fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ljóðað á lausráðna

Þó ég flestum þætti ljótur
þokka fæstir merktu hjá mér
æ minn þriðji og frásti fótur
fjörgaði sem ég kviðnum á þér

lá og slómó leyfði smjúga
löðrandi kóral mjúka rifu
renna inn göng vel gljúp það frúa
gersemi fannstu að efnin voru ekta - vel þau hrifu

þó ég væri í þriðja klassa
þræddu króka flestir hjá mér
vel þótti sumum sumt vel passa
að sjúga eða bora í með klofið á sér

ekki er löng sú leið sem fæ ég
litið framundan héðra í móðu
brátt fer önd mín skrámuð skæveg
skilja kýs ég við í góðu

þér sem hafið hýst minn eina
hollvin þorsta sárum fjarri
megi drottinn drátt senn reyna
-djöfli þægt þótt rúmið marri

yðar gásir englar kanni
einn nýr í kjölfar þess á undan
meydóm til forna farinn sanni
fræði þeirra er stífan munda hann

sjúkraliðalausgirðin
leyfði sæluvott að þrífast
fyrir miðju og margan hringinn
með sín kaun sem þarmeð ýfast

farðu nú úr flíkum þeim er
flís helst líkar augu baga
bera hægt því brátt ég heim fer
- brjóst og loðinn kríki und maga

létta þungu feigðarfargi
af fegurð kvölds og lífs sem fjarar
út og nakin nærðu bjargi
nauða af sál í viðjum karar

stígðu dans svo dvelji stundin
dásamlegt og aldrei líði
burt er lokist leiðust sundin
lofnartöfrum för mín hlýði

meðan dansinn dunar villtur
dæla kirtlar vessum virkir
rúinn hverri spjör og spilltur
spýtir kroppur eitri er styrkir

aftur lá með augu er glóðu
en út á gólfið limir teygðu
sig en ásýnd sælur tróðu
sem ein mara - hvað þau eygðu

meðan enn var önd í nösum
engan fýsti að vita hið sanna
skreyta líf sitt fíflið frösum
fæstir djúpið meika að kanna

þó ég meira en þætti ljótur
þokka fæstir bæru á kennsl hjá mér
æ minn þriðji og frásti fótur
fjörgaði hana mestalla á þér

Höf. Megas

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim