Örstutt um aðskilnað ríkis og kirkju
Að ræða við þá sem ekki vilja aðskilnað ríkis og kirkju eru að mörgu leyti líkt og að ræða við þá sem vilja halda uppi tollum og höftum á landbúnaði. Rökin eru götótt, rómantíkin í hámarki og reynt að upphefja tengsl milli þjóðarinnar og annars vegar kirkjunnar eða hins vegar landbúnaðarins.
Á meðan landbúnaðardýrkendur tala um bestu vöru í heimi þá benda talsmenn ,,Þjóðkirkjunnar" (þar á meðal núverandi biskup) á þokkukennd hugtök á borð við sögu, siði og menningu (sem þeir ættu fremur að skammast sín fyrir en að upphefja) og að lokum þau þunnu rök sem ég ætla að ræða hér mestmegnis um - en það er að mikill meirihluti landsmanna sé í kirkjunni (mýtan um 90%) og vilji byggja á þeim gildum sem hún stendur fyrir.
Nú ef að þetta stæðist hjá biskupi og ,,Þjóðkirkju"fylgjendum að mikill meirihluti þjóðarinnar sé kristinn og vilji byggja á þeim gildum er þá ekki einmitt rétt að aðskilja ríki og kirkju og afnema sóknargjöld, því varla minnkar við það trú almennings?
Nei, það er auðvitað löngu ljóst að ,,Þjóðkirkjan" er eitthvað ógeðfelldasta hagsmunabandalag landsins og svífst einksins í lygi sinni í þessu lífi og um hið næsta. Þeir vita sem er að ef að ríki og kirkja yrðu afnumin, sóknargjöld felld niður hjá ríkinu og þau hræðilegu lög látin niður falla að barn skráist í sama trúfélag og móður þess, að þá yrðu mjög fáir eftir og hálfrar milljón krónu plús launaseðillinn úr sögunni enda ekki markaður til að einkavæða trúnna nema mjög afmarkað. Mýtan um 90% sem til komin er vegna þess hversu mörg börn skírast stæðist ekki enda innan við helmingur landsmanna sem samþykkir kennisetningar Þjóðkirkjunnar og jafnvel stór hluti þeirra myndi taka skattleysinu fegins hendi og standa utan trúfélags.
,,Þjóðkirkjan" heldur því dauðahaldi í pilsfald ríkisins og neitar í senn að viðurkenna óumflýjanlegan dauða sinn um leið og hún nær engan veginn að festa sig í sessi í okkar nútímasamfélagi. Án ríkisins og hagsmunapottsins sem byggist á skattheimtu hinna trúlausu, mannréttindabrotum á minnihlutahópum auk þess sem hún stendur í vegi fyrir alvöru trúfrelsi er hún einskins nýt. Því þjóðin er að innan við hálfu leyti kristin og mun færri geta krossað við alla kennisetningarnar (tölur árið 2006 sýndu að einungis 8,1% trúðu því að ,,Maðurinn rísi upp til samfélags við Guð") og eru því ekki kristin í raun - allt tal um kristin gildi eða siðgæði eru því einungis hjákátlegur orðaleikur sem algilt siðferði t.d. mannréttindasáttmála, lög og siðareglur geta komið í staðinn fyrir og þjónað mun betur (enda snúast helstu boðorð trúarinnar um guð en ekki manninn og þau sem gera það er hreinlega stolin eða endurnýtt efni).
Siðir og menning þjóðarinnar eru sem betur fer að breytast með miklum hraða í takt við aukna alþjóðavæðingu og menntun þjóðarinnar og með því sagan sjálf - kirkjan er að verða eins og illa lyktandi þorramatur sem eldri kynslóðin grípur til á hátíðarstundum með þeirri undantekningu, að þó að þorramaturinn sé viðbjóður að þá er hann í það minnsta orginal, það er ,,Þjóðkirkjan" og Lútherstrúin alls ekki. Líkt og með þorramatinn er svo öllum bumbult langt fram eftir vikunni eftir eina kvöldstund.
Það er þó varla við því að búast að þeir forpokuðu íhaldsplebbar sem nú sitja á Alþingi Íslendinga skilji að ríkið okkar og trú þá sem hluti þegnanna hefur strax á morgun.
Þú getur hins vegar strax í dag skráð þig úr,,Þjóðkirkjunni" og stoltur sagt barnabörnunum þínum í framtíðinni að þú hafir staðið fremst í hópi þeirra frjálslyndu manna sem vildu virða mannréttindi minnihlutahópa, trúfrelsi einstaklingsins, virðingu gagnvart börnum og stuðlað að bættu heilbrigðu samfélagi Íslendinga. Það væri ekki verra að senda þingmönnunum þínum bréf í beinu framhaldi.
Er lífið ekki dásamlegt?
Á meðan landbúnaðardýrkendur tala um bestu vöru í heimi þá benda talsmenn ,,Þjóðkirkjunnar" (þar á meðal núverandi biskup) á þokkukennd hugtök á borð við sögu, siði og menningu (sem þeir ættu fremur að skammast sín fyrir en að upphefja) og að lokum þau þunnu rök sem ég ætla að ræða hér mestmegnis um - en það er að mikill meirihluti landsmanna sé í kirkjunni (mýtan um 90%) og vilji byggja á þeim gildum sem hún stendur fyrir.
Nú ef að þetta stæðist hjá biskupi og ,,Þjóðkirkju"fylgjendum að mikill meirihluti þjóðarinnar sé kristinn og vilji byggja á þeim gildum er þá ekki einmitt rétt að aðskilja ríki og kirkju og afnema sóknargjöld, því varla minnkar við það trú almennings?
Nei, það er auðvitað löngu ljóst að ,,Þjóðkirkjan" er eitthvað ógeðfelldasta hagsmunabandalag landsins og svífst einksins í lygi sinni í þessu lífi og um hið næsta. Þeir vita sem er að ef að ríki og kirkja yrðu afnumin, sóknargjöld felld niður hjá ríkinu og þau hræðilegu lög látin niður falla að barn skráist í sama trúfélag og móður þess, að þá yrðu mjög fáir eftir og hálfrar milljón krónu plús launaseðillinn úr sögunni enda ekki markaður til að einkavæða trúnna nema mjög afmarkað. Mýtan um 90% sem til komin er vegna þess hversu mörg börn skírast stæðist ekki enda innan við helmingur landsmanna sem samþykkir kennisetningar Þjóðkirkjunnar og jafnvel stór hluti þeirra myndi taka skattleysinu fegins hendi og standa utan trúfélags.
,,Þjóðkirkjan" heldur því dauðahaldi í pilsfald ríkisins og neitar í senn að viðurkenna óumflýjanlegan dauða sinn um leið og hún nær engan veginn að festa sig í sessi í okkar nútímasamfélagi. Án ríkisins og hagsmunapottsins sem byggist á skattheimtu hinna trúlausu, mannréttindabrotum á minnihlutahópum auk þess sem hún stendur í vegi fyrir alvöru trúfrelsi er hún einskins nýt. Því þjóðin er að innan við hálfu leyti kristin og mun færri geta krossað við alla kennisetningarnar (tölur árið 2006 sýndu að einungis 8,1% trúðu því að ,,Maðurinn rísi upp til samfélags við Guð") og eru því ekki kristin í raun - allt tal um kristin gildi eða siðgæði eru því einungis hjákátlegur orðaleikur sem algilt siðferði t.d. mannréttindasáttmála, lög og siðareglur geta komið í staðinn fyrir og þjónað mun betur (enda snúast helstu boðorð trúarinnar um guð en ekki manninn og þau sem gera það er hreinlega stolin eða endurnýtt efni).
Siðir og menning þjóðarinnar eru sem betur fer að breytast með miklum hraða í takt við aukna alþjóðavæðingu og menntun þjóðarinnar og með því sagan sjálf - kirkjan er að verða eins og illa lyktandi þorramatur sem eldri kynslóðin grípur til á hátíðarstundum með þeirri undantekningu, að þó að þorramaturinn sé viðbjóður að þá er hann í það minnsta orginal, það er ,,Þjóðkirkjan" og Lútherstrúin alls ekki. Líkt og með þorramatinn er svo öllum bumbult langt fram eftir vikunni eftir eina kvöldstund.
Það er þó varla við því að búast að þeir forpokuðu íhaldsplebbar sem nú sitja á Alþingi Íslendinga skilji að ríkið okkar og trú þá sem hluti þegnanna hefur strax á morgun.
Þú getur hins vegar strax í dag skráð þig úr,,Þjóðkirkjunni" og stoltur sagt barnabörnunum þínum í framtíðinni að þú hafir staðið fremst í hópi þeirra frjálslyndu manna sem vildu virða mannréttindi minnihlutahópa, trúfrelsi einstaklingsins, virðingu gagnvart börnum og stuðlað að bættu heilbrigðu samfélagi Íslendinga. Það væri ekki verra að senda þingmönnunum þínum bréf í beinu framhaldi.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Trú
2 Ummæli:
En núna er flestir trúaðir á Íslandi... en þeir bara velja og hafna hvað þeim hentar. T.d. trúir fólk yfirleitt ekki á Adam og Evu en trúir því að Jesú hafi verið sonur guðs. Það kýs að virða sumt sem er í biblíunni og annað ekki. Hvað er þetta.. er þetta kristni eða eitthverskonar mixtúra þar sem fólk velur það sem því hentar eða er þetta villitrú samkvæmt lútherisma?
En svo er líka spuring hvort það sé sniðugt að segja sig úr þjóðkirkjunni.. skattpeningurinn rennur þá bara til guðfræðideild HÍ í staðinn. Þar sem menn og konur sem dreymir um að vinna fyrir þetta bákn eru. Þannig maður er dáltið milli steins og slegju hér. Líka ef kirkja og ríki yrðu aðskild.. myndu þá ekki kirkjur landsins grotna niður og atvinnuleysi aukast mikið (prestar). Þar sem 90% mætir yfirleitt ekki í kirkju.. uummm... en eitthvað þarf að gera.
kv,
Ívar
Fólk er ekki trúðara en svo að innan við helmingur þess trúir á helstu kennisetningar kristinnar trúar og aðeins 8,1% trúa á upprisu mannsins til guðs - sem er lykilatriði í kristinni trú og þess vegna er ljóst að meginþorri Íslendinga myndi taka því fegins hendi ef að þvi bæðist 13.000 kr fyrir að standa utan trúfélags.
Hitt er svo algengur misskilningur að skattpeningurinn fari í guðfræðideildina en hann fer í menningarstarfsemi innan Háskólans (sjá betur hér: http://www.vantru.is/2006/03/09/07.30/ )
Það er því full ástæða til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni þó að það standi ekki enn til boða að fá peningana beint í hendurnar.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim