Íþróttasumarið búið?
Sumarið rétt byrjað og það lítur út fyrir að ég verði lítið með í körfu og fótbolta. Ég lenti nefninlega í ,,freak accident" í vinnunni í gærnótt. Missteig mig í stiga og dúndraði vinstri fætinum í eina tröppuna og beyglaði í framhaldinu tærnar einhvern veginn undir fótinn þegar ég lenti, með þeim afleiðingum að líklega er ég tábrotinn á miðju tánni og haltra hér um (læt kíkja á þetta eftir helgi)... hressandi!
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
1 Ummæli:
Ég get ekki lýst vonbrigðum mínum. Spurningarmerkið er samt ljósið í myrkrinu.
KD
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim