mánudagur, október 16, 2006

Ljóð dagsins 16.okt á ljod.is

Hvísla ég kveðjuóm
í húmi nætur
og döggvað ljómar, mitt draumablóm
er ég sofna en þú ferð á fætur
Ó, kæri Jakob megi í Róm
dafna og lifa vel þínar fögru hjartarætur.


(Þó að langt sé liðið frá því að síðasta en langt því frá hinsta ljóð Daða var samið, halda þau lífi áfram við góðan orðstír í hugum og hjörtum landsmanna, þessi gömlu, góðu og einföldu ljóð ástarinnar. Ég hvet skáldið til að halda áfram að gefa okkur innsýn inn í sinn hugarheim.)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim