þriðjudagur, janúar 23, 2007

Dagpeningamál KSÍ

Jöfnun á dagpeningamálum KSÍ er einhver mesta hneisa sem ég veit um. Eggert Magnússon ákvað sem sagt að jafna dagpeninga kvenna og karlalandsliðsins til að tryggja Geir Þorsteinssyni sem eftirmann sinn og koma þar með í veg fyrir að trúðslegt framboð höllu gunnarsdóttur fengi fylgi. (Til að endurtaka ekki aftur alla bununa vil ég benda þeim sem skilja ekki afstöðu mína á pistilinn ,,Talsmaður feminista vangefin?" frá 1.nóv 2006. )
Með þessu er Eggert hins vegar að bakka og gefa feministum þau skilaboð að ömurlegar starfsaðferðir þeirra virki, Eggert ,,Maður semur ekki við hryðjuverkamenn".
Á bls 20 í Fréttablaði dagsins (23.janúar) skrifar Steinunn Stefánsdóttir einmitt um málið og auðvitað fer hún á flug með það að Eggert og co. hafi gefið eftir. Það sem Steinunn áttar sig hins vegar ekki á, er að á bakvið slagorðið ,,Sömu laun fyrir sömu vinnu" býr meira eins og ég nefni í pistlinum 1.nóv, þ.e. ekki aðeins sömu laun fyrir sömu vinnu heldur einnig að þar liggi á bakvið sömu hæfileikar. Ég tók dæmi af því að ef að ég og Bob Dylan settumst niður og eyddum sömu orku og tíma í að semja lag þá þýddi það ekki að ég ætti rétt á sömu launum! En nóg af því, punktinum er náð (fyrir þá sem vilja).
En Steinunn er ekki hætt og segir ,,Það er hlutverk þeirra sem á valdapóstum sitja og einnig okkar fjölmiðlafólks að hrista af okkur þetta gáleysi og taka höndum saman um að gera konur valdameiri og sýnilegri í samfélaginu" Nú nenni ég ekki að fletta því upp hvað konan er menntuð eða hvaða áfanga hún tók í fjölmiðlafræði en það er sannarlega ekki hlutverk fjölmiðla að gera konur frekar en ákveðin hagsamunasamtök eða stjórnmálaflokka valdameiri og sýnilegri í samfélaginu! Það er heldur ekki hlutverk þeirra sem á valdpóstum sitja!
Konur bera sjálfar höfuðábyrgð á eigin stöðu og vilji konur taka ábyrgð og vera metnar af verðleikum og kvennaleikmenn af hæfileikum eins og kemur fram í grein Steinunnar er réttast að aðgreina KSÍ og láta konurnar um að fjármagna það batterí sem nú er stærsti taprekstur KSÍ þar sem það er engin áhugi almennings og þar með fjölmiðla - hvað ætli dagpeningarnir verði miklir þá?



Jæja á léttari nótum.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Thetta er audvitad algjort kjaftaedi. Their sem trekkja ad flesta áhorfendur og thar med mestu fjolmidla athyglina eiga audvitad ad fá meiri laun. Allveg eins og í ollum odrum geirum samfélagsins.

23 janúar, 2007 10:43  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Auðvitað. Eins og ég benti á í pistlinum 1.nóv. Hvernig er annars lífið í Barca? Fólk er ekkert að púa á þig þó að það púi á Eið?

23 janúar, 2007 20:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim