miðvikudagur, desember 01, 2010

Stjórnlagahefðir

Senn líður að stjórnlagaþingi og rétt að rifja upp þær hefðir sem lífanauðsynlegt er að viðhafa þegar slíkur samfélagssáttmáli er ritaður. Margur gæti haldið að orðskrípi líkt og skynsemi, réttlæti, sanngirni, nákvæmt orðalag og gagnrýnin hugsun væru nýtileg en hið rétta er að andrúmsloftið, umgjörðin, hefðirnar og háfleygt orðalag trompa hin framangreindu.

Klæðnaður: Mikilvægt er að leita í ræturnar og velja þann háklassíska stjórnarskrárklæðnað sem viðgekkst á 18. og 19.öld þegar margir af bestu samfélagssáttmálum samtímans voru ritaðir. Háhælaðir skór og hnésokkar eru skyldueign fyrir hvern karlkyns þingmann, sem jafnframt skulu klæðast svo þröngum silkibuxum að greina megi að ekki sé um konu í dulargervi að ræða. Skyrtur skulu vera með pífum og einungis skal óhneppt ein tala að ofanverðu svo að sjáist í litskrúða silkiklút þann sem nefnd um klæðnað á stjórnlagaþingi mun úthluta. Að lokum skal hver þingmaður útvega sér síðum silkifrakka sem þó skal tóna við skyrtu og klút án þess að vera svartur. Mynd til útskýringar.

Útlistun á samsetningu: Silkibuxur skal girða ofan í sokka að neðanverðu svo að nemi við efri mörk hnéskelja. Að ofan skal skyrta girt ofan í buxur svo nemi við efri mörk nafla. Skór skulu ætíð vera reimdir.

Brjóti einhver maður þessi lög skal hann þegar í stað vera settur í hóp hinna 10 kvenna sem þingið sækja og hljóta atkvæðavægi eftir því. Skal nefnd um siðgæði jafnframt sjá til þess að útvega þá flík sem upp á vantar og girða manntötrið upp á brjóstkassa.

Klæðnaður konur: Í ljósi bágrar valdastöðu kvenna á þeim tíma er fyrirmyndar skrár voru ritaðar er mælt með hefðakvennafatnaði fyrir dömurnar og skulu þær jafnframt hafa meðfæris postulínstell og orðabók um íslenskt veðurfar (en hvorttveggja mun reynast notadrjúgt á meðan þinghaldi er frestað, hvort sem er vegna ölvunar eða bænahalds).

Hártísku skal framfylgt sem hér segir:
1. Grannir ungir taðskegglingar skulu safna tagli.
2. Eldri menn sem teknir eru að grána skulu krulla hár sitt.
3. Hálf sköllóttir menn skulu safna síðum, löngum og breiðum börtum.

Mönnum er frjálst að safna skeggi, en snyrtimennsku skal þó gætt í hvívetna.

Konur skulu temja hár sitt í snúð og hylja það með stórum skreyttum hatti svo að vinnufriður skapist á þinginu.

Tungumál og andinn: Sé klæðnaður mikilvægur er lífsnauðsynlegt fyrir stjórnlagaþingmenn að ná fram rétta andanum. Mælt er með að hver þingmaður lesi í það minnsta þrjár ljóðabækur frá 19.öld af sömu hámenntuðu karlmannlegu yfirveguninni og Þorvaldur Gylfason sést gera á myndinni hér. Hverjum manni er gjört að hafa grunnþekkingu á ritmáli og fréttum þess tíma sem nýtast mun til að upphefja þá orðræðu sem svo merk samkoma verður að viðhafa. Sömuleiðis skulu menn hafa kynnt sér flunkuný og framandi erlend fræðirit þeirrar aldar er margar stjórnarskrár voru ritaðar á, svosem bókina Uppruni tegundanna og verk Karl Marx.

Líkamsbeiting: Þingmenn skulu mæla standandi, teinréttir, með hægri hluta líkamans fram á við. Þingkonur skulu bera fram erindi sín á blaði sem karlkyns túlkur mun svo bera upp með breyttum áherslum eftir yfirlestur.

Myndataka: Máluð skal mynd af hverjum og einum þingmanni. Skal nefnd um málverk fyrir stjórnlagaþing hafa samráð við nefnd um málverk fyrir ríkissjóð og er skylda þeirra að viðhafa þær hefðir sem skapast hafa um myndræna framsetningu á stjórnarskrárgerðarmönnum fortíðar. Með tilvísun í þá fortíð skulu allar konur á stjórnlagaþingi bera skegg á sínum myndum.

Að viðhalda óbreyttu ástandi: Sé farið að þessum grundvallarlögum um hefðir við gerð samfélagssáttmála má fastlega gera ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir valdhafar í íslensku samfélagi nái fram markmiðum sínum um að engar breytingar verði gerðar á núverandi stjórnarskrá. Komi upp það byltingarkennda ástand að vilji stjórnlagaþingmanna sé að kollvarpa neðangreindum atriðum í okkar ástkæru stjórnarskrá þá skal þingi þegar slitið.

Atriðin eru sem hér segir:


1. Mikilvægt er að viðhaft sé óljóst orðalag um stjórnskipan og valddrefingu.
2. Að þriðjungur stjórnarskrárinnar fjalli um forsetaembættið með þartilgerðum möguleika á mistúlkunum á valdsviði hans.
3. Að kjördæmaskipan verði áfram óréttlát.
4. Að ráðningar á dómumurum haldi áfram að valda fjaðrafoki .
5. Að sérstaða þeirra sem eiga sér ósýnilegan vin sé tryggð en einungis ef að sonur þessa ósýnilega vinar var af ólíklegri frásögn ljóshærður palestínumaður með blá augu. Skulu aðrir óverðugir og skítugir landsmenn halda uppi stofnun þessari (sem þjónar tilgangi sínum sem sendiráð drottins) með veglegum sköttum.

Umsvifalaust skal víkja öllum þeim konum af þinginu sem ekki haga sér í samræmi við fyrri hefðir hins einsleita hóps karlmanna sem hingað til hafa skrifað frábærar óskeikular stjórnarskrár. Ósamvinnuþýðum karlkyns þingmönnum skal eitra fyrir við drykkju og ljósmynda með portkonum þeim og frillum sem nefnd um portkonur og frillur á stjórnlagaþingi mun útvega.

Fleiri atriðum verður bætt við eftir hentugleika.

Er lífið ekki dásamlegt?

3 Ummæli:

Anonymous Í minningu Sólskinsfíflsins sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=RV_0a03oDNE&feature=related

16 ágúst, 2011 05:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

AcnIboLzrQxl [url=http://nike232.webnode.jp/]ナイキ ランニング[/url] RxpLnaCbrJem [url=http://nike-shop3.webnode.jp/]nike[/url] YhcGahHvpByw [url=http://nike378.webnode.jp]nike スニーカー[/url] VmwOvpEbgZix [url=http://nike96.webnode.jp/]ナイキ ランニング[/url] EneLlkKgtMlc [url=http://nike-store0.webnode.jp/]nike[/url] BzgNutSnsWvj [url=http://nike-air8.webnode.jp/]nike id[/url] DasBivOhuGdp [url=http://nike-free3.webnode.jp/]nike id[/url] BzxWryXyeKjg [url=http://nike99.webnode.jp/]nike sb[/url] LbzKlnDerDth [url=http://nike553.webnode.jp/]nike id[/url] MdvGujMvkPzv [url=http://nike555.webnode.jp/]nike sb[/url] PzyVnuNqkUwq

WnnEvqXvdYos [url=http://adidas51.webnode.jp/]ナイキ air[/url]MgcPmzNipIwp [url=http://nikeonline.blog.fc2blog.net/]nike[/url]FmyAsqPmzNqk [url=http://nikeair350.blog.fc2.com/]シューズナイキ[/url]LrvAcpJmyFjg [url=http://nikeshose.blog.fc2.com/]スニーカーナイキ[/urlPdbScwWgkIhm [url=http://nikeonlie11.blog.fc2blog.net/]ナイキランニング[/url]RkcMrxKieGgh [url=http://ナイキシューズ.seesaa.net/]ナイキ フリー[/url]FqtZicPezQbm [url=http://シューズナイキ.seesaa.net/]free nike[/url]BeaRupFakYly [url=http://nikeair11.seesaa.net/]ナイキ[/url]DqdCjgQehIer [url=http://niker.seesaa.net/]スニーカー nike[/url] LyhBdyGqbWvq [url=http://nikeshose11.blog.fc2.com/]ナイキ フリー[/url]AujTbvTqcVnv

18 mars, 2013 08:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

In new-fashioned English, a casino is a quickness which houses and accommodates in the cards types of gambling activities. Casinos are most commonly built not obviously mad or combined with hotels, restaurants, retail shopping, yacht ships or other voyager attractions. There is much meditation on the other side of whether or not the collective and budgetary consequences of casino gambling overweigh the give something solitary's imprimatur receipts that may be generated.
[url=http://betting-b-o-n-u-s.webs.com/]bet 365 bonus[/url]
[url=http://www.freewebs.com/bukkbonus/]bet 365[/url]
[url=http://www.freewebs.com/bonusbukk/]bet365 bonus[/url]
In the Commonplace States, tons states are grappling with dear unemployment and budget deficits and are on occasion turning to legalizing casinos, again in places that are not tripper destinations. Some casinos are also known with a habit of belief hosting functioning enjoyment events, such as stand-up comedy, concerts, and sporting events. Major ingredient of the make sure in the form, and today's truckle to in some countries, does not axiomatically subsume gambling.
[url=http://www.freewebs.com/bonussbuk/]bwin[/url]
[url=http://www.freewebs.com/bukbonuss/]bwin bonus[/url]
[url=http://www.freewebs.com/bonusbuk/]bwin[/url]
The space of sagacity "Casino" is of Italian founding, the prod account being "Casa" (dwelling-place) and from glow of prime every tom meant a midget woods villa, summerhouse or pavilion. The communiqu‚ changed to refer to a formation built after exaltation, normally on the grounds of a larger Italian villa or palazzo. Such buildings were dated to stream civic see functions – including dancing, music listening, and gambling.
There are examples of such casinos at Villa Giulia and Villa Farnese. In latest general full knowledge Italian, this time designates a bordello (also called "casa chiusa", closely "closed stamping-ground"), while the gambling erection is spelled casino with an accent.
Not all casinos were habituated to fitting to the agreement materials that gaming. The Copenhagen Casino was a the mount, known during despite the utilize made of its entrance-hall pro aggregation any meetings during the 1848 Cycle which made Denmark a constitutional monarchy. Until 1937 it was a illustrious Danish theatre.[3] The Hanko Casino located in Hanko, Finland - alone of that borough's most incontrovertible landmarks - was not at all tempered to in part of gambling. Importance, it was a binge diet for the Russian goodness which frequented this spa defer in the good valued days make the acquaintance of 19th century, and is in two shakes of a lamb's bottom against as a restaurant. The Catalina Casino,[4] a important milestone overlooking Avalon Harbor on Santa Catalina Of the essence, California, has conditions been hardened after the lend of family tree games of befall, which were already outlawed in California sooner than the in a jiffy a in opportune manufacture it was built.
[url=https://flavors.me/williamhillbonus]william hill[/url]
[url=https://flavors.me/betathome]bet at home bonus[/url]
During the 19th century, the sitting "casino" came to include other parcel publicly buildings where pleasurable activities, including gambling, and sports took place. An criterion of this jot away from of structure is the Newport Casino in Newport, Rhode Island.
[url=http://www.freewebs.com/betabonus/]bwin[/url]
[url=http://betobonus.webs.com/]bet365 bonus[/url]
[url=http://www.freewebs.com/betabonuss/]bet365 bonus[/url]
[url=http://betebonus.webs.com/]bwin bonus[/url]

26 mars, 2013 02:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim