Eins og Selma myndi segja það ,,All out of luck"
This is how it feels to be Liverpool
this is how it feels to be small
this is how it feels when your team
wins nothing at all - nothing at all
Where were you in Athens???
Djöfulsins leiðindarlið!!!
this is how it feels to be small
this is how it feels when your team
wins nothing at all - nothing at all
Where were you in Athens???
Djöfulsins leiðindarlið!!!
Efnisorð: Knattspyrnuleysi
10 Ummæli:
Laus við Framsóknarflokkinn og Liverpool... leiðinlegt!!!
Þetta liverpool hatur á þessari síður er nátturulega að fara útúr böndunum. Þó sá ég leikinn í gær og hann var hundleiðinlegur en held að það sé bara íþróttin í heild sinni sem er svona leiðinleg. Nokkrir skemmtilegir leikir eru undantekningarnar sem sanna regluna
kv bf
Það er auðvitað kominn tími á það fyrir löngu að skemmtilegu liðin taki sig saman og myndi súperdeild.
Lið eins og Barcelona, Manchester United, Arsenal og fleiri.
Það er ekkert Liverpool hatur í gangi hér, ég hata bara spilamennsku liðsins og vona að hún batni - þó að ég efi það.
Annars vegar vegna þess að Rafa Benitez er hundleiðinlegur taktískur þjálfari sem ætti að vera að þjálfa á Ítalíu og hins vegar hvers vegna ætti skemmtilegur leikmaður að vilja spila í svona leiðinlegu liði?
Liði sem ekki er verið að byggja upp og lendir 21 stigi á eftir toppliðinu og skorar 26 mörkum færi mörk á þriðja tímabili knattspyrnustjórans og spilar með 1 senter og tvo afturliggjandi miðjumenn á útivelli á móti liðunum í neðri hluta deildarinnar.
Lið sem byggir leik sinn upp á því að sparka löngum bolta fram og vonast til að Peter fucking Crouch skalli boltann eða að liðið nái skot af 30 metrum þegar hann er skallaður frá.
Ætli Eto´o, Ronaldinho, Kaka, Messi, Villa eða nokkrir aðrir af snillingum knattspyrnuheimsins myndu velja Liverpool fram yfir Manchester United eða Arsenal og af hverju þá ekki frekar Chelsea en Liverpool - halda stuðningsmenn Liverpool virkilega að einhver skrifi undir samning af því að þeir eru með svo frábæran heimavöll, eins og þessum mönnum sé ekki skítsama hvort þeir heyri You never walk alone eða ekki ef þeir fá enga ánægju af því að ,,spila" fótbolta og þurfa að einbeita sér að einni keppni á ári.
Liverpool er í krísu vegna þess að þeir hafa verið að ná árangri síðustu tvö ár (Meistaradeild og FA-cup) og geta ekki rekið Rafa Benitez en á móti kemur að liðið hraunar á sig í deildinni og nær aðeins jafn mörgum stigum og Arsenal, þar sem meðalaldurinn er 15 ár og Henry, Van Persie og Gallas eru búnir að vera meiddir allt tímabilið. Sem er ekki það versta heldur knattspyrnan sjálf og engin sjáanleg batamerki.
Liverpool hefur tekið við af Framsóknarflokknum sem mest pirrandi hlutur í heiminum.
... annnars er ég bara hress:)
hahaha djöfull er gaman að steikja í þig fyndið hvernig þú lætur þetta fara í taugarnar á þér. áfram liverpool fallegasta liðið í heiminum
kv bf
Zenden, Kuyt, Pennant, Rise og Finnan... auðvitað verður maður reiður þegar svona ömurlegir byrjunarliðsmenn verða næstum Evrópumeistarar (sumir aftur) með Carragher þrumandi boltanum upp í stúku:)
en samt heldurðu með enskalandsliðinu sem spilar mun meiri varnarbolta og gerir í því að eyðileggja skemmtilegar stórkeppnir eins og EM og HM
kv bf
Nei, það er ekki hægt að segja þetta. England eru 1000 sinnum sókndjarfari og spila einungis háa bolta þegar Peter fucking Crouch er inná.
Ást og friður, kveðja Bjarni
Bjarni þetta eru fréttir fyrir mér! Heldurðu með Englandi!? Ertu þá ekki að kasta steinum úr glerhúsi fyrir að gagnrýna mig fyrir að halda með Þýskalandi ;)
Kv, Biggington
þú ert nú meiri kallinn bjarni minn, en við ræðum þetta ekki frekar ég er að koma heim og það verður yndislegt.
kv bf
BF: Já það verður yndislegt að sjá þig.
Biggi: Auðvitað hef ég haldið með skemmtilegustu liðunum í gegnum tíðina, eins og Portúgal, Agrentínu, Hollandi, Frakklandi o.s.frv.
...en mér finnst alltaf pínulítið eins og maður sé að horfa á sitt eigið land þegar maður horfir á enska landsliðið - svona B-Ísland.
Menn eins og Beckham, Neville, Ferdinand, Rooney, Scholes (á sinum tíma), Brown - finnst ég hálf nauðugur til að standa með þeim.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim