mánudagur, desember 22, 2008

Fullveldið og ESB

Eiríkur Bergmann sparaði mér tímann með því að rita góða grein um fullveldið og ESB sem birtist í Fréttablaðinu 20. des og ég mæli með að allir lesi áður en þeir munu standa frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um ESB.

Ég vill bæta við tveimur punktum til glöggvunar:

1. Fyrir þá sem þora ekki inn í ESB vegna breytinganna er rétt að benda á þau svið sem eru nú þegar ekki til staðar með hinum víðtæka EES samningi og Eiríkur telur upp:
A) Landbúnaður - sem bændur munu loksins átta sig á að er hentugra fyrir þá þegar að ríkið byrjar að skera niður styrkjakerfið - allur almenningur mun fagna fjölbreytileika og ódýrari matarverði.
B) Sjávarútvegurinn - sem sérstaka grein þarf til að ræða um.
C) Utanríkisviðskipti, Efnahags og myntbandalagið - en þessi liður þ.e. evran og stöðugleiki er meginástæða þess að til umræðu er að stíga hið stutta skref frá EES til ESB.
Síðasta atriðið snýr svo að því að við fáum lýðræðislegan þátttökurétt sem við höfum ekki núna með EES samningnum.

2. Mér finnst undarlegt að Eiríkur noti ekki skemmtilegustu og einföldustu rökin fyrir þá sem eru hræddir við tap á fullveldi en það er tilvitnun í Clement Attle fyrrv, forsætisráðherra Breta. Inntakið er að líkt og almenningur framselur hluta af sínu einstaklingsbundna fullveldi innan múra þjóðríkisins til að öðlast meira frelsi - hvers vegna ætti slíkt ekki einnig að eiga við um þjóðir í alþjóðlegu samhengi? Annars svarar greinin þessu mjög vel á einföldu máli.

Þegar allt kemur til alls eru það hagsmunir almennings og þjóða sem ættu að vera uppistaðan í upplýstri ákvarðanatöku en ekki innantómur þjóðrembingur borin uppi af tilfinningarökum .

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

yo... búinn að tékka á þessu: http://evropunefnd.is/ það er mér óskiljanlegt afhverju samfylkingingin sé ekki búinn að setja upp svipaða síða. Það er ekki bara nóg að segja við erum pro-esb þeir þurfa lík að sannfæra fólk og setja upp neytendavæna síða svipaða þessari sem sjálfstæðisflokkurinn hefur hent upp.

Annars finnst mér þessi síða xD bara ágæt. Það er samt skondið að sjá að flest comment-in og margir pistlanir þarna snúast um fullveldið (reyndar er Lisabon sáttmálanum gefið ágætis skil). En það er greinilegt að harði kjarni xD heldur áfram að tefla fram þjóðernisspilinu. Þessi röksemdarfærsla hefur verið eins og eitur í allri evrópu-umræðunni frá upphafi. Mér sýnist á öllu að þjóðernisspilið verði sterkasta vopn andstæðinga og mun koma í veg fyrir að málin verði rædd af skynsemi. Skynsemi sem snýst fyrst og fremst um kosti og galla aðildar. En eins og þú komst inná í pistilinum á undan þessum (almost heven) þá er eitthvað ósýnilegt hugtak um 'formlegt fullveldi' sterkara en stöðuleiki og uppgangur/endurreisn í hugum margra.

ciao,
ivar

23 desember, 2008 00:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Nei, ég þarf að mergsjúga þessa síðu við fyrsta tækifæri og já þetta er skandall með Samfylkinguna, það ætti auðvitað að vera til álíka síða hjá flokknum fyrir löngu.

Þjóðernisspilið er svona svipað og að sveifla Joker eða öðrum þýðingarlausum spilum í spili. Það er í rauninni ótrúlegt að þetta sé að gerast á 21.öldinni og menn séu ekki búnir að skjóta þann bjánaskap niður - eins og að hugtök á borð við fullveldi séu séríslenskt fyrirbæri :)

Kveðja Bjarni Þór.

23 desember, 2008 11:39  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim