Á hverju byggist gott siðferði?
Á nítjándu öld var hugmyndin sterk í kristnum samfélögum um að trúin væri grunnurinn að siðferði og trúleysingjar væru siðlausir. En mér finnst slík hugmynd byggð á tiltölulega ljótri mynd af mannskepnunni, sem væri mjög dýrsleg ef hún þyrfti á guðsótta að halda til þess að hegða sér almennilega, afarkosti um líf eftir dauðann í helvíti eða himnaríki. Ég held að það sé ekki uppbyggileg hugmynd. Ef mannskepnan elst upp í uppbyggilegu umhverfi, í faðmi ástríkrar og umhyggjusamrar fjölskyldu og í samfélagi þar sem manneskjan er ekki bara tæki, hálfgerður launaþræll, þá verður hún góð manneskja – hún verður bara góð manneskja. Hún hugsar um aðra, er umburðarlynd og hjálpsöm, og þar að auki mjög sjálfstæð. Hugmyndin um hvernig siðferði hvílir á trú er ekki hugmynd um sjálfstæða veru, heldur veru sem þarf að stjórna til þess að hún hegði sér almennilega og hugsi rétt. Svo ég er eiginlega á móti þessari hugmynd. En þetta er hugmynd sem fer mjög vel saman við samfélag, þar sem meiningin er að stjórna fólki með hræðslu, eins og við sjáum víða, ekki síst í Bandaríkjunum. Sjálfstæði og sjálfræði er byggt á góðri skapgerð, sem myndast í uppbyggilegu samfélagi og fjölskyldu.
-Mikael M. Karlsson
Er lífið ekki dásamlegt?
-Mikael M. Karlsson
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Trú
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim