fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Copy - Paste (Uppfært)

Það vill gerast að maður verður að koma einhverju frá sér, einhverjum djöfulgangi um samfélag sitt.
Ég vil því biðja þá sem hafa gaman af sannleikanum og einkum þá sem nauðsynlega þurfa á honum að halda að lesa pistlana ,,Hamingjan er ekki ristavél" (7/2 2007), ,,Að bera ábyrgð á ábyrgð" (2/2 2007) og ,,Fávitar... og hinir fávitarnir" af hinni yndislegu bloggsíðu thessarelskur.
Ég hef löngum verið aðdáandi pistla ,,Þýska stálsins", þekki manninn ekki neitt en við eigum sameiginlega félaga. Leyfi mér hér með að birta brot úr pistlinum ,,Hamingjan er ekki ristavél":


,,...Enda er hamingja dagsins í dag ofmetin. Og hún er blekking. Það er ekki hægt að treysta fólki sem er sífellt hamingjusamt, sem lífið leikur við, vegna þess að það er greinilega að fela eitthvað. Moka skítnum undir sírísandi mottuna. Hamingja er ekki viðvarandi ástand, heldur sjaldgæfir toppar á sveiflukenndu línuriti lífsins. Og hana ber að meta sem slíka. Umfaðma þegar hún hellist yfir mann og elta þegar hún er ekki til staðar. Allt hitt er bara moð.
En fólkið sem feikar hamingju, það drepur hana fyrir okkur hinum sem þráum hana. Fólkið sem breiðir yfir eigin dapurleika með því að hamingjuvæða raftækjalosta, frumsýningu á nýrri seríu af serðingardrifnu læknadrama eða því að Aniston ætli loksins að ræða skilnaðinn í Elle það gæðir hamingjuna venjuleika sem hún á ekki skilið. Áhorfendaskarinn í Rock Star Supernova, fólkið í salnum hjá Opruh, Hemmi Gunn. Þetta er ekki hamingja, þetta er nístandi leikþáttur um hamingju.
Þetta fólk yfirfærir fallegt og göfugt hugtak, lífsleitarmarkmið, á hversdagslega óþurftarhluti svo það geti sannfært aðra um að það sé hamingjusamt. Sem það er svo auðvitað ekki samkvæmt mínum hamingjugildum.

Hamingjan er farin að snúast um skilgreiningu á sjálfri sér. Sem mér finnst rugl, því hún á ekkert að vera afstæð. Þér ÞARF að líða vel til þess að þú getir verið hamingjusamur. Eiginlega ekki vel, heldur stórkostlega. Það er frumskilyrði.
Hamingjan er því ekki til sölu í Hagkaup eða Rokk og Rósum. Það er hvorki hægt að borða hana né klæða sig í hana. Hún er ekki ristavél úr Elkó eða iphone úr apple-búðinni. Það er ekki hægt að stinga henni í samband.
Þú þarft að vera að ná markmiði, vinna persónulegan sigur til þess að öðlast hana. Að láta konu sem lætur þig líða vítiskvalir af löngun sem kristalast í vellíðan líða eins um þig, það er hamingja. Að sjá barnið þitt í fyrsta skipti, það er hamingja. Að ganga þegar þér hefur verið sagt að þú getir það ekki, það er hamingja. Að ná takmarkinu sem þú hefur stent að alla tíð, það er hamingja. Að líða vel vegna þess að þér hefur tekist að gleðja þína nánustu með einhverjum gjörðum, það er hamingja. Að vera Paul Rideout þegar hann tryggði Everton FA-bikarinn 1995, það er hamingja. Hún er svona einföld. En líkt og allt annað kýs efnið að afbaka hana. ,,Þú hefur ekki kynnst alvöru hamingju fyrr en þú hefur braðgað nýju pepperóní spesjal trukkinn frá Dominos,” ,,Hamingjan felst í hárinu,” ,,hlustaðu á X-ið eða fokkastu til að vera óhamingjusamur.” Eða á þessum nótum. Þið vitið hvað ég meina.

Í dag er hamingja orðin sjálfsblekking fremur en raunveruleg tilfinning. Sjálfsskipaðir fagmenn eru búnir að kryfja hana niður í mælanlegar markaðsherferðir og selja öllum nútimalifendum að það þyki ekki töff að lifa nema vera hamingjusamur. Þess vegna eru allir hamingjusamir. Án þess þó að vera það. Hismið er orðið að kjarnanum í orði þó það geti slíkt klárlega aldrei á borði. Því hefur samnefnari hamingjunnar einfaldlega lækkað með hríðfallandi og afvegaleiddum skilgreiningum okkar á hamingjunni.
Því hamingjan er margt, en hún er ekki ristavél
."

- Þýska stálið

Rétt í þessu þegar ég ætlaði að skipta yfir á CNN lenti ég á eftirfarandi frásögn í mesta soraþætti sjónvarpsins, fannst við hæfi að bæta þessu við pistilinn.

Efnisorð:

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Veit ekkert hvað þú varst að skrifa hérna en Steve Finnan er í 5 sæti yfir bestu leikmenn enskudeildarinnar. Verð að segja að það komi mér í opna skjöldu

bf

08 febrúar, 2007 08:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, leitin að hamingjunni er fyrir síðkapitalistanna. Látum þeim eftir að fylgja þessari allt-umlykjandi kröfu samtímans um að njóta,njóta,njóta. Við skulum ekki elta þessi aumkunarverðu fífl allra landa út í svaðið, þessa svikara, þessar fyrirlitlegu mannleysur. Förum þess í stað að gera Gúlagið klárt, hauspokana og kalasnikoffana. Nei, nei, bara djók; en það gæti komið til þess!

AFO

08 febrúar, 2007 10:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu. En það mætti segja að hamingjan sé "svona einföld" og ekki. Einföld að því leyti að það þarf engin efnisleg gæði í uppskriftina, flest ef ekki öll óáþreifanleg hráefnin ættu að vera til staðar. Svo sem ekkert nýtt undir sólinni þar. En ég held að á bakvið þennan einfaldleika búi mikið og meira, sbr. United lágu í sókn það sem eftir lifði leiks eftir markið hjá Rideout. Hamingja = persónulegur vinnuþáttur + viðunandi niðurstaða?

Ég held ég að ristavél geti átt stærri þátt í hamingjusamara lífi en t.d. læknaþáttur, hún er amk persónulegri.
Annars finnur maður líklega seint innri frið með því að hugsa neikvætt um hvað aðrir eru að gera.

Eitt að lokum: ekki minnast á dýfingar aftur ;)

08 febrúar, 2007 16:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvers vegna að kvarta og kveina yfir rangri aðferðafræði annarra í leit þeirra að hamingju.

Af hverju ekki að sitja sáttur við sinn keip, vitandi það að maður er ekki sömu sporum og þeir sem gleypa við auglýsingum um að hamingjuna sé hægt að kaupa í Hagkaupum?

08 febrúar, 2007 16:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

BF: Sex leikmenn sem hafa verið betri en Finnan á þessu tímabili. Ronaldo, Carrick, Ferdinand, Vidic, Evra, Scholes.

AFO: Byltingin verður ekki umflúin:)

Biggington: Ronaldo lýsti því yfir að eftir knattspyrnuferil sinn gæti hann hugsað sér að gerast leikari - ef þetta er ekki góður húmor þá veit ég ekki hvað.
Af hverju að testa Ronaldo með því að láta löppina fyrir hann þegar hann er kominn inn í teig eins og Malbranque gerði? Ég vil líka minna á það að ef að Ronaldo hefði ekki fundið fyrir snertingu þá var hann í dauðafæri inn á markteig.

Keðja: Stundum þarf einungis að löðrunga lesandann með blautri tusku sannleikans, sama hver staða pistlahöfundar er.

Kv.Bjarni

08 febrúar, 2007 17:20  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim