fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Gæti ekki verið meira sammála!

Hversu svalt myndband er þetta?
Textinn líka einlægur og góður...

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Tom Waits stelur senunni

Hugmyndin var sú að eftir Parísarför mína nú nýlega sem ég mun setja í ferðasöguform hér sem fyrst að ég myndi innbyrða stóran skammt af endurútgefnu efni eftir Meistara Megas og að reyna að láta þann pakka duga fram að jólum. Vissulega er ég byrjaður að hlusta, Rauðar rútur í kassagítarútgáfu af ,,Hættulegri hljómsveit& glæpakvendið Stella" hefur hljómað óspart betri helmingnum bráðlega til mikillar ógleði og eins hún Marta Smarta en diskurinn langt því frá kominn af matarstellinu og meirihluti hennar nánast óplægður akur. Að auki á ég þá inni ,,Þrjá blóðdropa" og ,,Greinilegur púls".
Ástæða þess er hin magnaða ,,safnplata" Tom Waits ,,Orphans:Brawlers, bawlers and bastards" sem er alveg hreint mögnuð. Nú hef ég yfirleitt verið talsmaður ballöðuhluta Tom Waits (þó nú nýverið hafi ég einnig farið að éta upp surrealísku geðveikina) og á bawlers sem inniheldur 20 lög fær maður nánast 20 nýjar ótrúlega ljúfar ballöður sem hver listamaður gæti verið hreykinn af hefði hann einungis samið þær 20 á öllum sínum ferli. Það sem ég hafði t.d. látið framhjá mér fara er að Tom Waits samdi ,,Long way home" sem er kannski betur þekkt í flutningi Noruh Jones á hennar síðasta disk. Aðdáendur diska á borð við ,,Closing Time" ættu að fá andlega og jafnvel líkamlega fullnægingu yfir þessum disk. Í rauninni hef ég verið svo upptekinn af ,,bawlers" að ,,Brawlers" og ,,bastards" hafa að mestu legið til hliðar.
Á Brawlers má þó nefna opnunarlagið, ,,Lie to me" sem er spíttuð súrrealískt Elvis geðveiki, ballöðuna ,,Bottom of the world" sem einhver Norah Jones framtíðarinnar mun eflaust flytja með sinni flauelsrödd og græða geðveikt á, ,,Lucinda" nútíma beatboxblús geðveikislega flott, djöfullega gospellagið ,,Lord I´ve been changed", ,,Road to peace" er blúsaðað skot á Bush og gæti þess vegna verið samið og sungið af Mugison (sem dæmi um það hvað hann er langt frá stöðnun), ,,Walk away" gæti þess vegna hafa verið flutt af Muddy Waters fyrir 50 árum síðan, ,,Rains on me" er svo geðveikur fyllerísslagari í rosalegri útgáfu, ,,Jayne´s blue wish" hefði passað vel á eitt af meistaraverkum tónlistasögunnar frumburðinn ,,Closing Time" og ,,Young at heart" rekur lestina sem falleg Hawaii ballaða - þetta voru svona helstu lögin og innan um lög sem flestir meistarar þessa heims gætu verið fullsáttir við að hafa samið.
Á bastards er að finna ennþá meiri geðveiki en á brawlers, nýbakaðir foreldrar ættu að þýða ,,Children Story" og segja sínum afkvæmum til að herða þau upp og undirbúa undir þessa oft á tíðum ömurlegu veröld, ,,Books of Moses" verður líklega í náinni framtíð samplað af einhverjum tölvutónlistargeðsjúklingi og haft undir rappi, ,,Bone Chain" sýnir hversu miklu listrænu frelsi Waits býr yfir, ,,Home I´ll never be" er ballaða með gömlum hljóm og afsannar það sem Dylan sagði eftir síðustu plötu að það sé ekki lengur hægt að taka upp lög með alvöru hljómi og ,,On the road" undirstrikar það enn frekar, ,,Altar boy" er falleg ballaða, ,,King Kong" er eitt af nokkrum ónefndum nýstárlegum lögum Waits sem eru hugsanlega ekki fyrir alla - en þó þá sem þora að prófa eitthvað nýtt, að lokum eru nokkrar frásagnir sem mér finnst afar skemmtilegar í bland við þessa geðveiki og guðdómleika.
Tom Waits sem verður 57 ára þann 7.des sýnir með þessum þremur diskum hversu rosalegur lagahöfundur hann er og mun opnari fyrir nýjungum og að blanda hlutum saman en flestir ungir tónlistamenn. Fyrir Tom Waits byrjendur væri miðjuplatan ,,bawlers" og áðurnefnt meistaraverk ,,Closing Time" fullkomin byrjun á löngum og farsælum aðdáendaferli. Brawlers er að hluta til fyrir lengra komna og bastards er sennilega fyrir alla hörðustu og skítugustu bastarðana sem elska Tom Waits. Tom Waits er hér með kominn á sama stall hjá mér og Dylan og Megas og á svo sannarlega skilið ,,Meistara" tignina. Hann lengi lifi.

mánudagur, nóvember 27, 2006

Tvífarafræðimenn dagsins




Nú er þetta ekki sérstaklega góð mynd af Styrmi Gunnarssyni en þeir sem sáu hann í Kastljósi sunnudagsins og þekkja hinn dagfarsprúða Noam Chomsky (1 & 2) sáu greinilega hversu líkir þeir eru. Í fyrsta lagi andlitið, gleraugun og hárið - en eins var Styrmir þá klæddur í skyrtu og peysu yfir, sem Chomsky er þekktur fyrir og meira að segja í sömu litartónum. Ég hef nú ekki alltaf haft mikið álit á Styrmi en hann kom vel fyrir í þessu viðtali, talaði af yfirvegun og sýndi hversu gríðarlega klár maður hann er og auðvitað hversu vel hann er inn í íslenskri þjóðfélagsumræðu (enda ritstjóri Morgunblaðsins). Þó að Chomsky sé róttækari en Styrmir er hann vel máli farinn, hefur ótrúlega þekkingu á bandarískri þjóðfélagsumræðu og hatar ekki frekar en Styrmir að setja hugsanir sínar á blað. Báðir hafa þeir líka sína galla, Styrmir heltekinn af kaldastríðinu á Íslandi en Chomsky af Víetnam stríðinu - báðir á sinn fallega fanatíska hátt og fara iðulega offari. Það er því viðeigandi að þeir séu tvífarar dagsins.

Vel geymd skammdegisperla IV - VI

Í tilefni af nýju Tom Waits safnplötunni sem ég er að reyna að tyggja, kyngja og melta er rétt að rifja upp þrjár sammdegisperlur með kappanum. Þeir sem eru í jólafíling ættu sérstaklega að tékka á fyrsta laginu og hinir líka sem liggja þungir, ógreiddir og með kaffibollan við höndina yfir bókunum.

IV: Tom Waits - fyrir jólasjúklingana

V: Tom Waits - Eggs& sausage

VI: Tom Waits - Closing Times

laugardagur, nóvember 25, 2006

Hörkutóla tvífarar dagsins



Tvífarar dagsins eru kynþokkafullu rauðhærðu hörkutólin Ingvar Ólason og Chuck Norris. Ingvar að sjálfsögðu eins og glöggir lesendur sjá leikmaður Fram og vinnur skítverkin neðarlega á miðjunni - er manna duglegastur innan vallar og að loknum leik fær hann sér rettu að hætti kúrekanna í villta vestrinu. Chuck Norris þekkja allir gagnkynhneigðir menn, enda einn mesti töffari hvíta tjaldsins - og því til staðfestingar hafa verið búnir til margir listar um hversu harður hann sé. Þeir sóma sér vel hlið við hlið kapparnir og sögur herma að Steven Segal hafi eitt sinn beðið Ingvar um eiginhandaráritun og að heimsþekktar fyrirsætur hafi flygst að kappanum í Tivolinu í Koben.

If you can see Chuck Norris, he can see you. If you can't see Chuck Norris, you may be only seconds away from death.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Vel geymd skammdegisperla III

Vel geymd skammdegisperla II

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Vel geymd skammdegisperla I

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Nokkur góð kort fyrir hin ýmsu tilefni.

Ég get ekki sagt að ég hafi verið frumlegri en svo að sjá þetta í gegnum B2, en þetta finnst mér sniðugt. Kort fyrir hin ýmsu tilefni . Fyrir ykkur hin sem nennið ekki að skoða tengla, þá setti ég nokkur hér fyrir neðan.















Borat hjá Jay Leno

Ég ældi næstum blóði úr hlátri rétt áðan, ástæðan?
Borat var hjá Jay Leno. Fann ekki viðtalið sjálft, en þetta er líka nokkuð fyndið

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Samanburður á Fram liðinu núna og því sem féll

Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af samanburði, þó að það séu auðvitað aldrei nákvæm vísindi.
Í ljósi þess hef ég ákveðið að bera saman Fram liðið sem féll 2005 og núverandi hóp eins og hann lítur út í dag.

Fallliðið 2005:

Andrés Jónsson
Andri Fannar Ottósson
Andri Steinn Birgisson
Bo Björnholt Henriksen
Daði Guðmundsson
Eggert Stefánsson
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Þór Gunnarsson
Hans Yoo Mathiesen
Heiðar Geir Júlíusson
Ingvar Þór Ólason
Ívar Björnsson
Johann Karlefjård
Kim Norholt
Kristján Hauksson
Kristófer Skúli Sigurgeirsson
Ómar Hákonarson
Ríkharður Daðason
Ross James Mc Lynn
Viðar Guðjónsson
Víðir Leifsson
Þorbjörn Atli Sveinsson
Þórhallur Dan Jóhannsson


Liðið eins og það lítur út á haustdögum 2006:


Hannes Þór Halldórsson
Ögmundur Kristinsson
Reynir Leósson
Eggert Stefánsson
Óðinn Árnason
Gestur Ingi Harðarson
Jón Orri Ólafsson
Kristján Hauksson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Daði Guðmundsson
Hans Mathiesen?
Heiðar Geir Júlíusson
Hrólfur Örn Jónsson
Ingólfur Þórarinsson
Ingvar Ólason
Viðar Guðjónsson
Ívar Björnsson
Jónas Grani Garðarson
Theodór Óskarsson


10 óþægilegar staðreyndir:

1. Af þeim 23 leikmönnum sem spiluðu í efstu deild fyrir Fram 2005 standa 8 þeirra eftir í dag.
2. Aðeins fjórir af núverandi leikmönnum Fram skoruðu mörk síðast þegar liðið var í efstu deild, engin af þeim fleiri en tvö og engin af þeim er senter.
3. Af 19 núverandi leikmönnum hafa aðeins 12 spilað áður í efstu deild. Aðeins 2 af þeim hafa náð þrítugs aldri en 8 eru tvítugir eða yngri.
4. Fram á ekki markmann sem hefur spilað í efstu deild.
5. Fram á ekki bakverði sem hafa spilað í efstu deild (þegar frá eru taldir miðjumennirnir Daði og Viðar og miðverðirnir Eggert og Óðinn Árnason).
6. Noti Fram Daða í bakvörð og Heiðar Geir sem kantsenter á liðið aðeins Ingvar og Viðar sem miðjumenn (og mögulega Hans ef hann kemur aftur).
7. Meðalaldur markvarðanna er 19,5 ár.
8. Engin af núverandi leikmönnum Fram hefur spilað A-landsleik.
9. Á 8 árum hefur Fram haft 7 þjálfara og einn af þeim tvisvar.
10. Fram eyddi heilu sumri í að spila 3-5-2, kerfi sem það mun örugglega ekki spila næsta sumar.

Niðurstaða: Núverandi Fram lið er slakara og reynsluminna en það sem féll. Hópurinn er þynnri, í hann vantar reynslumikinn markvörð, 2 bakverði, 2 miðjumenn (jafnvel 3), 1 kantsenter (helst 2 samt) og 2 markaskorara. Það gera samtals í það minnsta 8 menn sem vantar svo að hópurinn geti tekist á við efstu deild næsta vor.

Ást og friður... helvítis Sólskinsfíflið.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Því sem fagna ber og hinu sem vert er að gagnrýna

Því ber að fagna að:

1. Löngum hef ég bent á þá staðreynd að það má ekki gerast í íslensku samfélagi að kona reki við án þess að kynsystur hennar hópist saman og tileinki deginum þeirri konu. Það er varla þverfótandi fyrir einhverjum konu og kvenlægum dögum...
En nú loksins er vert að taka hattinn ofan af höfðinu fyrir þeim Margréti Blöndal og Inger Önnu Aikman því frá og með 2008 mun Feðradagurinn birtast á almanakinu á þessum degi 12.nóv en slíkur dagur til heiðurs mæðrum landsins hefur verið fastur í tilverunni frá 1934 hérlendis. Frá þessu er sagt nánar í ritstjórnarpistli Morgunblaðsins í dag.

2. Það var sigur fyrir knattspyrnuna í dag þegar hið léttleikandi og að mínu mati best spilandi lið ensku deildarinnar Arsenal skyldi skella Liverpool á magann og þröngva fram endaþarmsmök nú síðdegis.

3. Persónulega mun ég svo fagna næstkomandi laugadag er ég mun gefa skít í veðravíti fóstulandsins og flýja í hámenninguna í París og hitta þar Meistara Fritzson og spúsu hans er ber barn undir belti. Hyggst ég þar losna undan áðurnefndu veðravíti auk skammdegis, feministum, að ógleymdum helvítis Framsóknarflokknum!

4. Það er fagnaðarefni að Buffhrúturinn sé búinn loksins búinn að gera upp kjallarann og fluttur inn og óska ég þeim hjónaleysingjunum innilega til hamingju. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar, smekklegt og rúmgott heimili - ekki skemmir fyrir að Buffhrúturinn aka ,,feita jarberjasjeiks barnið" hefur ráðið til sín þrjá af hugmyndaríkustu stílistum landsins til að innrétta hjá sér geymsluna. Herma nú sögur að Daðsteinn Már ætli að einbeita sér að því að gera upp bloggsíðu sína sem verður ekki minna verk - og drullu haltu svo kjafti Buffhrútur!

5. Að badmintondrottning Íslands sé hætt að pota í rassgatið á mönnum og farin að einbeita sér að því að sigra badmintonmót - ku friðill hennar að hafa sést nýkominn úr tanklefa með Gucci sólgleraugu og tösku í stíl sendandi sms á meðan fyrirvinnan hljóp og sló af sér rassgatið í einliðaleik. Vonandi að friðill sá muni ná sambærilegum árangri á knattspyrnuvellinum næsta sumar.

6. ,,Engum manni eru Guðirnir svo grimmir að þeir geri hann fullkominn" orti Meistarinn forðum, en ég vill nú staðfesta það að Hagnaðarsnúðar þeir er bornir voru fram í Hagnaðarsetrinu í gær eru ekki síður fullkomnir en Hagnaðarpizzan sem mér verður vonandi boðið í bráðlega, sleiki ég kokkinn nógu mikið upp.


Vert er að gagnrýna:

1. Mér er það fyrirmunað að skila hvers vegna listamennirnir er mynda lið Barcelona nenna að velta sér um allan völl, vælandi yfir ekki neinu. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þeir hafi ruglast og ætlað sér að kaupa Drogba þegar þeir keyptu Eið?

2. Þrátt fyrir sigur knattspyrnunnar í dag er ekki hægt að leiða hugann frá því að 16stig af 17 stigum Liverpool á þessari leiktíð hafa komið á heimavelli (markatalan á útivelli er 0-11 samkv. Liverpool blogginu). Liverpool hefur á þessari leiktíð verið algjörlega andlaust á útivöllum sem er áhugavert þar sem einn helsti styrkur liðsins er líkamlegur styrkur og barátta - vonandi að leikmenn liðsins taki Arsenal og Manutd sér til fyrirmyndar og fari að spila knattspyrnu, eða í það minnsta að reyna það.

3. Það er undarlegt þegar Helgi Sig er við það að færa sig yfir á Hlíðarenda að nú á Fram ekki alvöru 10+ marka senter. Það leiðir hugann að því hver eigi að taka það hlutverk að sér?
Theódór Óskarsson og Heiðar Geir hljóta að teljast einu kantsenterarnir ætli liðið sér að spila
4-3-3 og framherjarnir yrðu þá Jónas Grani (sem kirkjubókum ber ekki saman um hvenær er fæddur) og Ívar Björnsson frændi minn góður, sem nánast ekkert hefur spilað sem senter í efstu deild - báða myndi ég telja mjög góða nái þeir að setja 5 mörk í deildinni. Bestu bitarnir af íslenskum markaði eru farnir og það hefur nú ekki beint loðað við félagið að fá til sín góða erlenda leikmenn.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Disillusioned words like bullets bark

Mikið hefur verið rætt um Helga Sig að undanförnu. Fyrst vildi hann fara, en þá kom yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Fram að Helgi yrði áfram enda með tveggja ára samning. Þá kvaðst Helgi vera hættur í knattspyrnu. Næstu fréttir voru þær að Helgi mætti ekki á æfingu hjá Fram og framkvæmdarstjórinn sagðist undrandi, aðspurður um áhuga Vals á Helga svaraði hann svo skemmtilega að það væri auðvitað allt til sölu en það kæmi þó ekki til greina að Helgi yrði seldur.
Nýjasta skúbbið er svo það að Fram selji Helga til Vals, Valur muni kaupa upp helming samningsins og Helgi sjálfur hinn helminginn, s.s. engin leikmannaskipti - þetta kemur væntanlega í ljós á næstu dögum.
Fari hins vegar svo að Fram selji Helga, er komin upp alvarleg sóknarmannakrísa hjá Fram. Helgi farinn, Andri í byltingarhugleiðingum, Þorbjörn Atli búinn að snúa sér að lyftingum og allir stæstu senter bitarnir á markaðnum farnir sem og auðvitað í aðrar stöður. Kannski að Fram verði þá næsta Víðir í Garði og geri endalaus 0-0 jafntefli - það myndi væntanlega ekki fjölga áhorfendum.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Fyrstu afleiðingar kosninganna

Bush hélt blaðamannfund fyrir nokkrum mínútum síðan þar sem hann tilkynnti að einn harðasti neo-conservatistinn vestanhafs yrði látinn taka poka sinn. Rumsfeld út og CIA maðurinn Robert Gates kemur í staðinn.
Forsetinn tók við spurningum eftir tilkynningu sína og stamaði þar í einhvern hálftíma. Þar kom enn eitt gullkornið. Þegar spurður út í fráhvarf Rumsfelds og kosningarnar sagðist hann þurfa að bregðast við kosningunum og bætti við (í lausri þýðingu): ,,Sjálfur hélt ég að okkur (rep) myndi ganga betur í kosningunum í gær - sem sýnir hversu mikið ég veit"
















Bush sendir Rumsfeld puttann!


















,,Hahaha ég er búinn að rústa Írak"















,,Það verður erfitt að toppa þetta bull"





Orðið á götunni segir eitthvað ljóðrænt og fagurt við það að á sama tíma skuli Björn Bjarnason og Donald Rumsfeld missa völd. Þar er ég innilega sammála!

Democrats in da House... and Senate?

(Jæja, þá er maður vaknaður eftir langa kosninganótt og morgunn. Set pistil næturinnar inn án breytingar, þar sem lítil breyting hefur orðið síðustu klukkutíma.)
Bandaríska þjóðin er skrýtin skepna eins og ég hef áður sagt. Í nótt háði asninn baráttu gegn fílnum (barátta asnans og fíflsins myndu margir segja). Svo fór á endanum eins og öllum er væntanlega ljóst að Demókratar tóku fulltrúardeildina og lögfræðingar fara nú í það að þræta og endurtelja atkvæði vegna öldungardeildarinnar (eða svo lítur út á þessari stundu – þar sem Demókratar hafa yfirhöndina mjög naumlega í Montana og Virginia, þar verður líklega á báðum stöðum endurtalið... í það minnsta í hinu síðarnefnda).
Hvernig stendur á því að í þriðju kosningunum af síðustu fjórum berast fréttir í miðri kosningavöku af því að víða hafi kosningar gengið illa, raðir hafi myndast og halda hafi þurft kjörstöðum opnum fram yfir tíma og það sem mest er um vert, að fjöldan öllum af fólki sem tilheyrir minnihlutahópum var meinaður aðgangur, sumum jafnvel send bréf að þau yrðu handtekin ef að þau kysu og að tölvur eða kjörseðlar hafi klikkað? Í annað skipti af síðustu þremur kosningum verður síðan að endurtelja atkvæði og úrslit kunngerð fyrir dómsstólum eftir einhverjar vikur.
Þetta er allt helvítis lýðræðið! Hvernig eiga fylgjendur lýðræðis fyrir botni miðjarðarhafs að taka þetta alvarlega, hvað þá andstæðingar þess – sérstaklega í ljósi þess að Bandaríkin og Ísrael reyna nú að knýja frá lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu og það ekki í fyrsta skiptið sem USA gerir slíkt (einn slíkur komst einmitt aftur til valda í gær, Ortega í Nikaragúa)!
Ég held að flestir sem fygdust með kosningunum hafi svo verið sammála um að það var á köflum ógnvænlegt að fylgjast með ræðum frambjóðenda eftir að úrslit voru ljós. Flestir byrjuðu á því að þakka... Guði almáttugum og Guðstalið var yfirgengilegt!
Það versta við þessar kosningar er þó varla það sem að framan er talið, heldur sú staðreynd að Repúblikanaflokkurinn rétt tapaði kosningunum frekar en að Demókrataflokkurinn hafi unnið. Írak, slæmur efnahagur, röng viðbrögð við New Orleans, skandalar, kynlífshneyksli og fleira skilaði ekki stærri sigri en raunin er.
Helvítið hann Mark Foley, sá er sendi ungum sendisveinum dónaleg skilaboð og var í meðferð á meðan kosningarnar fóru fram tapaði aðeins með 1%... sem hlýtur að vera ótrúlegt þar sem kjósendur Repúblikana eru mjög guðhræddir - siðferðilegir ofsatrúarmenn.
En allavegana þá er Nancy Pelosi nýr speaker í fulltrúardeildinni (fyrsta konan), öldungardeildinni veit væntanlega enginn hver mun stjórna og skyldi nú blessunarlega svo vel til að Demókrataflokkurinn vinni fyrir rétti einhvern tímann um jólin að þá er höfuðflón Alheimsins tilbúinn með Neitunarvaldspennann á lofti. Það er þó sáttartón að heyra úr herbúðum Demókrata en hverju það skilar er enn ekki ljóst.

Vonandi að menn nái að leysa úr þessu endurtalningarkjaftæði sem fyrst!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Magga Stína syngur Megas

Þegar ég lét plötuna ,,Pældu í því sem pælandi er í" fara óstjórnlega í mig fyrir nokkrum dögum síðan, sagði ég í pirringi að ég efaðist um sambærilega plötu Möggu Stínu þó að þau tvö lög sem ég hefði heyrt lofuðu góðu. Þessi pirringur og efi var blessunarlega ekki á rökum reistur og fjarri því sanna.
Þessi plata er bara þónokkuð góð, þó það sama eigi við um Megas og sagt var um Dylan forðum ,,Nobody sings Dylan like Dylan" - en aftur að plötunni.
Þrjú ,,ný" þ.e. óútgefin Megasarlög á plötunni, Flökkusaga ferðalangs sem heyrst hefur margoft á Rás2 og er mjög gott lag - og í rauninni óskiljanlegt að hann skuli ekki hafa gefið það út sjálfur, en segir mikið um hann sem listamann. Hin tvö eru Óskin lag kontalgínsfíkils og gagnrýni á læknastéttina og Deglan lag sem Megas sjálfur syngur dúett með Möggu Stínu og fjallar um íslenska dómskerfið, bæði tvö glettnar perlur.
Af útgefnum lögum Meistarans fer Magga Stína& hljómsveit (sem á hrósið skilið fyrir góðan og á köflum framúrskarandi undirleik) best með Fílahirðinn frá Súrín, Fátækleg kveðjuorð (til-), Aðeins eina nótt og Enn (að minnsta kosti) sem hljóma viriklega vel (Flökkusaga ferðalangs kemst í sama flokk).
Eftir standa þá lög sem á flestum plötum væru lykillög en eru að mínu mati skör síðri en framannefnd lög en góð þó. Engin vegur fær sem Ellen Kristjánsdóttir flutti á sextugs afmælistónleikum Meistarans og Björt ljós, borgarljós sem Trabant hefur einnig flutt (og gerðu vel) eru bæði líkleg til að færast upp í framgreindan flokk. Kadúkíkvæði og Um óþarlega fundvísi Ingólf Arnarssonar eru þá einu lögin á þessari 11 lag plötu sem mér finnst ekkert sérstök - Kakúdíkvæði er að mínu mati, hreinlega ekkert sérstakt val á lagi af öllum þeim lögum sem komu til greina og Um óþarlega fundvísi Ingólfs Arnarssonar hef ég það út á að setja að lagið er sungið óþarflega hægt, þó að söngurinn geri lagið vissulega þunglyndislegra þá missir það fyrir vikið glettnina - í heildina er diskurinn því góður, barnsleg einfeldni í rödd Möggu Stínu sem fer verulega í pirrurnar á sumum sökum artífartí-legheita nýtur sín vel en þó er ég sérstaklega ánægður með það hvernig hljómsveitin skilar undirspilinu og hljómurinn er mjög góður.

Lifið heil, góðar stundir... ást og friður Sólskinsfíflið!

laugardagur, nóvember 04, 2006

Lakers, Andri Fannar, Arsenal mogginn og spánýr feministapistill

Lakers, Lakers, Lakers!
Tóku Sonics, í leik sem virtist stefna í rúst en varð að hörku leik, endaði 118-112.
Fimm menn settu yfir 10 stig og þrír af þeim settu yfir 20 stig... Walton í einhverju annarlegu ástandi í upphafi tímabils (20 stig og 8 fráköst.
Odom að koma sterkur inn - stigahæstur með 28 stig og Kobe svo með 23.

Vá hvað ég ætla að sækja um stöðu hjá Mogganum og skrifa um íþróttir, þ.e. ef ég get verið í svipaðri stöðu og Orri Páll Ormarsson sem skilar inn örugglega í fimmta skiptið frá því að enski boltinn byrjaði í haust nánast sama pistlinum. Pistillinn rokkar frá því að vera ein til tvær blaðsíður og fjallar alltaf um uppbyggingarstarf Wengers með tilheyrandi sömu upptalningu á öllum ungu leikmönnunum sem eru rétt fermdir og verða stórstjörnur í framtíðinni. Efast ekki um hæfileika Wengers og glæsilegs uppbyggingarstarfs en öllu má nú fucking ofgera. Svo er þarna lítil klausa um það að Ferguson fagni 20 ára starfsafmæli, í haust var einmitt álíka pistill hjá Orra og svipaður pistlinum sem nú er um Ferguson var fjallað um komu Shevchenko sem voru líklega stærstu fréttir sumarsins í knattspyrnuheiminum að HM undanskyldu.

Rétt er að benda á bls 60 í Fréttablaði dagsins en þar tjáir Andri Fannar sig um framhaldið.

Svo er nýr feministapistill hér að neðan, sem frjálshyggjuþyrstir menn ættu ekki að láta framhjá sér fara!

Lifið heil, ást og friður Stiftamtmaðurinn!

föstudagur, nóvember 03, 2006

Feminískt Fréttablað?

Eru feministar að ná undirtökum á Fréttablaðinu? Að slíku hlýtur maður að spyrja sig eftir lestur blaðsins í dag (föstudag). Fimm klausur í dag eru ekki fréttir og tvær af þeim um sama mál. Lítum nánar á þetta.

1. Strax á bls 2 snýst spurning dagsins um feminisma. Spurt er ,,Ríkir karlaveldi innan nemendafélaga framhaldsskólans?" Hanna B. Vilhjálmsdóttir svarar þessu játandi enda nýbúin að skrifa MA-ritgerð um þetta efni. Ha? Já þið lásuð rétt MA-ritgerð. Þetta sýnir það sem ég hef oft bent á áður, konur eru mun uppteknari af sjálfum sér en við karlarnir og kynjamunur er þráhyggja. Hvers vegna í ósköpunum að skrifa MA-ritgerð um þetta? Hvaða máli skiptir það þótt að drengir gegni formennsku í 3 af hverjum 4 skólum? Er það þeim að kenna? Þvílíkt innantómt blaður.

2.Á bls 4 er annað kjánamál. Þar sannar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir að það er ekki bara gott fólk í Samfylkingunni - heldur einnig kjánar (það skal tekið fram að þetta er ekki Bryndís Hlöðversdóttir fyrrverandi alþingismaður). Hugmyndin er sú, og komin frá Mannréttindarnefnd Reykjavíkurborgar að á fimm umferðarljósum hér í bæ sýni gangbrautarljós konu en ekki karl. Skilaboð táknmynda geta haft áhrif á viðhorf fólks og upplifun af samfélagi sínu. JESUS!!!
Með þessu eru þær auðvitað að sýna ójafnrétti sem var ekki áður til staðar, þar sem fólk leit ekki á grænakallinn né rauða sem tákn karlmanns. Núna hafa þær hins vegar aðgreint þetta og með því búið til ójafnrétti - af hverju ættu að vera færri konur en karlar? Þetta minnir á ófrumlegheitin þegar einhver listakelling setti í umferð bleikar 100kellingar í stað 100kalla, sem er örugglega svipað kjánalegt og að samþykkja gjörning þar sem pissað er yfir þig. Ætlum við að fara í endalausa svona jafnréttisleiki? Ef svo er ætti Fjallkonan á 17.júní t.d. að vera annað hvort ár karlmaður? Við þyrftum auk þess að skiptast á árlega að segja Móðir Jörð og Faðir jörð - sem gæti þó hugsanlega orðið til þess að einhverir færu að koma betur fram við náttúruna en þeir gera nú o.s.frv. Niðurstaða: Barnaleg hugmynd og ótrúlegt að heilt ráð hafi ákveðið að senda hana til borgarráðs. En við hverju bjóst maður, þetta er sama ráð og vildi láta banna Orkuveitu auglýsinguna því þar væri konum sýnd óvirðing. Legg ég til að þetta ráð verði lagt niður hafi það ekkert þarfara að gera í mannréttindamálum en að skvetta skít á sjálft sig og hafa þennan merka málaflokk að fífli.

3. Á bls 6 er svo þessi frétt sem einu sinni kom árlega en birtist nú í það minnsta mánaðarlega. Um kynbundinn launamun. Nú vil ég taka það fram áður en ég tala um þessa frétt að ég er auðvitað sammála því að fólk eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kyni, ég hins vegar skil líka vel sjónarmið þeirra sem eiga fyrirtæki að ráða ekki unga konu á barneignaraldri í stjórnunnarstöðu því það kostar pening og ekki síður er það vesen að ráða tímabundið í starfið þegar viðkomandi ákveður að eignast barn.
Nú að þessari klausu, alltaf er fyrirsögnin sú sama. Tekin talan sem skilur kynin mest að, í stað þess að bera saman sambærileg dæmi. Það gerir sér hver maður grein fyrir því að karlmenn vinna meira og hafa hingað til ráðið sig frekar í vel launuð störf en konur.
Hvernig hefðu viðbrögð feminista verið ef að fyrsögnin hefði verið ,,Karlmenn vinna meira, eru undir meira álagi og deyja því fyrr"?

4-5. Á bls 16 og 18 er svo spurt út í sama málið, er varðar launamun milli karla og kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Annars vegar er talað við Andreu Ólafsdóttur feminista og hins vegar áður nefnda (umferðarkellingaljóskonu) Bryndísi Hlöðversdóttur. Eru þær sammála um að þetta geti ekki liðist en þó gengur Andrea lengra og vill ð stjórn KSÍ segi af sér. Rök hennar eru að þetta brjóti í bága við jafnréttislög og stjórnarskrá og auk þess eyði konur jafn miklum tíma og orku eins og karlarnir og ættu því að fá sömu laun. Bryndís segir að ekki sé hægt að beita þeim rökum að meiri tekjur fáist af karlaboltanum enda fái hann meiri umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum. Stöð 2 bar svo í gær saman stöðu landsliðanna á styrkleikalista FIFA þar sem karlaliðið var í 95.sæti en kvennaliðið en kvennaliið í 26.sæti (að mig minnir).
Í fyrsta lagi áður en ég fer að gagnrýna þessa rökleysu, vil ég taka fram að ég er algjörlega mótfallinn því að nokkur fái greitt fyrir að spila landsleiki. Annars vegar vegna þess að hver leikmaður á að vera stoltur af því að leika fyrir þjóð sína og hins vegar hefur ríkið, sveitafélög og flest fyrirtæki í landinu gefið leikmönnum landsliðanna frí á launum þegar keppt er erlendis - í þeim fáu undantekningartilvikum sem svo væri ekki, gæti KSÍ greitt leikmanni launamissi.
Sé það hins vegar svo að laun séu greidd þá vil ég mótmæla eftirfarandi:
A) Rök Stöðvar 2 eru fáránleg. Í fyrsta lagi vegna þess að það eru mun færri kvennalið en karlalið, peningar í íþróttum snúast ekki endilega um árangur (þó að það sé oftast þannig) heldur áhorf, tekjur og fleira - t.d. fékk Mike Tyson meiri pening fyrir að berjast gegn einhverjum ræflum undir lok ferils síns en margir miklu betri heimsmeistarar fengu fyrir sín heimsmeistareinvígi, ástæðan var miklu meiri áhugi fyrir Tyson en hinum hnefaleikaköppunum, annað dæmi er að David Beckham er einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi og með margfalt hærri laun en t.d. Rooney og Ronaldo til saman hjá Manchester, samt efast engin um þeir Manchester bræður eru hæfileikaríkari, þriðja dæmið er svo af landsliðum, einu sæti fyrir ofan Ísland er Malavi - af hverju fá leikmenn Malavi margfalt lægri laun en leikmenn íslands þrátt fyrir að vera betri? Fjórða dæmið, einhvern tímann fyrir þónokkrum árum átti sér stað æfingaleikur á milli 3.flokks karla hjá Fram og Kvennalandsliðsins íslenska, sem endaði með því að við unnum leikinn að mig minnir 14-0 frekar en 14-1. Af hverju fengum við ekki jafn há laun og kvennalandsliðið og það sem meira er, meiri umfjöllun. Það eru betri rök fyrir því en öllu öðru, ef að það væri góð umfjöllun fjölmiðla af íslenskum unglingaflokkum drengja myndi það auka líkurnar á því að erlend stórlið myndu fjárfesta í hæfileikum þeirra með tilheyrandi tekjum til leikmanna og í þjóðarbúið - yfir slíkum peningum býr alþjóðleg kvennaknattspyrna ekki sökum áhugaleysis almennings.
B) Rök Bryndísar halda ekki, því að hér gilda sömu lögmál og með aðra vinnu, hvað hefur starfsmaður fram að færa til fyrirtækisins. Það væri réttara að velta því fyrir sér hvort ekki eigi að leggja niður kvennalandsliðið ef að það stendur ekki undir sér! Umfjöllun og kynning fjölmiðla og þar með fjármagn stjórnast af áhuga. Hefði kannski heimsmeistaraliðið okkar í Bridds átt að fá meira fjármagn frá ÍSÍ en knattspyrnan af því að þeir urðu heimsmeistarar en ekki knattspyrnuliðið, nei þetta eru steypurök!
C)Rök Andreu eru ekki betri, þegar talað er um kvenna knattspyrnu og svo aftur karla knattspynu þá er ekki verið að tala um sama hlutinn og því ekki launamisrétti. Það eru bara allt önnur gæði, með sömu rökum hefði ég getað farið fram á jafn há laun og Henry hjá Arsenal, við værum jú í sömu vinnu. Þar með er ekki hægt að skýla sér á bakvið jafnréttislög og stjórnarskrá. Það er því fáránlegt að ætlast til að stjórn KSÍ segi af sér og lokarök hennar um að fótboltakonur eyði sömu orku og tíma standast ekki af tvennum ástæðum. Annars vegar vegna þess að konur eyða ekki jafn miklum tíma og orku eins og atvinnumennirnir okkar á Englandi, Spáni og hvar þeir allir eru og hins vegar fellur Andrea í sömu gryfju og Marx gerði forðum. Tilbúið dæmi: Ég og Bob Dylan hitumst og ákveðum að setjast saman niður og eyða jafn mikilli orku og tíma í að semja lag, eftir þrjá klukkutíma hittumst við aftur og ákveðum að gefa afraksturin út - en fáum við sömu laun fyrir sömu eyðslu í orku og tíma... ég væri vel settur ef að svo væri!

Jæja nenni ekki að eyða meiri tíma né orku í að hakka þetta pakk!

Að lokum: Andri Fannar á heiðurinn að þessu Freudian slip frá fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Sigur í nótt og Rasheed í stuði, sem og Daði

Lakers tóku Warriors 110-98 í nótt.
Hinn baráttuglaði Turiaf með 23 stig, öllí seinni hálfleik (8 af 10 í skotum) og 9 fráköst... ,,The Lakers fans in attendance went crazy when he hit a 22-foot jumper to put Los Angeles ahead by 18 points in the fourth quarter" ...allir greinilega staðráðnir í að stimpla sig inn á nýju tímabili. Odom með 22 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Aftur er Lakers að skora fleiri stig en andstæðingurinn inn í teig, eitthvað sem hefur ekki verið okkar sterkasta eftir að Shaq fór.
















Daði á svo ljóð dagsins á ljod.is - ekki í fyrsta né heldur síðasta skiptið sem slíkt gerist

Að lokum vil ég lýsa ánægju minni með Rasheed Wallace, sem er mættur eins og við þekkjum hann best þrátt fyrir reglur sem kveða á um rosalegar fjárhæðir fyrir tæknivillur.
,,Wallace was ejected for a second technical for bickering with officials, who taught him an early lesson that the NBA is serious about its new point of emphasis."

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Talsmaður feminista vangefin?

Fáránlegur pissugjörningur nemenda Listaháskólans hefur nú verið útskýrður úr óvæntri átt.
Katrín Anna Guðmundsdóttir talsmaður feminista sem þekkt er fyrir firringu sína og almennan apaskap hafði eftirfarandi að segja við Blaðið ,,Klámvæðingin virðist búin að gegnsýra samfélagið þannig að stúlkur þurfa að ganga í gegnum svona lagað í námi sínu" og talar um þetta athæfi sem misnotkun og það er kaldhæðnislegt að hún lokar þessari umræðu með því að segja að henni þurfi að koma á hærra plan. Já, skítnum er kastað og svo hreinsa menn hendur sínar af voðverkum, það eru verk Katrínar enda kjánaprik!
Hvernig dettur talsmanni feminista að tengja þetta við klámvæðingu?
Þarna reyna nemendur (reyndar á mjög bjánalegan hátt) að leysa verkefni sem fyrir þau var lagt og bera jafnt ábyrgð á gjörðum sínum. Hefði þessu verið öfugt farið og þrjár stelpur hefðu rakað dreng og migið á hann mætti þá túlka það sem hinn öfgafulla feminisma sem tröllríður öllu í samfélaginu?
Hvernig túlkaði Katrín Anna þann gjörning sem Egil Sæbjörnsson framdi hér um árið, þar sem hann sýndi á stórum skjá þar sem hann var að fróa sér? Var það líka einhver karllæg reðurdýrkun, klámvæðing og kúgun á nútímakonunni?
Hvað sagði Katrín Anna við því þegar einhver íslensk listapjalla settist ítrekað á striga á meðan hún var á blæðingum og seldi sem listaverk? Kannski, lýsandi um stöðu konunnar í mannkynssögunni, kúgun í feðraveldinu?
En umfram allt, hver hefði afstaða Katrínar verið ef að verkefnið sem átti að leysa hefði snúið að kúgun konunnar, tíminn hefði verið í feminískri listasögu og þetta hefði verið útkoman - hefði Katrín þá túlkað þetta á eins fáránlegan hátt og hún gerir?
Kannski er þetta allt saman list eða hreinlega grátleg apalæti, en eitt er víst að ömurlegheitum í greiningu talsmanns feminista er engum takmörkum settur - ætli Pepsi Max fái að auglýsa sinn klámvædda jólasvein?
Það er alveg merkilegt miðað við það hvað feministar eru alltaf að reyna að ögra samfélagsnormi og hneyksla með einhverju píkutorfukjaftæði hvað þær eru svo sjálfar alltaf hneykslaðar á öllu og þurrkuntulegar auk þess að taka alltaf fáránlegustu dæmi í heimi.
Málið er nefninlega ekki það að málstaðurinn sé slæmur, heldur að þessi bjánasamtök nota ömurlegar aðferðir til að auglýsa málsstaðinn og hafa jafnvel verri hugmyndir um það hvernig eigi að breyta stöðu kvenna - ætli slagorð þessara öfgasamtaka verði ekki ,,Feministafélagið - Framsóknarflokkur 21.aldarinnar" það væri í takt við gjörðir þeirra og fávitaskap.

Vafasamt met Meistaranna, Meistarataktar hjá Lakers og er Meistari Andri Fannar að taka fram skónna?

Í kjölfar pistilsins hér að neðan um NBA deildina er rétt að geta þess að ég horfði á fyrsta leik nýrrar NBA leiktíðar. Þar setti Miami vafasamt met er þeir töpuðu 108-66 gegn Bulls eða með 42 stigum - sem er stærsta tap í fyrsta leik hjá sitjandi meisturum í sögu NBA!!!
Þar sem mér er afar illa við Bulls vona ég að þetta sé ekki það sem koma skal, en það er Detroit lykt af þessu hjá þeim - miðað við leikinn í kvöld hafa þeir fullt af frambærilegum einstaklingum sem mynda góða liðsheild, flestir af þeim ungir og hafa spilað fyrir sigursæl háskólalið.

Okkar menn í Lakers sýndu svo sannkallaða meistaratakta og lögðu meistaraefnin í Suns 114-106.
Kobe Bryant lausir spiluðu Lakers þann besta leik liðsheildarinnar sem ég hef séð í nokkur ár.
Odom setti 34 stig, tók 13 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Af öðrum ber helsta að nefna okkar efnilega senter Bynum (aðeins 19 ára) sem setti 18 stig, tók 9 fráköst gaf 5 stoðsendingar auk þess að gera sig breiðan í vörninni og svo nýi leikmaðurinn Evans sem nelgdi 17 stig og er hörku varnarmaður (eitthvað sem sárlega hefur vantað síðustu ár). Þessi leikur gaf góð fyrirheit og liðsheildin var sérstaklega góð (tja eftir fyrsta leikhluta þar sem liðið fékk á sig 41 stig). Helst ber að nefna í tölfræðinni að Lakers skorðu 5 stigum meira úr hraðaupphlaupum en Suns sem verður að teljast framúrskarandi og eins að Lakers rúlluðu yfir Suns í skoruðum stigum inn í teig eða 66-34 sem verður að teljast afar ótrúlegt - á 9.áratugnum hefðu menn sagt um slíkt ,,meiriháttar mergjað".
Haldi Evans, Bynum og Odom sínu striki og beri áfram ábyrgð þegar Kobe kemur til baka ætti liðið að sýna betri árangur en í fyrra og leikmannahópurinn virðist breiðari en þá og þeir senter bræður Kwame Brown og Chris Mihm munu þurfa að hafa fyrir því að taka stöðu Bynum sem stóri maður liðsins.
Hins vegar eins og Jabbar sagði þegar nýliðinn Magic faðmaði hann eftir að hafa skorað sigurkörfu í fyrsta leik á tímabilinu ,,Rólegur það eru ennþá 81 leikur eftir". Lifið heil og áfram Lakers!!!

Síðast en alls ekki síst er Fréttablað dagsins að segja frá því að Andri Fannar sé að hugsa sér til hreyfings og hafi tekið vel í það þegar Óli Þórðar heyrði í honum...
kemur 1.apríl seint í ár?