föstudagur, mars 23, 2007

Hrós dagsins

Hrós dagsins að þessu sinni fær HR (Háskólinn í Reykjavík) fyrir fínasta Evrópu linkasafn sem ég fann á heimasvæði skólans og prýðir nú linkasafnið undir fréttamiðlar.
Hér gæti einhver spurt: En hvers vegna ekki undir Pólitískt linkasafn?
Svar: Mistök sem ég nenni ekki að leiðrétta

Efnisorð: ,

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mig dreymdi að ég væri Woody Allen í nótt. Samt var eins og ég væri í 3.persónu. Þetta var sjálfsögðu eftir að hafa horft á Allen mynd heima í gær, sem Pajdak mun einnig hafa horft á í Breiðholti sínu. Ekki veit ég hvað hann dreymdi.

24 mars, 2007 15:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki dreymdi mig Woody Allen þó að ég hafi einnig séð myndina hér vestur í bæ...
ég er alltaf að taka hann meira og meira í sátt.
Hvað er annars að gerast í lífi tón- og ljóðskálds?

24 mars, 2007 16:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það má segja að ég sé að rifja upp ýmis fræði. Hvað myndir þú vilja að ég lærði næsta haust ef þú fengir að ráða, fá svona topp 3 lista kannski?

24 mars, 2007 22:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jæja england hélt áfram að spila sinn skemmtilega sóknarbolta hehe ætlarðu enn að halda því fram að carragher sé ekki sniðinn í þetta lið.
kv bf

25 mars, 2007 00:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

BF: Sá ekki Englands leikinn, vissi að þetta yrði hörmung, það sem Englandi hins vegar vantar EKKI er fleiri varnarmenn sem sparka boltanum upp í stúku - heldur sókndjarfa kantmenn og klárara með Rooney.
England hefur líka oftar en ekki haft bakverði til að koma utan á t.d. G.Neville, A.Cole o.s.frv og boltinn hefur komið fyrir frá þeim... hvernig ætluðu þeir að gera það með Carragher og P.Neville í bakvörðunum?

Kv.Bjarni

PS. hvernig gengur annars?

25 mars, 2007 17:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Garcia:
1. Heimspeki 60e og íslenska 30e
eða heimspeki 60e og sálfræði 30e

2. Heimspeki 90e

3. Guðfræði???

4. ...B4:)

25 mars, 2007 17:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð að lýsa 4. kostinum sem þeim skásta, þó ólíklegur sé, svona postcastrolega séð.

Ég stefni á einhver náttúruvísindi.

25 mars, 2007 18:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég var að hugsa, núna þegar ég er búinn að prófa félagsvd. ætti ég kannski að prófa raunvísinda og svo koll af kolli þangað til ég er orðinn eldgamall (og búinn að fara í allar deildir, jafnvel á geðdeild, kominn á ellilaun og hef blússandi frítíma.

Þá get ég stormað um á ríkisreknum stofnunum t.d. Bókhlöðunni eins og þeir sem gera núna og talað um allt milli himins og jarðar í kaffiteríunum, leiðrétt og fussumsveiað í gegnum skeggið á þá sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um.

25 mars, 2007 18:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

en eru englendingarnir ekki með svo vel spilandi miðverði??? Held að það vanti nú bara nýjan sóknarmann í staðinn fyrir rooney, hann getur ekki skorað. En annars er ég bara nokkuð sprækur, reyna að dunda mér í ritgerðinni en það gengur eitthvað rólega, það er svo miklu skemmtilegra að leika við baldur og tinnu eða kíkja í góða bók
kv bf
en hvað segir þú mér af íslandshreyfingunni, á ekki að kjósa þau, bara af því að allt hitt er svo slappt og svo er ómar svo nettur gaur.

25 mars, 2007 20:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Garcia: Í guðanna bænum ekki enda eins og ákveðinn maður á hlöðunni sem var tekinn í viðtal við stúdentablaðið og fékk að velja mynd af sér sem birtist með greininni og hann valdi eina eingöngu vegna þess að hann líktist Mikka Mús á henni - nei þá er nú betra að yrkja ljóð undir annarra manna nöfnum.

BF: Sá reyndar ekki þennan leik og get því ekki dæmt um miðverðina, frekar en Rooney - en Rooney er ekki þessi Nistelrooy týpa... hann þarf einn slíkan með sér. Annars er Rooney búinn að vera slakur í ár, merkilegt samt að hann skuli samt vera markahærri en allir senterar Liverpool:)... það er ekki nóg fyrir Crouch að vera 2,50m þegar að Carragher hreinsar boltanum alltaf upp í 30 stúkuröð meðfram hliðarlínunni:)

Kv.Bjarni Þór

25 mars, 2007 23:15  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim