miðvikudagur, desember 14, 2005

Áskorun á þig kæri lesandi - ætlar þú að skorast undan henni?

Það er að mínu mati sláandi auglýsing í Morgunblaðinu í morgun. Þar er talað um að Nýr brunnur sem getur séð 1000 manns fyrir vatni í marga áratugi kosti 120.000 kr. Það gera 2.500 kr. fyrir tæplega 50 manns samkv. auglýsingu (en 48 samkv. áreiðanlegum útreikningum). Ég veit að við erum öll fátæk, skuldug og það eru að koma jól en með samhentu átaki ætti þetta að takast léttilega. Þetta er nú á algjöru frumstigi en er vilji hjá lesendum fyrir því að auglýsa þetta á síðunni sinni og tala kannski við ættingja og vini og leggja saman í einn brunn?
Ætla að vona að ég sé ekki að þröngva þessu upp á neinn en hvað segja Haukur og Harpa, Arna, Daði, Viðar, Andri og Linda, Henrik og Ólafur Þórisson (ekki það að þeir séu par) og þið ykkar hin sem lesið þessa síðu og eigið bloggsíðu (eða ekki)? Svo má auðvitað skora á aðra bloggara út fyrir þessa hér að ofan.
Er ekki smá jólafílingur yfir því að veita 1000 manns vatn í Mósambík eða Úganda? Sleppa því að panta einu sinni pizzu og safna saman fyrir einum brunni? Eða gabba ömmu og afa til að leggja málefninu lið í staðinn fyrir einhver rúmföt sem þið eigið pottþétt eftir að fá annars í jólagjöf – þá eru báðir aðilar glaðir.
Ef við 10 leggjum í púkk, þá þarf hvert okkar einungis að sannfæra 4 einstaklinga um hið sama – það er varla stórt vandamál?
En þetta liggur hjá ykkur, ég er því miður ekki nógu ríkur ennþá til að standa í þessu einn, en vonandi mun þessi elíta geta gefið hvert sinn brunn í framtíðinni.
Baráttu- og jólakveðja. Í barnslegri einlægni Bjarni Þór Pétursson.

Aðrir líklegir gefendur?

24 klúbburinn
Stjórnmálafræðiklúbburinn
Magic Johnson showtime klúbburinn
Slegið og hlegið ljóðaklúbburinn (sem reyndar eru allir tilteknir hér að ofan)
Vatnaliljur
Laugalínur
Sturtukórinn Hafliði
Kallaklúbburinn Clint
Klámmyndaklúbbur Stiftsyfirvalda
Hrútarnir
Er ég að gleyma einhverjum?

Endilega commentið á hvað ykkur finnst, spurning hvort að það sé jafnvel hægt að skora á Bjögga bankastjóra að splæsa í einn brunn ef að 49 fátækum námsmönnum og Hauki (mjehehe) tekst það?

18 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú gleymir Sveittum gangavörðum og mönnum aðgerðaleysis.

14 desember, 2005 10:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvar er þessi auglýsing?

14 desember, 2005 11:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að Hafliði og Showtime séu pottþéttir þáttakendur í þessu ágæta framlagi !

14 desember, 2005 13:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mig minnir nú að þetta hafi verið forsíða á sérblaði tengdu jólunum - sá þetta í vinnunni í nótt.

Það er ánægjulegt að sturtukórinn Hafliði ríði á vaðið og er þetta vonandi það sem koma skal.
Kv.Stiftamtmaðurinn

14 desember, 2005 16:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

er menn með reikningsnúmer eða verður þetta (Johnny) Cash?

14 desember, 2005 16:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er spurning hvort ef af verður, hvort að það sé hægt að láta ákveðinn starfsmann ákveðins banka sjá um að stofna reikning.
Það er einhvern veginn svo traustvekjandi að leggja inn á reikning er maður að nafni Hagnaður hefur stofnað, peningarnir hljóta hreinlega að tvöfalda gildi sitt í hans vörslu. Hvað segir Hagnaðurinn við þessu?
Ég lýsi hér með yfir mikilli ánægju minni með Kaldur Bnútsson og Hr. Garcia.
Ég gleymi auðvitað Sveittum gangavörðum og mönnum aðgerðarleysis en er Daðteinn Már tilbúinn að fórna 5 jarðaberjasjeikum fyrir fólk sem er að deyja úr vatnsþorsta?
Kv. Bjarni.

14 desember, 2005 17:12  
Blogger Linda sagði...

Andri Fannar og Linda eru með:)

14 desember, 2005 20:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

fyyrir hönd stiftsyfirvalda segi ég, Biskupinn yfir Íslandi, að við eigum að gefa lítilmagnanum brunn til brúks, og tryggja velmegun sem flestra. Et nomini patre, et fili et spiritus sancti, amen.

15 desember, 2005 00:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já maður er nú með aumt hjarta...fyrir hönd okkar hjóna erum við með í þessu fína framtaki. Hagnaðurinn hlýtur að dobbla Bjögga og fleiri fína gaura.


Ps. Spurning um Pepsi Max brunn næstu jól? ;O

Harpa

15 desember, 2005 01:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki ef að Feministafélagið fær einhverju um ráðið. Ætli þeir reyni að koma í veg fyrir framleiðslu þess. Enda sér hver maður að auglýsingar Pepsi Max ýta undir klámvæðingu og mansal:)
Svona er jafnan:
Sér auglýsingu= kaupir PepsiMax og klámmynd = fer síðan út á götu og nauðgar konum og flytur svo nauðugar konur frá A-Evrópu:)
Allt útaf Jólasveininum í PepsiMax auglýsingunni:)
Kv.Bjarni

15 desember, 2005 08:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég lýsi yfir ánægju minni með Biskupinn og vona að hann jafnvel bendi góðu fólki á þetta málefni.
Eins ,,hinu parinu" Andra og Lindu, en glæsilega mynd og texta má einmitt sjá af Andra í sérblaðinu Allt í fréttablaðinu, hvet ég alla til að tússa svart Hitlers skegg á myndina til að sýna hvað þeir frændur eru líkir;)
Kv.Stiftamtmaðurinn

15 desember, 2005 08:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Andri klæðist einungis fötum frá Armani og Hugo Boss...
Ætli maður geti ekki fórnað nokkrum sjeikum.

15 desember, 2005 11:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ok ég er sátt við vatnið! ;) Þú sannfærðir mig....

Harps

15 desember, 2005 12:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta framtak minnir mann bara á rímu Megasar og Dylans sem þeir ortu þegar þeir gistu á Hostel Rotta á Ítalíu og vöktu fram á nótt hlæjandi eins og smá stelpur, saman í svefnpoka því pokinn hans Dylans var blautur eftir að hann hafði drukkið of mikið gos fyrir svefninn.

Brunum útí banka,
leggjum inná brunn,
vilja væta kverkar,´
við Jóla-gvendarbrunn.

Þess má geta að daginn eftir lagði Megas bókhaldsdrauminn á hilluna og fór að yrkja ljóð. En Dylan fékk sér aldrei aftur gos.

15 desember, 2005 14:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehehe. Já þetta er merkilegur fundur, þ.e. að finna sameiginlega vísu með meisturnum.
Ég fagna líka öðrum meistara og mikilli fórna hans á jarðaberjasjeikum.
Hitti líka Ólaf Þórisson sem ætlaði að leggja hönd á plóginn.
Þetta er afar hressandi og ánægjulegt að allir séu með.
Kv. Bjarni

15 desember, 2005 20:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það koma fréttir bráðlega af reikningsnr. og öðru slíka.
Með gleði í hjarta, Bjarni.

15 desember, 2005 21:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

eða slíku (svona eftir því hvort fólk vill tala rétta íslensku eða ekki)

15 desember, 2005 22:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

beðið er eftir reikningsnúmeri, því menn vilja einnig auglýsa á sinni síðu

16 desember, 2005 03:49  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim