mánudagur, nóvember 27, 2006

Tvífarafræðimenn dagsins




Nú er þetta ekki sérstaklega góð mynd af Styrmi Gunnarssyni en þeir sem sáu hann í Kastljósi sunnudagsins og þekkja hinn dagfarsprúða Noam Chomsky (1 & 2) sáu greinilega hversu líkir þeir eru. Í fyrsta lagi andlitið, gleraugun og hárið - en eins var Styrmir þá klæddur í skyrtu og peysu yfir, sem Chomsky er þekktur fyrir og meira að segja í sömu litartónum. Ég hef nú ekki alltaf haft mikið álit á Styrmi en hann kom vel fyrir í þessu viðtali, talaði af yfirvegun og sýndi hversu gríðarlega klár maður hann er og auðvitað hversu vel hann er inn í íslenskri þjóðfélagsumræðu (enda ritstjóri Morgunblaðsins). Þó að Chomsky sé róttækari en Styrmir er hann vel máli farinn, hefur ótrúlega þekkingu á bandarískri þjóðfélagsumræðu og hatar ekki frekar en Styrmir að setja hugsanir sínar á blað. Báðir hafa þeir líka sína galla, Styrmir heltekinn af kaldastríðinu á Íslandi en Chomsky af Víetnam stríðinu - báðir á sinn fallega fanatíska hátt og fara iðulega offari. Það er því viðeigandi að þeir séu tvífarar dagsins.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim