Tvær heimildamyndir
Ég fór og sá tvær fínustu heimildamyndir um helgina sem vert er að minnast á:
Rafmögnuð Reykjavík heitir sú fyrri og fjallar um raftónlistarbyltinguna á Íslandi upp úr 1990, sem var að einhverju leyti önnur pönkbylgja. Myndin er afar hressandi fyrir okkur sem vorum hreinlega börn og sátum við útvarpið að taka upp nýjasta hardcore-ið og svo yfir í að taka upp Party Zone þættina en höfðum engan veginn aldur til að fara á Rosenberg eða á Tunglið frá 1990-1994 - en í þessari mynd má einmitt kíkja inn um skárgatið á þennan tíma með myndefni frá þessum stöðum plús viðtöl við helstu tónlistarmenn og plötusnúaða þess tíma (sem þó hefði mátt vera meira efni). Þar kemur m.a. fram það skilningsleysi sem að þessi kynslóð mætti í upphafi við tónlistargerð með tölvum - eitt mjög svo sniðugt dæmi nefnir Þóhallur ,,Ajax" Skúlason sem ég vill ekki eyðileggja fyrir þeim sem ætla á myndina.
Fyrir mér hefði þessi mynd mátt eingöngu fjalla um tímabilið 1990-1994/5 og þá hefði mátt taka fleiri viðtöl við aðalgerendur þess í nútímanum ef að viðtöl voru ekki til frá þeim tíma, engu að síður er restin af myndinni þ.e. fram til dagsins í dag bæði ágætlega fræðandi og mjög skemmtileg, þó að það séu margar eyður í henni. Það sem mér fannst hvað skemmtilegast við þessa mynd var að sjá hvernig fólk skiptist í hópa eftir klæðaburði. Fyrir þessum 13-18 árum síðan þótti ,,mainstream" liðinu við sem gengum í víðum buxum, hettupeysum, með derhúfur og í old school skóm vera hallærislegir en heimildirnar sýna vel hvor hópurinn var sá bjánalegi enda fyrrnefndi hópurinn í þröngum velgirtum 501 gallabuxum og belti með sylgju, rúllukragabol og vesti yfir hann plús forljótum Hagkaups skariskóm - svo sannarlega ,,mainstream" fólki nútímans víti til varnaðar.
Það var svolítið fyndið að mæta á þessa mynd því að salurinn var nánast fullur af raftónlistarelítunni, ekki einungis tónlistarmönnunum heldur sá maður fólk sem maður hafði ekki séð síðan á ákveðnum skemmtistöðum fyrir nánast eilífð, sem var fyndið - sumir höfðu ekkert breyst á meðan aðrir voru greinilega farnir að vinna í banka.
Niðurstaða: Góð mynd og sérstaklega hressandi fyrir alla þá sem hlustuðu en upplifðu ekki raftónlistarbyltinguna á Íslandi.
Seinni myndin heitir Heilagt stríð fyrir ástina og fjallar um líf samkynhneigðra í samfélögum múslima. Raunar fjallar myndin fremur um einstaklinga sem áður bjuggu í samfélögum múslima en urðu að flýja sökum hættunnar á því að verða drepnir.
Mestmegnis af myndinni fer í að fylgja nokkrum einstaklingum eftir en mér fannst vanta að leikstjórinn færi og næði viðtölum við ráðamenn í þessum löndum eða háttsetta trúmenn (en að slíkt hafi ekki verið gert verður kannski skiljanlegra þegar að kvikmyndagerðarmaðurinn er líka samkynhneigður). Þó voru nokkrir mjög fínir punktar þar sem hinir hugrökkustu úr hópi hinna samkynhneigðu (blandast þó líka við hversu mikið trúarofstæki var í hverju ríki) fóru og ræddu við trúmenn og einn bæði við trúmann og hluta safnaðar. Þar skein í gegn hvers konar afturhaldsseggir það eru sem fara fyrir flestum trúarbrögðum, enda niðurstaðan oftar en ekki islömsk útgáfa af orðum Gunnars í Krossinum en sumir safnaðarmeðlimir voru reyndar ekki eins afturhaldssinnaðir.
Hafi raftónlistarelítan verið áberandi á fyrri myndinni að þá vorum við ekki mörg sem vorum gagnkynhneigð í Iðnó í gær, það kom á óvart að ekki skyldu fleiri menntamenn, trúmenn og/eða stjórnmálamenn láta sjá sig á þessari mynd en það eru ennþá tvær sýningar eftir og mögulega
munu Egill Helgason, Þorgerður Katrín og Karl Sigurbjörnsson láta sjá sig á þeim tveim.
Niðurstaða: Ágæt mynd sem hefði getað verið betri og beinskeyttari.
Er lífið ekki dásamlegt?
Rafmögnuð Reykjavík heitir sú fyrri og fjallar um raftónlistarbyltinguna á Íslandi upp úr 1990, sem var að einhverju leyti önnur pönkbylgja. Myndin er afar hressandi fyrir okkur sem vorum hreinlega börn og sátum við útvarpið að taka upp nýjasta hardcore-ið og svo yfir í að taka upp Party Zone þættina en höfðum engan veginn aldur til að fara á Rosenberg eða á Tunglið frá 1990-1994 - en í þessari mynd má einmitt kíkja inn um skárgatið á þennan tíma með myndefni frá þessum stöðum plús viðtöl við helstu tónlistarmenn og plötusnúaða þess tíma (sem þó hefði mátt vera meira efni). Þar kemur m.a. fram það skilningsleysi sem að þessi kynslóð mætti í upphafi við tónlistargerð með tölvum - eitt mjög svo sniðugt dæmi nefnir Þóhallur ,,Ajax" Skúlason sem ég vill ekki eyðileggja fyrir þeim sem ætla á myndina.
Fyrir mér hefði þessi mynd mátt eingöngu fjalla um tímabilið 1990-1994/5 og þá hefði mátt taka fleiri viðtöl við aðalgerendur þess í nútímanum ef að viðtöl voru ekki til frá þeim tíma, engu að síður er restin af myndinni þ.e. fram til dagsins í dag bæði ágætlega fræðandi og mjög skemmtileg, þó að það séu margar eyður í henni. Það sem mér fannst hvað skemmtilegast við þessa mynd var að sjá hvernig fólk skiptist í hópa eftir klæðaburði. Fyrir þessum 13-18 árum síðan þótti ,,mainstream" liðinu við sem gengum í víðum buxum, hettupeysum, með derhúfur og í old school skóm vera hallærislegir en heimildirnar sýna vel hvor hópurinn var sá bjánalegi enda fyrrnefndi hópurinn í þröngum velgirtum 501 gallabuxum og belti með sylgju, rúllukragabol og vesti yfir hann plús forljótum Hagkaups skariskóm - svo sannarlega ,,mainstream" fólki nútímans víti til varnaðar.
Það var svolítið fyndið að mæta á þessa mynd því að salurinn var nánast fullur af raftónlistarelítunni, ekki einungis tónlistarmönnunum heldur sá maður fólk sem maður hafði ekki séð síðan á ákveðnum skemmtistöðum fyrir nánast eilífð, sem var fyndið - sumir höfðu ekkert breyst á meðan aðrir voru greinilega farnir að vinna í banka.
Niðurstaða: Góð mynd og sérstaklega hressandi fyrir alla þá sem hlustuðu en upplifðu ekki raftónlistarbyltinguna á Íslandi.
Seinni myndin heitir Heilagt stríð fyrir ástina og fjallar um líf samkynhneigðra í samfélögum múslima. Raunar fjallar myndin fremur um einstaklinga sem áður bjuggu í samfélögum múslima en urðu að flýja sökum hættunnar á því að verða drepnir.
Mestmegnis af myndinni fer í að fylgja nokkrum einstaklingum eftir en mér fannst vanta að leikstjórinn færi og næði viðtölum við ráðamenn í þessum löndum eða háttsetta trúmenn (en að slíkt hafi ekki verið gert verður kannski skiljanlegra þegar að kvikmyndagerðarmaðurinn er líka samkynhneigður). Þó voru nokkrir mjög fínir punktar þar sem hinir hugrökkustu úr hópi hinna samkynhneigðu (blandast þó líka við hversu mikið trúarofstæki var í hverju ríki) fóru og ræddu við trúmenn og einn bæði við trúmann og hluta safnaðar. Þar skein í gegn hvers konar afturhaldsseggir það eru sem fara fyrir flestum trúarbrögðum, enda niðurstaðan oftar en ekki islömsk útgáfa af orðum Gunnars í Krossinum en sumir safnaðarmeðlimir voru reyndar ekki eins afturhaldssinnaðir.
Hafi raftónlistarelítan verið áberandi á fyrri myndinni að þá vorum við ekki mörg sem vorum gagnkynhneigð í Iðnó í gær, það kom á óvart að ekki skyldu fleiri menntamenn, trúmenn og/eða stjórnmálamenn láta sjá sig á þessari mynd en það eru ennþá tvær sýningar eftir og mögulega
munu Egill Helgason, Þorgerður Katrín og Karl Sigurbjörnsson láta sjá sig á þeim tveim.
Niðurstaða: Ágæt mynd sem hefði getað verið betri og beinskeyttari.
Er lífið ekki dásamlegt?
6 Ummæli:
jæja bubbi sýndi að það er einhver með eistu í landinu. ég er búinn að vera bíða eftir því að einhver skipuleggi mótmæli og það þurfti ekki minni mann en bubba. Annars vissi ég að þetta mundi gerast þegar samfylkingin kom inn í ríkisssjórnina og verandi með fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í sínum röðum ussssssssss. Þetta væri ekki svona slæmt ef að framsókn hefði verið í við stýrið. En bíðið við þetta er allt í lagi því að Ingibjörg ætlar að stöðva stríðið milli ísrael og palestínu.
kv bf
Burt séð frá aðgerðarleysi Samfylkingarinnar sem er fáránlegt (flokkurinn ætti að vera búinn að hóta því að slíta ríkisstjórn daglega í fleiri mánuði nema að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti aðgerðir til stefnu í átt að ESB)... þá ber Samfylkingin enga ábyrgð á núverandi ástandi. Vorið 2007 var ljóst hvert var að stefna, þáverandi ríkisstjórn ber ábyrgð á núverandi ástandi og Framsóknarflokkurinn var lykilgerandi í mörgum aðgerðum við það að keyra hér allt í klessu. 90%lánin drápu húsnæðismarkaðinn og sendu ungt fólk í skuldafen og ekki var stóriðja flokksins til nokkurs annars en að ýta undir verðbólguna og þá er ótalin hlutur hennar í einkavæðingunni sem berlega sést nú að mistókst í framkvæmd (vegna skorts á regluverki, atriði sem þáverandi stjórnarandstaða og ráðgjafar erlendis bentu oft á).
Þar að auki er Samfylkingin ekki með fjármálaráðuneytið, þar situr dýralæknir í afursætinu á meðan Davíð keyrir áfram á hatri sínu með Geir H. Haarde í kvennmannssætinu.
Á meðan Ingibjörg Sólrún veik og nýkomin úr aðgerð og ennþá stödd í New York, þannig að ekki verður henni kennt um að þessu sinni.
Á meðan er Samfylkingin nánast ekki með og ekki batnar ástandið þegar að Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson taka ákvarðanir sem Samfylkingin fékk ekki einu sinni að vita af fyrr en aðeins átti eftir að skrifa upp á yfirtöku Glitnis.
Samfylkingin kann að bera hluta af ábyrgðinni af aðgerðarleysinu, en hún ber ekki ábyrgð á ástandinu og hefur auk þess þetta ár sem hún hefur verið í stjórn bent á hvaða aðgerðir (upptaka evru og innganga í ESB) hefðu virkað best þó að þær ábendingar hefðu mátt vera mun háværari og hreinlega í formi hótanna, sem nú er of seint að grípa til þegar að enn rýkur í rústunum.
Hvað hefði Framsókn gert? :) Flokkurinn sem ber ábyrgð á núverandi ástandi. Heldur þú að Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir hefðu gert betur í Evrópumálum? Heldur þú að sá flokkur hefði haft einhver ráð við núverandi ástandi? Guðni Ágústsson hefði sennilega viljað styrkja íslenskan landbúnað og það var loksins fyrir mánuði síðan að Valgerður áttaði sig á því að annað hvort yrðum við að taka upp evru eða halda í krónu... eitthvað sem allir voru búnir að tala um í að minnsta kosti 5 ár og núna mánuði seinna sést vel að sú skýrsla hefði engu skilað enda krónan á sama stalli og gjaldmiðill simbabve.
Ef einhver flokkur hefur rétt á að segja ,,I told you so" þá er það VG en sá flokkur hefur engar lausnir núna fremur en Frjálslyndi flokkurinn.
Það er því morgunljóst að ástandið er hörmung lýðræðislega og það að þessi stjórn sé skásti kosturinn segir allt sem segja þarf.
Fyrr en síðar fer Sjálfstæðisflokkurinn að hugsa í takt við kjósendur sína og sjá að stefnan í átt að ESB er óumflýjanleg, því fyrr því betra og hreinlega sorglegt að ekki hafi verið hlustað á raddir innan Samfylkingarinnar mun fyrr, því þá værum við ekki að tala um ónýtan gjaldmiðil, óðaverðbólgu og viðskiptalíf í rjúkandi rúst.
Það eru erfiðir tímar framundan og brekkan verður brött núna í átt að ESB þar sem við erum (vonandi tímabundið) þriðja heims ríki en því fyrr sem það gerist því betra efnahagslega og lýðræðislega.
Ástarkveðja úr kreppunni Bjarni Þór.
en hvað með mótmælin bjarni af hverju eru íslendingar ekki að mótmæla, ég vona innilega að þú ásamt fleirum mæti á austurvöll vopnaður eggjum og látið heyra í ykkur
kv bf
Spurningin er hvort að það sé ekki orðið of seint að mótmæla? Hverju á þá að mótmæla? Ég er alveg til í að láta í mér heyra, en ég veit hreinlega ekki lengur að hverjum sú reiði ætti að beinast - það eru eiginlega of margir hálfvitar.
En ég myndi líta framhjá því ef að einhver mætti með barefli og bankaði uppá hjá nokkrum mönnum.
Kveðja úr kreppu og snjó, Bjarni Þór.
hverju á að mótmæla, gætir byrjað á að fara fyrir framan ksí og mótmælt leiðinlegri knattspyrnu landsliðsins. Svo gætirðu mótmælt gegn kirkjunni, lélegri tónlist í útvarpi,ömurlegum stjórnmálamönnum, að vinur þinn fékk ekki fálkaorðuna, að ír sé ekki komið með íþróttahús, slæmri stöðu öryrkja og aldraða, plássleysi á leikskólum osfrv.
og nei það er aldrei of seint þó fyrr hefði verið betra
kv bf
Ég sé að ég verð að hætta í vinnu og skóla til að halda uppi mótmælum :)
...því þetta sem þú nefnir er aðeins toppurinn á ísjakanum.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim