Lyklar að regninu NO.2 (laufléttur ófræðilegur inngangur að hlustun á meistaraverki)
,,Ain't it just like the night to play tricks when you're tryin' to be so quiet?
We sit here stranded, though we're all doin' our best to deny it..."
Árið er 1966, platan er Blonde on Blonde og lagið er Visions of Johanna. Bob Dylan hafði árinu áður fært sig frá þjóðlagatónlist með pólitískum textum yfir í lengri súrrealíska og óræða(ri) texta (ef það var hægt) og var farinn út í rafmagnsrokk (mörgum aðdáendum sínum til mikilla vonbrigða - enda er acoustic þjóðlaga útgáfan af þessu lagi jafnvel flottari).
Textinn er því að minnsta kosti 42 ára gamall og er enn þann dag í dag gjörsamlega út úr korti flottur; saminn á þeim tíma þegar æskan var ennþá að sjúga í sig og melta pólitísku texta Dylans á meðan aðrir listamenn voru að syngja um kettlinga, sykurhúðað ,,Good day sunshine" eða hallærislega einföld ástarlög; en hér er sagt frá hinum skítuga grimma veruleika í bland við hið óraunverulega. Í þessu sjö og hálfrar mínútu langa súrrealíska meistaraverki er sögumaður fastur milli tveggja heima, hins raunverulega þar sem hann er innilokaður af löngun til hinnar tælandi Louise á meðan hugur hans reikar til hinnar ó- eða illtemjanlegu Jóhönnu í gegnum hina ýmsu staði Manhattan. Smám saman missir hann allt skyn við raunveruleikann þar til það eina sem er eftir er ,,visions of Johanna (are all that remain)".
,,Inside the museums, Infinity goes up on trial
Voices echo this is what salvation must be like after a while
But Mona Lisa musta had the highway blues
You can tell by the way she smiles"
Lagið er að sjálfsögðu hátt skrifað meðal harðra Dylan aðdáenda og þá sérstaklega vegna þess hve uppbygging textans og sífelld skipti milli raunveruleikans og hugsana (martraða, ímyndana og hins ógeðfellda) er flott og hversu sjónrænn textinn verður, lagið er einfalt og grípandi og munnharpan vælir sem aldrei fyrr milli textaversanna. Eins og með marga aðra texta Dylans að þá eru smáatriðin endalaus, margar línur brillant og erfitt að ráða í sögupersónur.
Ein kenningin er sú að Dylan sé að syngja um sjálfan sig og sú staðreynd að lagið var samið nokkrum mánuðum eftir ,,skilnað" hans og Joan Baez (sem auðvitað reynir að klína þessu lagi á sig eins og svo mörgu öðru) og í kringum það leyti sem hann giftist Söru hefur gefið mönnum ástæðu til að ætla að þar séu kvennpersónurnar tvær og einhverjir vilja bæta því við hversu tengd nöfnin Joan (Baez) og Johanna séu og eins að Dylan virðist oft bera nafnið fram ,,Gehenna" (sem er hebreskt orð sem þýðir helvíti, fangelsi eða píningar) við þetta bætist setningin ,,Now, little boy lost, he takes himself so seriously/ He brags of his misery, he likes to live dangerously" (sem á einkar vel við Dylan sjálfan á þessum tíma).
Aðrir vilja bera saman þessar tvær lykilpersónur lagsins við þríhyrninginn í laginu ,,Fourth Time Around" af þessari sömu plötu. Enn aðrir halda því fram að lagið sé um Johanna Gezina van Gogh mágkonu hollenska málarans sem bar stóra ábyrgð eftir dauða hans að hann varð frægur og svo er það auðvitað bölvuð biblían sem menn vilja leita í - allt saman skemmtilegar pælingar sem eru reyndar flestar í senn vafasamar og helst til of einfaldar fyrir Dylan (en hvað veit maður). Þó má ætla að textinn sé að minnsta kosti vísun í eitt uppáhalds skáld Dylans, sjálfan Jack Kerouac sem skrifaði bókina Visions of Cody.
Þegar uppi er staðið er einkennilegt að vera nánast engu nær með jafn stórkostlegt lag og texta sem grípur mann einhverju óútskýranlegu heljartaki við hverja hlustun uns maður endurtekur í sífellu...
,,How can I explain?
Oh, it's so hard to get on
And these visions of Johanna, they kept me up past the dawn."
Við því er einungis eitt að gera, að hlusta aftur og velta textanum vel fyrir sér!
Er lífið ekki dásamlegt?
We sit here stranded, though we're all doin' our best to deny it..."
Árið er 1966, platan er Blonde on Blonde og lagið er Visions of Johanna. Bob Dylan hafði árinu áður fært sig frá þjóðlagatónlist með pólitískum textum yfir í lengri súrrealíska og óræða(ri) texta (ef það var hægt) og var farinn út í rafmagnsrokk (mörgum aðdáendum sínum til mikilla vonbrigða - enda er acoustic þjóðlaga útgáfan af þessu lagi jafnvel flottari).
Textinn er því að minnsta kosti 42 ára gamall og er enn þann dag í dag gjörsamlega út úr korti flottur; saminn á þeim tíma þegar æskan var ennþá að sjúga í sig og melta pólitísku texta Dylans á meðan aðrir listamenn voru að syngja um kettlinga, sykurhúðað ,,Good day sunshine" eða hallærislega einföld ástarlög; en hér er sagt frá hinum skítuga grimma veruleika í bland við hið óraunverulega. Í þessu sjö og hálfrar mínútu langa súrrealíska meistaraverki er sögumaður fastur milli tveggja heima, hins raunverulega þar sem hann er innilokaður af löngun til hinnar tælandi Louise á meðan hugur hans reikar til hinnar ó- eða illtemjanlegu Jóhönnu í gegnum hina ýmsu staði Manhattan. Smám saman missir hann allt skyn við raunveruleikann þar til það eina sem er eftir er ,,visions of Johanna (are all that remain)".
,,Inside the museums, Infinity goes up on trial
Voices echo this is what salvation must be like after a while
But Mona Lisa musta had the highway blues
You can tell by the way she smiles"
Lagið er að sjálfsögðu hátt skrifað meðal harðra Dylan aðdáenda og þá sérstaklega vegna þess hve uppbygging textans og sífelld skipti milli raunveruleikans og hugsana (martraða, ímyndana og hins ógeðfellda) er flott og hversu sjónrænn textinn verður, lagið er einfalt og grípandi og munnharpan vælir sem aldrei fyrr milli textaversanna. Eins og með marga aðra texta Dylans að þá eru smáatriðin endalaus, margar línur brillant og erfitt að ráða í sögupersónur.
Ein kenningin er sú að Dylan sé að syngja um sjálfan sig og sú staðreynd að lagið var samið nokkrum mánuðum eftir ,,skilnað" hans og Joan Baez (sem auðvitað reynir að klína þessu lagi á sig eins og svo mörgu öðru) og í kringum það leyti sem hann giftist Söru hefur gefið mönnum ástæðu til að ætla að þar séu kvennpersónurnar tvær og einhverjir vilja bæta því við hversu tengd nöfnin Joan (Baez) og Johanna séu og eins að Dylan virðist oft bera nafnið fram ,,Gehenna" (sem er hebreskt orð sem þýðir helvíti, fangelsi eða píningar) við þetta bætist setningin ,,Now, little boy lost, he takes himself so seriously/ He brags of his misery, he likes to live dangerously" (sem á einkar vel við Dylan sjálfan á þessum tíma).
Aðrir vilja bera saman þessar tvær lykilpersónur lagsins við þríhyrninginn í laginu ,,Fourth Time Around" af þessari sömu plötu. Enn aðrir halda því fram að lagið sé um Johanna Gezina van Gogh mágkonu hollenska málarans sem bar stóra ábyrgð eftir dauða hans að hann varð frægur og svo er það auðvitað bölvuð biblían sem menn vilja leita í - allt saman skemmtilegar pælingar sem eru reyndar flestar í senn vafasamar og helst til of einfaldar fyrir Dylan (en hvað veit maður). Þó má ætla að textinn sé að minnsta kosti vísun í eitt uppáhalds skáld Dylans, sjálfan Jack Kerouac sem skrifaði bókina Visions of Cody.
Þegar uppi er staðið er einkennilegt að vera nánast engu nær með jafn stórkostlegt lag og texta sem grípur mann einhverju óútskýranlegu heljartaki við hverja hlustun uns maður endurtekur í sífellu...
,,How can I explain?
Oh, it's so hard to get on
And these visions of Johanna, they kept me up past the dawn."
Við því er einungis eitt að gera, að hlusta aftur og velta textanum vel fyrir sér!
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Dylan
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim