Sjúkur maður?
Formáli: Fyrir þá sem ekki vita, geri ég mér það stundum til gamans að lesa minningargreinarnar í Morgunblaðinu og oft koma þar fyrir ótrúlegar frásagnir. Þó hef ég mest gaman af því þegar fólk, sérstaklega af höfuðborgarsvæðinu skrifar um ætinngja sem aldrei fór suður. Í Morgunblaði gærdagsins (18.okt) er einmitt slík heilsíða og að auki fjórðungur um konu að sem við skulum ekki nafngreina (blessuð sé minning hennar þó ég þekki hana ekki neitt). Níu aðilar skrifa þar um hina látnu, börn, barnabörn og barnabarnabörn o.s.frv. Hefði maður ætlað að í minningargreinum segði maður eitthvað um persónuna, ævi hennar og hvað hún hafði fram að færa, sem við hin gætum dregið lærdóm af (og vissulega var það í sumum tilvikum). Hefst þá fjörið:
Fyrsti dálkur af níu: ,,... ótaldar eru ferðirnar á X til að fá heitt súkkulaði, pönnukökur og tertur"
Annar dálkur af níu: ,,...Já ég held að einhversstaðar séu bakaðar pönnukökur og miklum sykri stráð yfir"
Þriðji dálkur af níu: ,,... var vakin með heitu kakói og nýsmurðu brauði"
Fjórða af níu: ,,... þú varst tilbúin með heitt kakó og pönnukökur eftir langan skíðadag"
Fimmta af níu: ,,... alltaf átti amma kakó og kökur handa okkur" og áfram seinna ,,...þeir minnast reglulega á að langamma þeirra hafi bakað bestu pönnukökur í heimi, þegar amma tók sig til í sumar og bakaði pönnukökur handa okkur þegar hún var í heimsókn..."
Sjötta af níu: ,, ... var tilbúin með kakó og pönnsur þegar við fjölskyldan vorum að koma af skíðum" og áfram seinna ,,... kom ég alltaf eftir skóla til að fá kakó"
Sjö af níu: ,,... Þá man ég líka eftir því að alltaf voru pönnukökur á boðstólnum" og aftur ,,... meira að segja einu sinni bakaðir þú pönnukökur úr svartsfuglseggjum vegna þess að hænuegg voru ekki til"
Átta af níu: ,, ...Hún bakaði alltaf pönnukökur og gerði kleinur"
Níu af níu: ,,... Nýlagaður hafragrautur klukkan sjö á morgnanna,... hádegismatur, eftirmiðdegiskaffi með heimabökuðu brauði og kökum... kvöldmatur og kvöldkaffi".
Petólína lifði í 84 ár og verður helst minnst fyrir kakó, kleinur, tertur... og auðvitað pönnukökurnar!
Ég er bara orðinn svangur!
Fyrsti dálkur af níu: ,,... ótaldar eru ferðirnar á X til að fá heitt súkkulaði, pönnukökur og tertur"
Annar dálkur af níu: ,,...Já ég held að einhversstaðar séu bakaðar pönnukökur og miklum sykri stráð yfir"
Þriðji dálkur af níu: ,,... var vakin með heitu kakói og nýsmurðu brauði"
Fjórða af níu: ,,... þú varst tilbúin með heitt kakó og pönnukökur eftir langan skíðadag"
Fimmta af níu: ,,... alltaf átti amma kakó og kökur handa okkur" og áfram seinna ,,...þeir minnast reglulega á að langamma þeirra hafi bakað bestu pönnukökur í heimi, þegar amma tók sig til í sumar og bakaði pönnukökur handa okkur þegar hún var í heimsókn..."
Sjötta af níu: ,, ... var tilbúin með kakó og pönnsur þegar við fjölskyldan vorum að koma af skíðum" og áfram seinna ,,... kom ég alltaf eftir skóla til að fá kakó"
Sjö af níu: ,,... Þá man ég líka eftir því að alltaf voru pönnukökur á boðstólnum" og aftur ,,... meira að segja einu sinni bakaðir þú pönnukökur úr svartsfuglseggjum vegna þess að hænuegg voru ekki til"
Átta af níu: ,, ...Hún bakaði alltaf pönnukökur og gerði kleinur"
Níu af níu: ,,... Nýlagaður hafragrautur klukkan sjö á morgnanna,... hádegismatur, eftirmiðdegiskaffi með heimabökuðu brauði og kökum... kvöldmatur og kvöldkaffi".
Petólína lifði í 84 ár og verður helst minnst fyrir kakó, kleinur, tertur... og auðvitað pönnukökurnar!
Ég er bara orðinn svangur!
2 Ummæli:
Þetta finnst mér skondið. Vona að mín verði ekki minnst með því að tala um pöddur út í eitt í greinunum! "Alltaf hafði Linda skemmtilegar sögur segja um hinar ýmsu pöddur, hún hafði á dálæti á því að safna þeim í box og fara með í greiningu"
"Eitt sinn kom ég til Lindu þar sem hún var búin að veiða stærðarinnar silfurskottu í box"
Annars á maður ekki að vera að spauga með minningargreinar!
Nei, tók t.a.m. út nafn konunnar og reyndi að sýna smá virðingu áður en grínið hófst.
Og nei ég held að það sé engin hætta á því að þín verði minnst eingöngu fyrir pöddur:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim