mánudagur, mars 26, 2007

Pakkað saman... enn og aftur

(ATH! Þriðja bloggið í dag)
Erla Ósk formaður Heimdallar verður seint talinn góður talsmaður félagsins né Sjálfstæðisflokksins. Áður hef ég bent á viðtal þar sem Guðmundur Steingrímsson pakkaði henni saman og í gær var hún gjörsamlega bökuð (jafnvel brennd) í Silfrinu og hafði engin svör við öllum þeim skotum sem á hana var skotið - gat ekki einu sinni varið skoðun sína á lögleiðingu vændis sem börnum er kennd í barnaskóla Nessa Giss, vona að hún sé ekki að taka stórar ákvarðanir fyrir Landsbankann. (Af hverju er kvennafylgið að leita til vinstri... kannski vegna þess að ungar konur sjá engan góðan talsmann til hægri?)

,,Punch line" Erlu í þættinum:

Egill: Ert þú spennt fyrir ríkisstjórn með vinstri grænum?
Erla: Já, alveg eins.

Hvað segja frjálshyggjumeðlimirnir í Heimdalli við því?

Efnisorð: , ,

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég sá þetta og ég verð að segja að það var eiginlega bara óþægilegt að horfa á þetta. Erla var ekki að spila vel í þessum þætti og ég skil eiginlega ekki af hverju hún lét hafa sig út í það að mæta í þennan þátt gegn atvinnukjaftöskum eins og Ágústi Ólafi - hún átti aldrei séns. Þetta var rúst. Hún hefði betur setið heima með jarðaberjasjeik.

26 mars, 2007 17:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er kelling.

26 mars, 2007 18:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Daði: Mér finnst eiginlega ótrúlegt hvað hún kom illa undirbúin - ég hefði haldið að hún hefði lært af því að láta Guðmund Steingrímsson flengja sig.

Biggington: True!
Hvernig er það annars af því að ég sá að þú hafðir commentað á trúarbloggið um daginn... trúir þú því að Guð hafi hjálpað þér í gegnum sjóferðina og/eða hafi ekki velt bátnum?
Kv.Bjarni Þór

26 mars, 2007 21:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Daði: Hvernig fannst þér annars þetta... http://www.fram.is/forum/forum_posts.asp?TID=1455&PN=1

Kv.Bjarni Þór

26 mars, 2007 22:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Við skulum orða það svo að ég trúi því að bara það eitt að trúa á eitthvað (guð, allah, amon o.s.frv.)... geti hjálpað. Trú er afar sterkt fyrirbrigði. Ég trúi á líf eftir dauðann, sem er eina ástæða þess að ég reyni að haga mér eins og maður. Ef ég yrði að mold og svo "the end" þá væri ég núna stórskuldugur og kominn með 3 krakka, búinn að ferðast um allan heim og prófa allt.

Það er samt bjánalegt að bíða eitthvað með það þegar ég hugsa út í það. Best að fara að vinna í þessu.

26 mars, 2007 23:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff ég var að horfa á Silfrið. Hversu pínlegt var þetta!

Ég verð að taka undir með Daðsteini um að henni hafi hreinlega verið vorkunn.

Það er ekki á hverjum degi sem maður er ánægður að sjá Jón Magnússon koma fram, en það var skárra en að hlusta áfram á hana.

27 mars, 2007 02:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

http://www.fram.is/forum/forum_posts.asp?
Þetta kom nú ekkert sérstaklega mikið á óvart en var hressandi þrátt fyrir það. Undirtektirnar hafa hins vegar ekki verið miklar sýnist mér.

27 mars, 2007 14:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

eruð þið ekki að grínast hvað hún er slöpp þessi Erla... afhverju gerir hún sjálfri sér ekki greiða og Sjálfstæðis flokknum og hættir þessu bulli. Þetta er það versta sem ég hef séð.

Sérstkl. þegar Ágúst var að færa rök fyrir því að xD er ekki frjálslyndur flokkur (áfengi í búðir, álvers-bullið etc)

Ívar Tjörvi

30 mars, 2007 18:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim