Sælla er að gefa en þiggja.
Núna hefur verið stofnaður reikningur fyrir þessa söfnun (okkar). Hugmyndin er að safna þessum 120 þús kr., prenta stóra ávísun (svona fótbolta-ávísun, þið vitið) og afhenda svo Hjálparstofnun Kirkjunnar um miðja næstu viku. Líkur eru til að biskup Íslands muni mæta við það tilefni (ekkert grín hér). Þeir sem eru ekki með á nótunum eru vinsamlegast beðnir um að lesa síðustu bloggfærslu.
Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189
Textinn birtist upprunalega á síðu Hagnaðarins
Það er því ekkert til fyrirstöðu að hefjast handa og safna fyrir eins og einum brunni.
Með baráttukveðju, Bjarni Þór Pétursson.
Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189
Textinn birtist upprunalega á síðu Hagnaðarins
Það er því ekkert til fyrirstöðu að hefjast handa og safna fyrir eins og einum brunni.
Með baráttukveðju, Bjarni Þór Pétursson.
14 Ummæli:
Já þú varst að gleyma mér :( manni getur nú sárnað ;)
Búin að leggja inn 2500
Kveðja Svala
Ég er svo gamaldags Svala mín, ég tala auðvitað bara við karlmanninn þegar fólk er trúlofað - maður gleymir því alltaf að þið séuð sjálfstæðar og séuð fjárráða;)
Nei,nei ég biðst afsökunar og þakka, Svala þú ert sannur höfðingi og ég vona að þú fáir þér eitt rauðvínsglas eða fleiri fyrir mig í kvöld.
Með þökk í hjarta og kveðju Bjarni.
Blessaður Stiftamtmaður!
Sem félagi í Hrútunum og Stjórnmálafræðiklúbbnum Jórunni get ég ekki skorast undan og dúndra inn tveimur og hálfum Brynjólfi biskup á reikninginn á allra næstu dögum.
Gott framtak!
Kveðja, Atli
Yndislegt!
Hvernig gengu annars prófin?
Ég held svo að stjórnmálafræðiklúbburinn verði að fara að koma saman.
Með þakkarkveðju Bjarni.
Heimaprófið í Utanríkismálunum gekk skítsæmilega sem og prófið hjá Baldri. Klára svo á hádegi á morgun þegar ég fer í prófið í The New EU hjá Eiríki Bergmann.
Tek undir það að stjórnmálafræðiklúbburinn þarf að koma saman á ný og plotta enn frekar...
kv atli
Ég er búin að leggja inn 2.500 kr. og á von á að Don Ruth geri slíkt hið sama í kvöld;)
Ég mun glaður leggja hönd á plóginn til styrktar góðu málefni! Þetta er ekki nema einn dagur í yfirvinnu í slættinum hjá Castro. Þannig að þetta er minnsta málið. Tek hattinn ofan fyrir góðu framtaki.
Kv,
Gunnar Jarl
Ég hef nú sent áskoranir á fjölmarga um vatnsból þetta (Heims um ból?).
Búast máttu við öðru símtali á morgun.
Atli: gott að heyra og þú rústar EU og síðan hittingur sem fyrst - spurning um að bjóða Jórunni.
Linda: Þetta er yndislegt, þú færir Don kveðju og koss frá mér.
Henrik: Hlakka til að fá símtal, var bara í miðjum ræðuhöldum
Gunnar Jarl: Þú ert sannur höfðingi.
Látum orðið berast, kveðja Bjarni.
Svo er það auðvitað fyrrum olíufursti og konungur hafsins og núverandi konungur vegsins... maðurinn sem Haukur og Harpa ætla að skíra eftir og sem alnafna
Knútur G. Hauksson sem lagði 10.000kr í pottinn. Hallelúja!
Það er nokkuð ljóst að gott málefni spyr hvorki um stétt né stöðu!
Hallelújah fyrir því.
Það verður gaman að sjá hvort munu taka þátt fleiri karlmenn eða konur.
En það er satt, hér er hvorki um ákveðna stétt né stöðu að ræða. Þetta hefst allt saman.
Má setja tengla á menn eins og björn inga hrapp?
Held að það skaði ekki ef hann er settur undir sama hatt og aðrir af hans toga:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim