fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Alberto Aquilani hinn nýji Alonso?

Liverpool virðast þegar þetta er skrifað vera að ganga frá kaupum á ítalska miðjumanninum Alberto Aquilani – kaupverðið samkvæmt ensku pressunni ku vera 20 milljónir punda. Liverpool aðdáendur missa saur og telja þennan kappa skyndilega betri en Alonso, sem fyrr í vor var þó besti miðjumaður í Evrópu. Youtube myndbönd fljúga og allir á eitt sáttir um að þarna sé á ferðinni maður sem ekki aðeins getur dreift boltanum eins og Alonso heldur sé hann einnig fljótari, sterkari, meira sóknarþenkjandi og mikill markaskorari.
Tölfræðin segir okkur samt að Liverpool menn ættu að bíða örlítið með sáðfallið. Aquilani hefur nefninlega á síðustu 5 tímabilum spilað samtals 102 deildarleiki fyrir Roma (sem gerir ca. 20 leiki á ári). og í fyrra spilaði hann einungis 14 leiki, en gamli maðurinn Giggs sem spilaði víst svo fáa leiki spilaði tvöfalt fleiri eða 28 deildarleiki. Liverpool ætti því a.m.k. að kaupa aukamann á miðjuna sem varaskeifu ef að ítalska heljarmennið verður álíka brothætt og á Ítalíu.
Það verður einnig að teljast nokkuð skrýtið að Rafa sé tilbúinn að taka 20 milljóna punda áhættu og borga þeim manni góð laun (talað um 90.000 evrur á viku) en tók ekki áhættuna að fá Liverpool goðsögnina Owen frítt á lágum launum (20.000 pund hjá United + bónusar) sem þó spilaði 27 deildarleiki í fyrra og 29 leiki tímabilið áður.
En hvað með hitt? Einfalt svar: Það verður að ráðast með tímanum.
Aquilani kann að virka sterkur og fljótur í ítalska boltanum en það er einnig sú deild (af þeim stóru) sem er mest hægfara og veikburða. Aquilani getur vissulega skotið sbr. Youtube myndbönd en það gat Riise einnig, vandamál þess síðarnefnda var að hitta á markið, tölfræði Aquilani bendir til þess að hann sé ekki heldur óskeikull, 9 deildarmörk í 102 leikjum fyrir Roma (aldrei skorað fleiri en 3 deildarrmörk á einu tímabili) – Alonso var með 4 stykki á síðustu leiktíð. Gæti hann orðið betri fyrir Liverpool en Alonso? Mögulega, en hann þarf að haldast heill, falla strax inn í liðið og vera sterkur andlega (sem hefur ekki verið hans sterka hlið að mati ítalskra blaðamanna) til að geta orðið verðugur eftirmaður. Hann ætti þó að vinna hug og hjörtu vinstri sinnaðra verkamanna sem eru hjarta og sál Liverpool (eins og annara verkamannaborga) því sagan segir að Aquilani sé hallur undir hægri öfgamanninn og fasistann Mussolini.

Er lífið ekki dásamlegt?

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku bjarni minn hvernig nennir þú þessu.

07 ágúst, 2009 18:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Köttur í sekk, enn og aftur.

KD

07 ágúst, 2009 22:15  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hver er fyrri ,,Nafnlausi" aðilinn?

:)

08 ágúst, 2009 08:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sko meira segja tómas gæti komið vel út á youtube það er ekkert að marka það. Annars held ég að þessi kaup séu fín úr því sem komið var, fyrst alonso var svona æstur í að fara. Lítur ágætlega út á pappírunum þessi gutti en á eftir að losa sig við meiðslin og sanna sig en við skulum nú gefa honum séns. Finnst ekki alveg sanngjarnt að líkja honum við riise, en vona ég bara að hann stingi upp í þig bjarni minn eins og torres gerði svo yndislega
kv bf

11 ágúst, 2009 17:42  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ætlunin var ekki að lýsa honum sem Riise á annan hátt en með skotin. Liverpool aðdáendur telja að þeir séu (einmitt vegna youtube myndbanda) búnir að fá mann sem raðar inn geðveikum þrumuskotum en eins og með Riise þá segir tölfræðin annað þó að það sé hægt að setja saman myndalegt youtube myndband með honum.
Hins vegar sýndi tölfræðin hjá Torres líka að hann skoraði fáránlega fá mörk miðað við mínútufjölda á Spáni en svo var allt annað uppi á teningnum á Englandi. Við verðum því að sjá til, en byrjunin lofar í það minnsta ekki góðu (4-8 vikur frá vegna meiðsla).

Kveðja Bjarni Þór.

12 ágúst, 2009 07:32  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim