föstudagur, júní 13, 2008

Ótrúlegur aumingjaskapur hjá Lakers

Nú í nótt varð ég vitni að einhverjum mesta aumingjaskap í sögu íþróttanna þegar að Lakers sem gat jafnað úrslitaeinvígið 2-2 tókst að tapa með sex stigum fyrir Celtics eftir að hafa leitt með 24 stigum og eru því búnir að klúðra þessu fyrir sér enda 3-1 undir og verða að vinna alla leikina sem eftir eru - þar af tvo í Boston. Það er eitt að hitta ekki skotum í smá tíma en allt annað að hreinlega bara hitta nánast ekkert í seinni hálfleik og taka á sama tíma þá lélegu ákvörðun að hætta að spila vörn.

Djöfulsins pirringur, ég var farinn að sjá fram á það þegar Lakers var að valta yfir Celtics í fyrri hálfleik að við myndum fara með stöðuna 3-2 til Boston og þurfa þá aðeins að ræna öðrum leiknum. Á hvaða lífsdeyðandi lyfjum er Kobe á? Lætur mann sem er að spila á öðrum fætinum pakka sér saman í vörn og sókn - ekki furða þó að Bulls menn hlæji að samanburðinum á honum og Jordan, allir þrír aðalleikendur Boston liðsins hafa spilað betur en Kobe og að hann skuli ekki hafa getað leitt liðið til sigurs í þessum leik er sorglegt, algjört anti-MVP moment.

Jæja, þetta var gaman á meðan á þessu stóð. Næsta vetur er það skylda að þetta Lakers lið + Bynum taki titil, flóknara er það ekki. Ef að það bregst hjá Kobe þá er hann ekki einn af þeim bestu í sögunni.

Er lífið ekki dásamlegt?

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já anti mvp-momentin eru pirrandi, ég upplifði eitt slíkt þegar draumurinn Olajuwon tók aðmírálinn í óæðri endann. En Olajuwon var aldrei í sjóhernum og hefur ekki búið til sjónvarp eins og David.

AFO

13 júní, 2008 19:46  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

En ólíkt því einvígi þá var ,,Olajuwon" stórkostlegur leikmaður en Pierce er ágætis leikmaður og auk þess á öðrum fætinum, sú staðreynd er eiginlega nóg til að maður geti smellt 40 stigum á Kobe og að hann klári þetta af.

Ég er ennþá brjálaður!

Kveðja Bjarni Þór.

13 júní, 2008 20:50  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim