sunnudagur, apríl 15, 2007

Niður hina gullnu braut minninganna

Lífið það líður hjá, en vá hvað mig langar í lest
Lífið það líður hjá, en vá hvað mig langar í lest
Hoppa upp í flugvél og setja allt á frest
Taka enga ábyrgð leika rassmalagest
Já, þó að lífið það líði hjá – vá hvað mig langar í lest

Lífið það fer að styttast, en eigum við að hittast í lest
Lífið það fer að styttast, en eigum við að hittast í lest
Ferðast um fjarlæg lönd og ná okkur í pest
Gráta af hræðslu er við tökum alnæmistest
Og hlæja svo að öllu fyrir rest - er við höldum áfram í lest
(- áfram í handónýtri lest)

Mig dreymir það reglulega, að ferðast aftur um í lest
Mig dreymir það daglega, að ferðast aftur um í lest
Horfa út um gluggann sjá dvergvaxinn hest
Eitthvað breskt, franskt, framandi og ferskt
En mest þó því sem ég ann best – með þér einum í lest

Ég vil ekki eignast börn, því þau eiga ekki heima í lest
Ég ætla ekki strax að eignast börn, því ég vill vera í lest
Og svo er ég alltof ungur eins og sést
Og svo höfum við tveir þegar ráð okkar fest
a)Og við þurfum bara að fá okkur prest og flýja saman í lest
b)svo tölum við hvorki við kóng né prest, flýjum saman í lest

Sólsetrið við Frakklandsakra, fallegast sést úr lest
Sólsetrið við Frakklandsakra, fallegast sést úr lest
Við sendum saman Brooks, póstkortin flest
Og í Parísarhjóli ég hafði þig sem rómantískan gest
Ég man þú grést og hvernig þú lést, er hvarf ég burt í lest

Mikið var ég feginn í Milan, að komast burt í lest
Já, mikið var ég feginn frá Milan, að komast burt í lest
You were north-east and I was south-west
Og þú ældir úr þér magann í Búdapest
Fannst þér væri í kommagarð klesst og keyrðir fúll burtu í lest

Ég man ég varði eitt sinn - tuttuguogsjö tímum í lest
Milli Grikklands og Búlgaríu, já tuttuguogsjö tíma í lest
Margt hefur breyst og margt hefur gerst
Minni samskipti við þig, finnst mér samt verst
En það væri lygi að segja að ég hafi léttst, síðan lág ég í Evrópulest

Ég heyri ennþá hljóðin, í þessari fallegu Evrópulest
Ég heyri ennþá hljóðin, í þessari fallegu Evrópulest
Hittumst aftur í Aþenu og höldum heilmikið fest
Þú, ég og nokkur búlgörsk breast
Og ég skal splæsa í hálsfest og syngja eitthvað hresst
Ef þú hjá mér sest og brunar burt með mér í lest
-brunar burt með mér í lest, aha a aha*!
-brunar burt með mér í lest! aha a aha!
já, ég skal splæsa í hálsfest og syngja eitthvað hresst
er þú brunar með mér burt í lest - yeeeee!**



*aha a aha, svokölluð Elvis hljóð
** Þruma gítarnum í gólfið og sparka í trommusettið.

Efnisorð:

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hey sæti! hlakka til ad sja tig a midvikudaginn ;)

16 apríl, 2007 19:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hér væri Viðar Guðjónsson búinn að kommenta ef ekki vildi svo óheppilega til að tölvan hans væri biluð.

16 apríl, 2007 21:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Arnie: Sömuleiðis, njóttu þess að vera laus við mig.

Daði: Þú sendir honum ástarkveðjur og ég sé ykkur vonandi báða eftir prófin.

Kv.Bjarni

16 apríl, 2007 23:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tölva komin í lag hér. Þrennt sem kemur mér í hug í commenti við þessa færslu.

1. Myndin minnir mig á fallega menn á eftirminnilegu kvöldi.

2. Ljóðið er skemmtilegt og minnir á einhverja skemmtilegustu tíma lífs míns.

3. Hvenær ætla menn að endurtaka leikinn?

21 apríl, 2007 03:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það þarf svo sannarlega að endurtaka þennan leik. Auk þess lagði ég það til við Atla Ísleifs að við elítu Stjórnmálafrðingar kæmum saman, sem fyrst - jafnvel rétt eftir prófin.

Kv.Bjarni

21 apríl, 2007 11:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim