þriðjudagur, maí 29, 2007

Blue Note örminning

Ég er í hópi þeirra manna sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að verja kvöldstund inni á Blue Note í NYC. Staðurinn er einhver sá mest heillandi sem ég hef nokkurn tímann stigið inn á og ég mun seint gleyma þessu októberkvöldi árið 2004. Þar sá ég ásamt fríðu föruneyti Somi með hennar frábæra bandi og viðstaddir geta vottað það að ég var gjörsamlega dáleiddur af tónlistinni og andrúmsloftinu. Á sínum tíma skrifaði ég einhvers staðar að hún yrði hin afríska Norah Jones (sem var kannski fullmikið) en núna er diskurinn hennar allavegana kominn út og fær mjög góða dóma.













Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá Somi, og þið ykkar sem ætlið til New York það er algjört möst að fara á Blue Note - reyndar endaði ferðin á því að Bush var endurkjörinn forseti, okkur stjórnmálafræðingunum til mikillar gremju... hvar er John Kerry í dag?


Annars er um að gera að djassa upp nóttina með fjölbreytileika Dave Brubeck , Tom Waits, Kid Koala... eitur svalir!





Að lokum: Slúðurpressan segir frá því að Liverpool sé á eftir Malouda. Það væru skynsöm kaup og ég hef reyndar vonað að hann kæmi til United. Að Lyon sem er vel stætt fjárhagslega, verður í CL á næstu leiktíð og er franskur meistari selji hins vegar besta leikmann frönsku deildarinnar á 10 milljón pund, er jafn líklegt og að einhver kaupi Bellamy á 12 milljónir punda - sér enginn bullið í því ef að þetta tvennt gengi eftir?
Liverpool á síðan að hætta þessu bulli og bjóða Bellamy, Crouch og Sissoko í skiptum fyrir Martins og Owen hjá Newcastle, vitandi það að Allardyce elskar ruddalegan tröllskessu fótbolta.

Efnisorð: ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim