laugardagur, september 27, 2008

Fyrstu rökræður forsetaefnanna

Það var töluverð spenna í loftinu þegar að fyrstu rökræður McCain og Obama fóru fram í nótt, en Obama hefur verið með ca. 5% forskot í könnunum að undanförnu og því þurfti McCain að eiga gott kvöld til að draga á demókratann eftir þá hræðilega missheppnuðu ákvörðun að setja framboð sitt á frest til að takast á við efnahagsvandann.
Nóttin átti að vera undirlögð utanríkismálum en tæplega helmingur tímans (fyrri hlutans) fór í að ræða efnahagsmál og þar komu þeir báðir frekar illa út, hvorugur gaf skýr svör um hvað þeir myndu gera sem forsetar í núverandi ástandi en samkvæmt skemmtilegum áhorfsmælingum (línurit sem mældi stuðning við frambjóðendur) að þá má segja að Obama hafi verið skárri (sjálfum fannst mér þeir jafnir).
Svo kom að utanríkismálunum, sérgrein McCain en það málefni sem Obama á að vera hve slakastur í. McCain varði rosalegum tíma í að segja hvar hann hafði verið og hvern hann þekkti og að hann væri reiðubúinn til að leiða landið núna, það sem hann virtist hins vegar skorta var þá framtíðarsýn sem kjósendur (samkvæmt línuritinu góða) virðast vilja. Obama náði hins vegar til kjósenda, benti ítrekað á hvernig hann hefði sjálfur greitt atkvæði síðustu átta árið gegn Bush stjórninni og hvernig McCain hefði í 90% tilvika verið sammála Bush og hvernig hann myndi reisa við álit heimsins á Bandaríkjunum auk þess sem hann myndi verja þeim gríðarlega miklu fjármunum sem fara til Íraks beint í Velferðarkerfið. Áhorfsmælingar sýndu ítrekað að jákvæð nálgun Obama á framtíðina og að hann bendlaði McCain við Bush stjórnina virkuðu, en á sama tíma varð McCain pirraður og sakaði Obama um skort á reynslu sem fór ekki vel í áhorfendur - Obama virtist því alltaf hafa yfirhöndina á hinum óháðu og óákveðnu.
Eftir þessar rökræður fóru af stað kannanir þar sem spekingar CNN tjáðu áhorfendum að væru hliðhollar Obama. Í fyrsta lagi hvor stóð sig betur: þar hafði Obama sigur með 15%. Í öðru lagi hvor myndi gera betur í Írak: Þar sem þátttakendur töldu að Obama myndi gera betur þó að naumt væri að mig minnir 2-4% og að lokum hver myndi hafa betri stjórn á efnahagnum: þar vann Obama aftur með 15% mun.
Þannig að af fyrstu viðbrögðum má dæma að Obama hafi haft betur, hann er þar að auki með forskot, er búinn að klára af það sem hann er verstur í og McCain það sem hann er bestur í og næstu rökræður verða milli varaforsetaefnanna þar sem spekingar CNN ýjuðu að slátrun eftir mjög svo mislukkað viðtal Söruh Palin (hér er partur af því) á meðan Biden er sennilega betri í rökræðum en Obama.
Þeir sem misstu af ,,einvíginu" geta séð það hér í bútum (sjá hina bútana fyrir neðan video-ið), en þeir sem vilja örstutta yfirferð um þessar 90 mín bendi ég á að lesa pistil eftir Joseph Stiglitz í Fréttablaði dagsins (Laugardaginn 27.sept) á bls 12. Hér er svo helsti málefnaágreiningurinn.
Svona lítur staðan svo út á landsvísu í augnablikinu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

4 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Ég sá hluta af þessu, og ég spurði sjálfan mig hvort ég hafi fylgst betur með heldur en "sérfræðingarnir" því sum kortin voru varla með lífsmarki meðan önnur voru mjög virk.

Svo tók ég líka eftir því að sumir gáfu stig til annars frambjóðandans en slepptu hinum þó þeir hafi verið nánast að segja það sama (t.d. í einu tilfellinu benda á augljósan hlut), en bara með öðru orðalagi. Held það sé ljóst að menn séu nokkurn veginn búnir að ákveða hvernig og hvort þeir gefa stig.

27 september, 2008 08:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já ég verð að taka undir þennan pistil að mestu. Þeir voru nokkuð jafnir fannst mér.. (McCain 'what Obama doesn't seem to understand'... og Obama alltaf að gjamma inní 'its not true'var dáltið pirrandi f. báða aðila).

En vá ertu að grínast í þessari Palin konu, þetta er eins og að hlusta á 16ára táningsstelpu tala. Hérna er annar bútur um innsæi hennar http://www.cbsnews.com/video/watch/?id=4478156n Þessi kona mun seint teljast 'articulate'... sérstakl. comment eins og: 'this is just cha..char.. I don't know.. you know' þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur... ekki enn einn heimskinginn í hvítahúsið sem hefur heila á við hænsn.

kv,
ivar

27 september, 2008 13:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

http://mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/pdf//2008-09-27/I2008-09-27.pdf



kv bf

27 september, 2008 17:50  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Biggi: Auðvitað er stór hluti búinn að ákveða sig, sérstaklega hægra megin (sumir myndu kjósa Adolf Hitler ef hann yrði dubbaður upp fyrir GOP) en það merkilega var hvernig hinir óháðu virtust hallast mun meira að Obama.

Ívar: Já, við verðum að horfa á það þegar Biden mætir Palin það getur bara endað á einn veg, þetta er allt mjög Britney-legt - takk fyrir video-ið.

BF: Takk fyrir þessa ábendingu, ertu annars ekki að benda á síðustu síðuna? Þarf að lesa þetta yfir vandlega.
Hvernig er annars lífsins gangur, endilega sendu mér mail ef eitthvað er að frétta.

Kveðja Bjarni Þór.

27 september, 2008 20:45  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim