sunnudagur, apríl 01, 2007

Lacan og Alcan

Formáli:Það er einhver mystic á bakvið þessa helgi. Ég er einhvernveginn úrvinda eftir komu Zizek. Að koma sér útúr sínum lokaða fræðimannaheimi og yfir í annan (reyndar með sömu snertiflötum).
Ég sat þessa tvo fyrirlestra sem hann hélt og svo með ,,heimspeki og listaelítunni" í gærkvöldi þar sem Zizek var aðalumfjöllunarefnið - þar var því fagnað mjög þegar að úrslit lágu fyrir í álverskosningunni. Þeir sem átta sig ekki á fyrirsögninni, tengingunni þá er Zizek svonefndur ,,Lacan sálgreinandi" og Alcan að sjálfsögðu fyrirtækið sem reyndi að taka lýðræðið í sínar hendur með geðsjúklegum áróðri, sem var langt umfram alla velsæmd. (Afstaða Zizek er reyndar önnur í því máli, en ég fer ekki nánar út í það)

Meginmál: Það er rétt að þakka Hafnfirðingum fyrir að fella í álverskosningunni í gær og óska Íslendingum til hamingju - það er gott að það sé ennþá til fólk hérlendis sem hefur meiri trú á sjálfu sér og sínu hugviti en þessum stóriðju skrípaleik sem við höfum orðið vitni af á síðustu árum. Ég veit hins vegar ekki hvort að það sé hægt að taka undir annars góða tilvitnun Guðmundar Andra Thorssonar í Bob Dylan ,,The Times They Are A-Changin' " (sjá Silfur Egils undir ,,Kosningar") því að sagan hefur yfirleitt reynst vera önnur en óskhyggja manna. Þar að auki er Hafnafjörður mjög sérstakt bæjarfélag stjórnmálalega séð - þar fékk Samfylkingin t.d. góðan hreinan meirihluta í sveitastjórnarkosningunum síðasta vor - þannig að ég held að það sé ekki hægt að ganga svo langt eins og margir vilja gera að segja þetta endanlega til marks um það að stjórnin sé fallin, það er hins vegar von mín.
Það sem er hins vegar merkilegra en mögulegt stóriðjustopp eru einmitt kosningarnar í gær, stjórnmálaskýrendur eru að gleyma því (sem reyndar Lúðvík Geirsson bendir á). Það var 76,6% kosningaþátttaka (samkv. fréttum í gær) í kosningum sem fól í sér beint lýðræði. Margir (yfirleitt forsjárhyggjuflokkar á borð við Sjálfstæðisflokkinn) hafa gefið skít í slíkar hugmyndir og annmarka þeirra (svo sem skítarök um að þar séu stjórnmálamenn að firra sig ábyrgð) málið er hins vegar það að íslenska þjóðin vill aukið beint lýðræði og auk þess hefur það komið fram um langa hríð að Alþingi er sú stofnun sem Íslendingar bera einna minnst traust til. Það er reyndar rétt hjá Þorgerði menntamálaráðherra að stjórnmálamenn firra sig ábyrgð með hlutleysi sínu, það á að vera hlutverk stjórnmálamannsins og flokkanna í stórum málum sem eru lögð fyrir þjóðina að segja sína skoðun og rökstuðning á bakvið hann - það er einna helst það sem klikkaði, en að segja að beint lýðræði sé afsökun stjórnmálamanna er einmitt ekki vel rökstudd skoðun heldur beinlínis áróður fyrir því að flokkur hennar haldi alvöldum (þ.e. yfir framkvæmdarvaldinu, sem ræður í skjóli hlýðni yfir löggjafarvaldinu (Alþingi) og sér um að ráða í dómsvaldið). Fólk verður svo að gera það upp við sjálft sig hvort að það treystir sér eða valdasjúkum stjórnmálamönnum betur.
Það er auðvitað álitamál um hvað mál skal kjósa - en það eru þó augljós mál um framtíð landsins, líkt og í gær og auðvitað hefði átt að vera um Kárahnjúka sem á að kjósa um. Annmarkar kosninganna í gær voru auðvitað að þar hefðu allir íbúar stórhöfuðborgarsvæðisins átt að fá að kjósa - þetta var ekki einungis mál allra Hafnfirðinga.
Það er reyndar eflaust ein af ástæðum þess að ekki hefur náðst sátt í stjórnarskrárnefnd um forsetaembættið, (þ.e. að leggja niður völd forseta í stjórnarskrá) að Sjálfstæðisflokknum hugnast ekki að henda þeim en fá í staðinn yfir sig hugmynd sem kaldhæðnislega Hannes Hólmsteinn varð fyrstur til að benda á um að safnist ákveðið margar undirskriftir frá þjóðinni geti hún farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu (t.d. 20-30% kosningabærra manna, sem er sambærilegt og gerist í öðrum löndum).
Það myndi þýða ótrúlega fjölgun á slíkum málum, sem er ekki gott fyrir flokk sem er með 35-40% fylgi og í algjörri lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum - ástandið yrði hreinlega þannig að ákveðin hluti þjóðarinnar myndi alltaf vilja kjósa um stærri mál og á meðal þeirra er ég (ég er meira að segja tilbúinn að slengja fram órökstutt þeirri fullyrðingu að að minnstakosti 15-20% myndi skrifa undir þjóðaratkvæðagreiðslu í hvaða máli sem er, þ.e. ekki endilega að þeir styðji þá sem setja óskina fram heldur vilja að þjóðin fái að ráða örlögum sínum).

Lokaorð: Það er eitthvað í loftinu, en það er ekki víst að það sé draumurinn eða óskhyggjan sem marga dreymir um. Sagan smýgur undan og vindar fara í óvænta pólitískaátt, því ættum við að vera orðin vön af reynslu okkar af stanslausu veðravítinu Íslandi. Það eru kosningar í nánd og líklegra en ekki fær engin það sem hann vill. Það ríkir chaos sem gaman verður að fylgjast með en útkoman gæti orðið eitthvað óskynsamt... sem eru auðvitað allar aðrar stjórnir en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking!
Lifi Viðreisnin!
... en umfram allt megi kosningarnar í Hafnafirði glæða auknu lífi í hugmyndina
um beint lýðræði - treystum okkur sjálfum best.

Efnisorð: , , ,

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

djöfull vona ég að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin taki höndum saman og bidni enda á þennan skrípaleik og hugsi um hag allra landsmanna. Það gæti kannski verið það besta ef Vinstri grænir fái góða kosningu og Samfylkingin slæma. Ég hugsa að það yrði besti jarðvegurinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn til fara í ríkisstjórn með Samfylkingunni (ef við gefum okkur það að ógeðis framsóknarflokkurinn nái ekki að halda lífi í þessari ríkisstjórn).

En hvenær eru annars kosningarnar? og ég hlýt að geta kosið hérna í Madrid.. þú tékkar kannski á þessu fyrir mig Bjarni.. heheh.

kv,
Ívar

01 apríl, 2007 19:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

12.maí er kosningadagur. Reyndar er sendiráðið í París með umdæmi yfir Spáni (sjá http://www.utanrikisraduneyti.is/utanrikisthjonustan/ ) ... en er það ekki bara góð afsökun til að kíkja á Fritszon og fjölskyldu?
Annars ættir þú að geta sent utanríkisráðuneytinu bréf og blablabla og ég er nokkuð vissum að þeir senda þér seðil... sérstaklega ef að þú lýgur því að þú sért Framsóknarmaður, þá ættir þú að fá hann næsta dag:)

kv.Bjarni Þór

01 apríl, 2007 21:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sko ég er ekki alveg sammála þér með þennan kosningaæsing. Þar að segja að landsmenn eigi að kjósa um alla skapaða hluti. Því þar gæti áróður eins og alcan voru með skipt meginn máli. Þar sem að má búast við því að stór hluti kjósenda mun ekki kynna sér málið til mergja. Dæmi sem þú tekur er kárahnjúkar það hefði flogið í gegn á sínum tíma vegna fáfræði landsbúa, því eins og þú veist þá er auðvelt að hafa áhrif á mann sem hefur ekki áhuga né vit á því máli sem kjósa á um. Einnig má benda á það að þeir sem er með stóriðjustefnunni hafa út töluver meiri peningum eins og alcan heldur en þeir sem eru á móti og geta þar af leiðandi barist um harðar.
kv bf
Fyrir mér þá kýs ég fólk til að taka þessar ákvarðanir fyrir mig það hefur 4 ár til að standa sig og ef það gerir það ekki þá fýkur það. Þar að segja fyrir mér ætti það að vera þannig

02 apríl, 2007 08:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu að grínast í mér er ekki eitt sendiráð í neinu spænsku mælandi landi (600milljónir)?. Það eru sendiráð á öllum Norðurlöndunum (23milljónir).... ég er búinn að fá mig fullan saddan af þessu kjaftæði.. ég kýs ekki!!!!!

kv,
Ívar Tjörvi

02 apríl, 2007 15:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

BF: Ég ætti að sjálfsögðu að svara þessu í löngu máli - en hef ekki tímann, er algjörlega í skólageðveikinn núna:) bendi hins vegar á ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag 2.apríl sem heitir ,,Tvær fylkingar" (í miðju blaðsins vinstra megin. Þar segir styrmir allt sem segja þarf.
Kv.Bjarni Þór

Ívar: Ég er nú hreinlega bara búinn að fá mig fullsaddann af seniráðum yfir höfum, hver þarf sendiráð í nútímasamfélagi?
...það er aðrir en atvinnulausir stjórnmálafræðingar:)

02 apríl, 2007 17:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Humm það væri gott ef atvinnulausir stjórnmálafræðingar fengju sendiráð! Þá gæti Daði loksins fundið sér eitthvað að gera, já og Viðar.
En þeir þurfa víst fyrst að brenna út á þinginu eða gera Don Davíð eitthvað.

En mikið var þetta illa gert hjá þér með hana Örnu þann 1.apríl.

03 apríl, 2007 21:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já finnst þér ekki? ;)

04 apríl, 2007 00:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú sendi ég Örnu niður í Útvarpshús eingöngu vegna þess að ég var sjálfur að fara á vakt, s.s. áttaði mig ekki í óreiðu verkefnaskilahugsun að þetta væri apríl gabb, hvað þá að það væri apríl gabb.
Minnir svolítið á hugmyndina á bakvið Match point (nei er ég byrjaður að vitna í Woody Allen).
Spurning annars hvort að framtíðar Sálgreinandinn AFO geti lesið í gjörðir mínar - er ég kannski eftir allt saman illa innrættur... jafnvel án þess að vita af því?

04 apríl, 2007 01:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hér átti að standa: ,,að þetta væri apríl gabb, hvað þá að það væri 1.apríl"

Kv.Bjarni Þór

04 apríl, 2007 01:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

auðvitað vitnarðu í snillinginn woody allen :) "i was no where near oakland"

04 apríl, 2007 18:24  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim