laugardagur, desember 10, 2005

Ungfrú Heimur

Fréttaritari fylgdist grannt með keppninni ungfrú heimur á sjónvarpsstöðinni E TV.
Eftir keppnina tók sjónvarpsstöðin viðtal við hana þar sem meðal annars kom fram að það hafi verið lítið atvik fyrir nokkrum árum sem hafi orðið til þess að hún snéri blaðinu við, gefum Unni Birnu orðið:
,, Fyrir nokkrum árum var ég orðin frekar hirðulaus og löt, og sá í rauninni ekki mikinn tilgang í lífinu... ég var með flokk uppi í Breiðholti sem ég átti að stjórna. Ég mætti yfirleitt of seint enda drakk ég stíft á þeim tíma og svaf síðan bara í vinnunni. Það sem varð til þess að ég snéri blaðinu við var þegar háttsettur maður innan Reykjavíkurborgar hellti sér yfir mig og bað mig vinsamlegast um að taka mér tak - eftir þennan reiðilestur varð ég staðráðin í að láta eitthvað verða úr mér og hvað er betra en fegurðarsamkeppni til að sýna fram á að ég er fallegri og betri manneskja en flestir í þessum heimi. Ég vil koma þökkum til þessa mikla Meistara sem kom vitinu fyrir mig"
Fréttaritari mun reyna að leita þennan mann uppi og taka við hann viðtal, en þangað til þá þökkum við honum kærlega fyrir sitt framlag.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta var golden moment.

E-ð sem vert er að minnast um alla ævi.

10 desember, 2005 21:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

"Ég vil koma þökkum til þessa mikla Meistara sem kom vitinu fyrir mig"

Þú skrifar Meistara með stórum staf!

Ekki er þetta Meistarinn sjálfur?
... a.k.a. Dauðinn...

10 desember, 2005 21:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei ekki er hér átt við mig. Fréttaritari á hér við hinn magnaða Stiftamtmann sem í u.þ.b. áratug hefur gegnt ábyrgðarstörfum fyrir Reykjavíkurborg og látið til sín taka svo um munar.

11 desember, 2005 12:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

... og var meðal annars fyrsti maður sögunnar til að slá með orfi, ber að ofan.

11 desember, 2005 13:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það má segja að sagan hafi aukið sagnagildi sitt til muna eftir gærdaginn.
Það var skemmtilegt að sjá Hauk Hólm rjúfa útsendingu á NFS til að færa okkur þessar stórfréttir, hann var mjög kjánalegur þegar að hann reyndi að gera eitthvað meira úr þessari frétt en var.
Kv.Stiftamtmaðurinn

11 desember, 2005 18:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim