miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Þennan dag árið 1953 í Mánudagsblaðinu - Kynvilla á Íslandi

Á þessum tíma var uppi stórmál í Bretlandi um svipað efni og þótti pistlahöfundi því rétt að spyrja hvort kynvilla væri að aukast á Íslandi en sagði svo um ástandið:
,,Það er vitað mál, að um áraskeið ef ekki öldum saman, hefur þetta loðað við einstaklinga hér þó lágt færi. Svo er þó að sjá, að þessi hópur manna hafi aukist, og, það sem verra er, að fullorðnir menn hafa tælt pilta á gelgjuskeiðinu til að eiga mök við sig. Blaðið mun ekki birta nöfn í þessu sambandi, enda þarfleysa og, sem slíkt, tilgangslaust.
Merkir læknar hér hafa upplýst blaðið um það, að veikgeðja unglingar geti orðið ,,homosexuals" ef þeirra er freistað á þessu sviði af eldri mönnum eða jafnöldrum sínum, sem tekið hafa ,,sjúkdóminn" beinlínis jafnframt kynþroska sínum og aldrei verið það sem kalla má ,,normal".

Lesa má þessa skemmtilegu frétt alla í bókinni ,,Ísland í aldanna rás 1951-1975" á bls 35

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim