þriðjudagur, janúar 23, 2007

Tímaflakk Framsóknarflokksins

Nú þegar enn eitt kjánaprikið er á leið út úr pólitík fyrir Framsóknarflokkinn og að því virðist enginn Framsóknarmaður eftir til að fylla skarð hans í þriðja sæti, þ.e. sem ekki er nú þegar í framboði virðist líklegt að Framsóknarflokkurinn ætli í tímaflakk og ferðast á deitball á 9.áratugnum og pikka þar upp drukknustu og hallærislegustu dömuna eða því heldur Steingrímur Ólafsson Framari fram. Daman mun þó vera langt á undan þeim sauðskinsgörmum sem helstu forystumenn flokksins klæðast,(hvað þá forneskjulegri 19.aldar stefnuskránni )og á að hafa það hlutverk að hressa upp á ímynd flokksins út á við.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim