennan leik í nótt er grátlegt að Lakers skyldi hafa leyft Celtics að stela þessum hræðilega fjórða leik þar sem þeir voru 24 stigum yfir og ef að ekki væri fyrir þann bjánaskap væri Lakers í góðum séns á að klára annan leikinn í Boston (þ.e.a.s. ef mögulegt er að fá eðlilega dómgæslu þar) og ef að dómgæslan þar hefði verið eðlileg í fyrstu tveimur leikjunum að þá væru Lakers menn líklega að fagna núna.
Í nótt gerðist það hins vegar aftur að Boston liðið kom til baka úr stöðu sem ekki á að vera hægt að éta niður á móti þokkalegu liði. Fyrst 19 stiga forystu í fyrri hálfleik og svo 12 stiga forystu í byrjun seinni hálfleiks. Mér finnst það hins vegar óskiljanlegt í ljósi þess að Pierce er slæmur í hnéinu og að hann skoraði 38 stig í nótt að enginn skyldi láta reyna á hnéið og keyra hann almennilega niður í eitt af þessum endalausu skiptum sem hann keyrði í gegnum alla vörnina og lagði boltann ofan í; því án hans er þetta lið ekki merkilegur pappír. Jú, vissulega setur Garnett niður skot og tekur fráköst og margir í liðinu geta tekið þriggja stiga skot, en án gegnumbrota Pierce er þetta ekki meistaralið - ætlar einhver að segja mér það að þetta ruddalið Boston myndi ekki gera nákvæmlega það sama ef að Kobe væri tæpur?
En ef maður er raunsær að þá er Lakers liðið alls ekki að fara að vinna í Boston úr þessu, en einhver og jafnvel margir mættu hrista upp í þeim Gasol og Odom og biðja þá um að verða harðir frá og með næsta hausti. Fáir jafn hávaxnir, sterkir og hæfileikaríkir leikmenn eins og þeir tveir sem hegða sér eins og stelpur (með fullri virðingu fyrir stelpum).
En þetta er rétt að byrja og svo að maður noti Liverpool bjartsýni að þá er næsta ár okkar ár. Gasol, Bynum og Odom munu þá mynda sterkasta framherjaþríeykið í NBA deildinni, Fisher og Kobe munu mynda álitlegt bakvarðarpar (með Vujacic og Farmar sem gott backup) og Radmanovic mun leysa af Odom. Í þessu einvígi gegn Boston finnst mér hins vegar hafa vantað stóran og sterkan varnar- og frákastadurg sem væri þá backup fyrir Gasol og Bynum og vonandi er hægt að ná í einn slíkan sem er á síðustu metrunum en vantar hring og er tilbúinn til að berja menn niður fyrir einn slíkan; eftirfarandi leikmenn gætu farið í skiptum Luke Walton, Chris Mihm, Coby Karl, Mbenga, Ariza og (jafnvel minn ástkæri) Turiaf... einhverjir af þeim eru þó á síðasta ári að mig minnir.
Framtíðin er Lakers!
Er lífið ekki dásamlegt?
Í nótt gerðist það hins vegar aftur að Boston liðið kom til baka úr stöðu sem ekki á að vera hægt að éta niður á móti þokkalegu liði. Fyrst 19 stiga forystu í fyrri hálfleik og svo 12 stiga forystu í byrjun seinni hálfleiks. Mér finnst það hins vegar óskiljanlegt í ljósi þess að Pierce er slæmur í hnéinu og að hann skoraði 38 stig í nótt að enginn skyldi láta reyna á hnéið og keyra hann almennilega niður í eitt af þessum endalausu skiptum sem hann keyrði í gegnum alla vörnina og lagði boltann ofan í; því án hans er þetta lið ekki merkilegur pappír. Jú, vissulega setur Garnett niður skot og tekur fráköst og margir í liðinu geta tekið þriggja stiga skot, en án gegnumbrota Pierce er þetta ekki meistaralið - ætlar einhver að segja mér það að þetta ruddalið Boston myndi ekki gera nákvæmlega það sama ef að Kobe væri tæpur?
En ef maður er raunsær að þá er Lakers liðið alls ekki að fara að vinna í Boston úr þessu, en einhver og jafnvel margir mættu hrista upp í þeim Gasol og Odom og biðja þá um að verða harðir frá og með næsta hausti. Fáir jafn hávaxnir, sterkir og hæfileikaríkir leikmenn eins og þeir tveir sem hegða sér eins og stelpur (með fullri virðingu fyrir stelpum).
En þetta er rétt að byrja og svo að maður noti Liverpool bjartsýni að þá er næsta ár okkar ár. Gasol, Bynum og Odom munu þá mynda sterkasta framherjaþríeykið í NBA deildinni, Fisher og Kobe munu mynda álitlegt bakvarðarpar (með Vujacic og Farmar sem gott backup) og Radmanovic mun leysa af Odom. Í þessu einvígi gegn Boston finnst mér hins vegar hafa vantað stóran og sterkan varnar- og frákastadurg sem væri þá backup fyrir Gasol og Bynum og vonandi er hægt að ná í einn slíkan sem er á síðustu metrunum en vantar hring og er tilbúinn til að berja menn niður fyrir einn slíkan; eftirfarandi leikmenn gætu farið í skiptum Luke Walton, Chris Mihm, Coby Karl, Mbenga, Ariza og (jafnvel minn ástkæri) Turiaf... einhverjir af þeim eru þó á síðasta ári að mig minnir.
Framtíðin er Lakers!
Er lífið ekki dásamlegt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim