Tvífarar morgundagsins
Menn eru í blússandi sykurneyslu hér klukkan 04:40. Ákvað að stela einni mynd af annarri síðu og geri það blygðunarlaust þar sem maður á nú þátt í því að benda á þetta og auk þess sem ég sá um að gera þennan bloggara að manni á B4 - djöfull er maður gamall.
Hér að neðan má sjá Jarlinn með eiganda veitingarhús hér í bæ, það er óneitanlega svipur með þeim. Tvær fallegar sálir.
Hér að neðan má sjá Jarlinn með eiganda veitingarhús hér í bæ, það er óneitanlega svipur með þeim. Tvær fallegar sálir.
4 Ummæli:
Morgunvísur
Fyrr en Gunnar Jarl fær greint
eða grasmorðingjarnir afturí sjá,
rís annar morgunn, fagran dag þau fá
er fyrir Castró vinna hreint og beint.
Daði mætir vinnu til að von
vænti ég að slái hann sem fyrr,
Breiðholtsbrekkur þá er morgunn kyrr
uns brjáluð þau orf torf slá lon og don.
Þarna koma Kiddi, Valný, Dísel
og karlarnir þeir týnast allir inn,
Örn, Þórir, Elli, vanir verkamenn
vinnutíminn hafinn, mannsins þel.
Latur var ég lúrði einum of
lengi svaf ég svo ég mætti of seint,
en ég inn á stöð laumaðist svo leynt
að lymskast gat að sleppa síð í hof.
En bíðið! Þegar bílnum kom ég að
og brott mig taldi alveg sloppinn nú,
kemur ekki Castró nema hvað
og kallar á mig, bendir, segir: ,,Þú!´´
,,Hvern andskotann á að þýða það
að þvælast inn er hálfáttan er breytt,
ég bryð tóbak nú en næst er eytt
þú hefur stund í svefn bryð þig í stað!´´
Látum núna Castrós orðin kær
kvæði ljúka og slá við skulum greitt,
því Castró gæti komið alveg ær
og kramið séum við að gera neitt.
4. erindi: Þarna á síð að vera um síð, en sem kunnugt er hverfur a-ið í sleppa þá vegna úrfellingar.
Það er ljúft að vakna og fá ferska slátturvísu beint í æð.
Hvað er Gunnar Jarl að gera í hvítum slopp á myndinni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim