fimmtudagur, mars 29, 2007

Óraunverulegt augnablik

Áðan gerði ég mér ferð upp í Mál&Menningu á Laugarveginum þar sem ég ætlaði að næla mér í bók eftir Zizek... sem er ekki til frásagnar færandi nema þar var hann mættur sjálfur á 1.hæðina og í því sama þrönga rými sjálfur Bobby Fischer - ég spurði sjálfan mig: ,,Er ég staddur í smásögu eftir Woody Allen?"
... svo margar sniðugar sniðugar setningar runnu í gegnum huga mér t.d. að öskra:
,,I´m the biggest capitalist in the world - God bless America"
Ætli það hefði ekki orðið forsíðufrétt í Morgunblaðinu? - ,,Maður myrtur af heimsþekktum heimspekingi og skákmeistara"

Efnisorð: , ,

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hvað segirðu kútur, ekki hress
kv bf

30 mars, 2007 07:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það sem gerðist fyrir mig var óraunverulegt, það sem gerðis fyir þig var bara tilviljum sem hefur hent stóran part af íslendinum (ég hef rekist á kallinn sjálfur).

Ég mæti til Madrid á Þriðjudeginum, svo fór ég að hitta vini á miðvikud. vegna þess að við ætluðum að horfa á fótboltaleikinn.. fyrir algjöra tilviljun þá rákumst við á einn Mexicana sem við þekktum í Miami (maður sem ég kunni aldrei vel við.. en það er önnur saga). Hann sagði okkur að hann væri að ferðast um Evrópu og ætlaði bara að eyða einum degi í Madrid.

info: Madrid er borg með um 5milljón íbúa, tilviljunin að rekast á mann sem við öll þekkjum (vorum 3 að horfa á leikinn) sem er bara í Madrid í einn dag hlýtur að teljast vera 1 á móti ??????
En þessi saga er kannski allveg ótrúlega ómerkileg vegna þess að þið þekkið ekki manninn eða söguna. Fyrir mér var þetta eitt af mest 'Óraunverulegustu augnarblikum' sem ég hef upplyfað.

kv,
Ívar Tjörvi

30 mars, 2007 16:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

BF: Ég er ótrúlega ferskur!

Tjörvi: só beisiklí þá hittir þú leiðinlegan mann:)

31 mars, 2007 17:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

heheh... I guess

kv,
Ívar

01 apríl, 2007 19:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim