Ingibjörg Sólrún rís upp...
Það er nú rétt að byrja þennan örpistil á því að þakka Geir H. Haarde sérstaklega fyrir að taka hag þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - greinilegt þegar horft er á þingflokk Sjálfstæðisflokksins ( reyndar með dauðvona risaeðluna Björn Bjarnason innaborðs) að langt er í aðra kynslóð valdasjúkra einstaklinga.
Ég held hins vegar að Geir H. Haarde hafi ekki alveg áttað sig á því hvers konar kraft hann leysti úr læðingi með því að ganga til samstarfs með Ingibjörgu Sólrúnu. Hafi einhver efast um pólitíska leiðtogahæfileika hennar og sjarma, má hinn sami stinga þeim efa ofan í skúffu ellegar verða þeim mun meira aðhlátursefni því lengra sem líður á stjórnarsamstarfið.
Það hafa allir séð sem sjá vilja, muninn á Geir og Ingibjörgu. Ingibjörg kom mun betur fyrir á sameiginlegum fundum þeirra, mun betur fyrir eftir að ljóst var að stjórnin yrði mynduð og undanfarna daga hefur útgeislunin í fjölmiðlum nánast blindað - er Geir H. Haarde ekki örugglega forsætisráðherra?
Ingibjörg Sólrún kemur ekki aðeins fyrir sem manneskjan sem vill þjóð sinni vel, er opin og tilbúin til að hlusta... hún er líka drullutöff stjórnmálamaður það sýna viðtölin við hana í Viðskiptablaðinu, Blaðinu (26.maí) og í Morgunblaði dagsins. Eruð þið að grínast með coverið á Viðskiptablaðinu - man einhver eftir nokkru jafn svölu frá íslenskum stjórnmálamanni ,,Ekki fýsilegur kostur að vera mamman við stýrið með krakkana að slást aftur í"???
En Ingibjörg er ekki einungis töff, hún er líka skynsöm. Aðspurð í viðtali í Morgunblaðinu (þar sem orðum Geirs er snúið) ,,...hvort að hún hafi farið heim með sætasta stráknum á ballinu" svarar hún ,,Ég fór heim af ballinu með þeim strák sem mér fannst traustastur" - og skýtur með þessu svari og commentinu úr Viðskiptablaðinu niður vangaveltur ritstjóra Morgunblaðsins um að hún muni við fyrsta færi kljúfa ríkisstjórnina og mynda vinstri stjórn með VG og Framsókn.
Viðtalið í Morgunblaðinu (27.maí bls 28-31) gefur annars góða mynd af leiðtoganum, hversu raunsæ hún er og hvert ríkistjórnin ætlar næstu fjögur árin.
Hún nær að byggja upp traust og trúnað og að bæði séu þau Geir þeirrar gerðar að þau vilji fara samninga og sáttarleiðina uns blaðamaður gefur höggstað með því að spyrja hvort að hún sakni Davíðs og hún svarar blákalt og hreinskilnislega: Nei enda hafi þróast ofmikil átakastjórnmál í kringum hann.
Í viðtalinu í Blaðinu (26.maí bls 34-36) gefur Ingibjörg þann tón í utanríkismálum sem flestir landsmenn eru sammála um og það er ,,post - kalda stríðs" tóninn. Ísland á að vera leiðandi í loftlagsmálum, mannréttindar- og friðarmálum og mynda sér loksins sjálfstæða utanríkisstefnu.
Hún endurtekur að hún sé ekki mætt til að svíkja samstarfið og gefur Mogganum langt nef. Um pólitískan metnað sinn og afleiðingar kosninganna talar hún heiðarlega og dregur hvergi úr.
Eftir að hafa lesið þessi viðtöl, ákvað ég að lesa aftur yfir kaflann um Ingibjörgu í viðtalsbók Ásdísar Höllu sem heitir ,,Í hlutverki leiðtogans" sem kom út árið 2000. Það er ótrúlega margt fróðlegt sem kemur í ljós sé litið á sögu hennar sem leiðtoga frá þeim tíma og til dagsins í dag. Hvernig hún svarar, hverju hún vill koma á framfæri og hvaða manneskju hún hefur að geyma - ég mæli hiklaust með því að allir lesi þessar rúmu 30 blaðsíður - það er jafnvel ekki ólíklegt að Geir sjálfur hefi lesið kaflann og hugsað með sér að þetta væri EINSTAKLINGURINN sem þyrfti í þá óvissutíma sem framundan eru.
Tvennt er ljóst, Ingibjörg Sólrún hefur sjaldan verið eins sterkur leiðtogi og hún er komin til að vera!!!
Ég held hins vegar að Geir H. Haarde hafi ekki alveg áttað sig á því hvers konar kraft hann leysti úr læðingi með því að ganga til samstarfs með Ingibjörgu Sólrúnu. Hafi einhver efast um pólitíska leiðtogahæfileika hennar og sjarma, má hinn sami stinga þeim efa ofan í skúffu ellegar verða þeim mun meira aðhlátursefni því lengra sem líður á stjórnarsamstarfið.
Það hafa allir séð sem sjá vilja, muninn á Geir og Ingibjörgu. Ingibjörg kom mun betur fyrir á sameiginlegum fundum þeirra, mun betur fyrir eftir að ljóst var að stjórnin yrði mynduð og undanfarna daga hefur útgeislunin í fjölmiðlum nánast blindað - er Geir H. Haarde ekki örugglega forsætisráðherra?
Ingibjörg Sólrún kemur ekki aðeins fyrir sem manneskjan sem vill þjóð sinni vel, er opin og tilbúin til að hlusta... hún er líka drullutöff stjórnmálamaður það sýna viðtölin við hana í Viðskiptablaðinu, Blaðinu (26.maí) og í Morgunblaði dagsins. Eruð þið að grínast með coverið á Viðskiptablaðinu - man einhver eftir nokkru jafn svölu frá íslenskum stjórnmálamanni ,,Ekki fýsilegur kostur að vera mamman við stýrið með krakkana að slást aftur í"???
En Ingibjörg er ekki einungis töff, hún er líka skynsöm. Aðspurð í viðtali í Morgunblaðinu (þar sem orðum Geirs er snúið) ,,...hvort að hún hafi farið heim með sætasta stráknum á ballinu" svarar hún ,,Ég fór heim af ballinu með þeim strák sem mér fannst traustastur" - og skýtur með þessu svari og commentinu úr Viðskiptablaðinu niður vangaveltur ritstjóra Morgunblaðsins um að hún muni við fyrsta færi kljúfa ríkisstjórnina og mynda vinstri stjórn með VG og Framsókn.
Viðtalið í Morgunblaðinu (27.maí bls 28-31) gefur annars góða mynd af leiðtoganum, hversu raunsæ hún er og hvert ríkistjórnin ætlar næstu fjögur árin.
Hún nær að byggja upp traust og trúnað og að bæði séu þau Geir þeirrar gerðar að þau vilji fara samninga og sáttarleiðina uns blaðamaður gefur höggstað með því að spyrja hvort að hún sakni Davíðs og hún svarar blákalt og hreinskilnislega: Nei enda hafi þróast ofmikil átakastjórnmál í kringum hann.
Í viðtalinu í Blaðinu (26.maí bls 34-36) gefur Ingibjörg þann tón í utanríkismálum sem flestir landsmenn eru sammála um og það er ,,post - kalda stríðs" tóninn. Ísland á að vera leiðandi í loftlagsmálum, mannréttindar- og friðarmálum og mynda sér loksins sjálfstæða utanríkisstefnu.
Hún endurtekur að hún sé ekki mætt til að svíkja samstarfið og gefur Mogganum langt nef. Um pólitískan metnað sinn og afleiðingar kosninganna talar hún heiðarlega og dregur hvergi úr.
Eftir að hafa lesið þessi viðtöl, ákvað ég að lesa aftur yfir kaflann um Ingibjörgu í viðtalsbók Ásdísar Höllu sem heitir ,,Í hlutverki leiðtogans" sem kom út árið 2000. Það er ótrúlega margt fróðlegt sem kemur í ljós sé litið á sögu hennar sem leiðtoga frá þeim tíma og til dagsins í dag. Hvernig hún svarar, hverju hún vill koma á framfæri og hvaða manneskju hún hefur að geyma - ég mæli hiklaust með því að allir lesi þessar rúmu 30 blaðsíður - það er jafnvel ekki ólíklegt að Geir sjálfur hefi lesið kaflann og hugsað með sér að þetta væri EINSTAKLINGURINN sem þyrfti í þá óvissutíma sem framundan eru.
Tvennt er ljóst, Ingibjörg Sólrún hefur sjaldan verið eins sterkur leiðtogi og hún er komin til að vera!!!
Efnisorð: Stjórnmál
4 Ummæli:
Ingibjörg Sólrún er Sissoko íslenskra stjórnmála.
Ingibjörg is the fucking boss:)
...Ingibjörg Sólrún er Henry, leiðtogi næst stærsta flokksins.
Ingibjörg Sólrún er Didier Drogba íslenskra stjórnmála.
Já snnilega nærri lagi Hagnaður. Einstaklingur sem aðrir þola ekki en myndu fagna ákaft ef að væru í þeirra eiginn liði - annars hefði ég haldið að Steingrímur J. væri Drogba, Ingibjörg Sólrún væri Henry og Geir H. Haarde væri G. Neville (Mr. Consistency)...
Guðjón Arnar þá S. Gerrard:)
Vitibornar umræður annars!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim