laugardagur, mars 17, 2007

Nánast eintóm leiðindi

Ég er veikur núna í þriðja skiptið á tæpum mánuði. Þetta byrjaði allt með slæmri bolludagsbollu sem skilaði sér í gubbupest, þá fékk ég gubbupest aftur á síðustu vaktartörn fyrir hálfum mánuði síðan og nú er ég með hita, hálsbólgu, höfuðverk og nefrennsli - þetta er orðin algjör steypa!
Ég get því lítið annað gert en að liggja undir sæng og hanga á netinu og sem dæmi um leiðindin þá hef ég fylgst með nánast öllum Manutd vs Bolton á soccernet.com enda löngu búinn með allar aðrar vefsíður í heiminum.
Verst að ég er alveg ónýtur í að gera nokkurn skapaðan hlut í náminu mínu, á m.a. að skila ritgerð á miðvikudaginn sem ég er ekki byrjaður á og svo eru óþarflega mörg verkefni og ritgerðir sem bíða.
Bið að heilsa!

Efnisorð: , , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Leitt ad heyra thetta Bjarni minn... en thu af ollum monnum ad uda i thig eitthverja ogedis bollu a eitthverjum gervi hadegisdegi (donskum i thokkabot). Eg helt thu vaerir yfir svona laga kominn.

En vona samt ad thu batnir sem fyrst
adios,
ivar tjorvi

17 mars, 2007 20:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Leitt ad heyra thetta Bjarni minn... en thu af ollum monnum ad uda i thig eitthverja ogedis bollu a eitthverjum gervi hadegisdegi (donskum i thokkabot). Eg helt thu vaerir yfir svona laga kominn.

En vona samt ad thu batnir sem fyrst
adios,
ivar tjorvi

17 mars, 2007 20:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

æi litli kútur, rosalegt að heyra um þrekraunir þínar. Þú verður bara að líta jákvætt á þessi veikindi. T.d. vera glaður með að hafa lært þá lexíu að borða ekki slæmar bollur, nýtt veikindatímann í að logga þig inn á msn og spjallað við vini í útlöndum, getur platað örnu til að þjóna þér, getur kíkt í bækurnar sem þú varst að kaupa, ert með löggilda afsökun fyrir að rembast ekki í ræktinni, verður líklega langt þangað til að þú veikist aftur, getur slakað á og dreymt dagdrauma og svona gæti ég talið endalaust- HEPPINN þú að vera veikur
kv bf

18 mars, 2007 00:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim