Enska deildin - Kaupæði
Manchester United
Markmenn. Van der Sar var heilt yfir góður á þessu tímabili, Kuszczak og Foster munu væntanlega halda honum á tánum. Foster var góður á þessu tímabili með Watford (fyrir utan tvö hræðileg klúður) og er talinn efni í að verða aðalmarkvörður Englands í nánustu framtíð - spurning hvort að hann verði lánaður í eitt tímabil í viðbót, til liðs sem er hugsanlega ögn skárra en Watford liðið var í vetur.
Vörnin er solid en spurning hvort að Ferguson láti Silvestre og/eða Heinze fara og taki einhver ungan inn sem backup fyrir Evra. Brown virðist vera sáttur sem uppfylling fyrir miðverðina og Neville.
Miðjan. Manutd vantar varnarsinnaðan miðjumann til að ná árangri í Evrópuboltanum og eru líklega að loka því með kaupum á Owen Hargreaves á 17 milljónir.
Senter. Þrátt fyrir að hafa skorað langflest mörk í ensku úrvalsdeildinni þá vantar United sterkan og fljótan senter, það er ekki hægt að stóla á að Rooney og Ronaldo haldist heilir allt næsta tímabil líka. Fjölmiðlar tala um Berbatov á 27 milljónir + Saha sem er náttúrulega algjört rugl því að Saha var mun betri á þessu tímabili (þann tíma sem hann var ekki meiddur).
Ég vona að Bent komi frá Charlton það eykur aðeins hæðina í framlínunni en annars væri mesta skemmtanagildið í því að fá Martins fram með Rooney, já eða Anelka.
Hugað að framtíðinni. Það er ljóst þrátt fyrir mjög gott tímabil hjá báðum að Giggs og Scholes eru á síðustu metrunum og munu sennilega ekki halda út meira en þetta og næsta tímabil. Það er því tilvalið að finna unga eftirmenn fyrir þá og láta þá koma inn í liðið smámsaman eins og raunin varð með Ronaldo. Ég tippa á að Ferguson muni leggja ríkari áherslu á eftimann Giggs, því að hann getur hvílt Scholes og notað Hargreaves (sem vonandi skrifar undir í dag eða á morgunn) sem afturliggjandi og Carrick sem fremri, Carrick sýndi það á móti Roma í 7-1 sigrinum að hann getur það vel - annars mundi ég ekki gráta ef að Fabregas yrði keyptur:)
Chelsea
Chelsea voru með bestu 11 á pappírnum fyrir nýlokna leiktíð og sterkasta hópinn, voru óheppnir með meiðsli og ótrúlega óheppnir með leikmennina sem þeir keyptu Boulahrouz, Ballack og Shev voru mjög slakir - held hins vegar að Ballack hafi sýnt það seinni hlutann að hann er karakter og ég held að hann muni koma til, hinir fara eða verða slakir áfram.
Hafa þegar fengið Sidwell frá Reading (sem fáir skilja) og svo er nokkuð líklegt að fyrirliði PSV miðvörðurinn Alex muni spila með Chelsea á næstu leiktíð.
Chelsea vantar varamiðvörð og væntanlega verður Alex lausnin á því vandamáli. Annars er vörnin ótrúlega sterk. Spurning með hægri bakvörð, en flest lið væru mjög sátt með Ferreira og auk þess spilaði Diarra þar mjög vel.
Chelsea vantar ekki markvörð, enda mjög ólíklegt að báðir markverðirnir meiðist aftur og jú þá er kannski spurning um nr.3, en hvaða alvöru markvörður myndi vilja skila því hlutverki?
Miðjan er hrottalega sterk, Lampard, Ballack, Makelele, J.Cole, Robben, SWP, Mikel, Sidwell og Geremi.
Chelsea vantar framherja. Drogba var besti senterinn á þessu tímabili og reddaði Chelsea í markaskorun, skoraði næstum þriðjung markanna. Kalou er ekki eiginlegur senter, meiri kantmaður í 4-3-3. Shevchenko var skelfilegur á þessu tímabili og spurning fyrir hann að fara ,,heim" til Milan þar sem allir elska hann í stað þess að vera í Chelsea þar sem stjóranum er illa við hann.
Ég held að Chelsea kaupi senter og ég yrði virkilega hræddur ef að þeir næðu í mann eins og Martins hjá Newcastle eða Anelka hjá Bolton - báðir eru þeir menn sem geta klárað leiki upp á eiginn spýtur eins og Drogba og henta vel í stórkalla bolta Chelsea, sem oft spiluðu með Lampard-Essien-Ballack-Mikel/Makelele á miðjunni. Lið með þennan markvörð, vörn og þessa miðju + Drogba og Martins/Anelka ætti ekki að tapa leik ef að allir verða heilir (sem gerist auðvitað aldrei).
Liverpool
Ég hata núverandi leikstíl þessa liðs - meira en leikstíl Chelsea. Mér finnst ömurlegt að lið sem náði sínum besta árangri í sögu félagsins með léttleikandi sóknarbolta skuli taka það versta frá Ítalíu og Englandi. Ítalskan varnarbolta og enska háloftaknattspyrnu.
Að mínu mati á Benitez ótrúlega erfitt verk fyrir höndum, miklu erfiðara en stuðningsmenn Liverpool gera sér grein fyrir. Hann hefur 40-50 milljónir punda max.
Hann hlýtur að líta aftur á nýlokið tímabil og áttað sig á því hversu heppinn hann var að hvorki Reina né bestu 4 varnarmennirnir meiddust. Af þessum 40-50 milljónum verður Benitez væntanlega að eyða 15+ í að halda Mascherano (sem er á 18 mánuða lánssamningi), hann stóð sig vel sem afturliggjandi miðjumaður og fjárfestingarfélagið sem á hann ætlaðist til þess síðasta haust að lið borguðu 25 milljónir fyrir hann, svo varla fær Liverpool hann fyrir mikið minna.
Markvörður. Reina er einn af þremur bestu markvörðum Englands þrátt fyrir slaka fyrstu þrjá mánuði. Dudek fer og spurning hvort að Benitez treysti Padelli sem markverði ef að Reina meiðist - þar geta farið 5 milljónir fyrir fínan varamarkvörð.
Vörn. Liverpool vantar varnarmenn, Hyypia mun væntanlega hverfa annað og þá vantar liðinu þriðja miðvörðinn með þeim Carra og Agger. Paletta eru flestir sammála um að eigi ekki framtíð sem miðvörður í enska boltanum og aðrir eru hreinlega ekki til staðar (þ.e. sem eru sæmandi topp 4 klúbbi).
Finnan er góður hægri bakvörður (einhverjir mundu segja sá besti í enska, látum það liggja milli hluta) en er að komast á aldur og auk þess vantar hreinlega alvöru backup í hægri bakvörð.
Öllu verri finnst mér stað vinstri bakvarðar Aurelio, Arbeloa og Riise hafa spilað. Mér fannst hvorki Aurelio né Arbeloa sýna (OK Arbeloa var mjög góður gegn Barca) að þeir væru lausnin og Riise átti sínar þrjár bombur á milli þess sem hann missti boltann undir sig og skilaði dræmri varnarvinnu - því segi ég Liverpool sárvantar alvöru vinstri bakvörð.
Miðjan. Það eru til menn sem segja að Liverpool miðjan sé besta miðja í heiminum - jafnvel einhver stórkostlegasta sköpun sögunnar - fín miðja en ég er ósammála.
Liverpool miðjan er það besta við liðið. Gerrard - Alonso og Mascherano bera þar af og ættu þessir menn í raun að vera þeir einu sem skipta á milli sín þessum tveimur stöðum á miðjunni - og já, plís að liðið haldi ekki áfram að spila með 5 á miðjunni gegn slakari liðum deildarinnar.
Sissoko er fínn varnarsinnaður miðjumaður að því undanskyldu að hann hefur ekki vott af knattspynuhæfileikum. Eins og einhver sagði, til hvers að hafa varnarsinnaðan miðjumann sem vinnur 100 tæklingar í leik en sparkar boltanum útaf eða á andstæðingana helmingi oftar.
Báðir kantarnir eru vandamál. Ég veit vel að Garcia og Kewell voru meiddir, en mér finnst Garcia ekki í heimsklassa og ætti fyrir mér að vera varamaður fyrir báða kantana og það er ekki hægt að treysta því að Kewell verði nokkurn tíma sami maður og hann var eða að hann komist meiðslalaus í gegnum season, það væri bónus.
Riise, Aurelio og Pennant, Zenden og Gonzalez eru vonandi ekki framtíðarmenn hjá Liverpool því að ef að þetta verða byrjunarliðs kantarnir þá endar liðið aftur 20 stigum á eftir meisturnum (hvort sem það verður Chelsea eða Manchester... jafnvel meiðslalaust Arsenal) og skora 20-30 mörkum minna.
Þess vegna finnst mér að Liverpool eigi að losa sig við þessa 5 og nota peninginn + nokkuð margar milljónir í að kaupa mann á sitthvorn kantinn og hafa þá Kewell og Garcia sem backup - bónus.
Senterar. Senterahópur Liverpool er grín! Fowler fer og Bellamy og ef að Liverpool ætlar að spila fótbolta þá skipta þeir Crouch út líka. ,,Kaup" Liverpool á Voronin eru algjört grín, maðurinn yrði ekki byrjunarliðssenter í neinu úrvalsdeildarliði og ætti ekki einu sinni að vera fjórði senter hjá Liverpool. Eftir stendur Kuyt sem ég hafði þónokkrar væntingar til en hefur alls ekki staðið undir þeim og er ekki sá 20 marka maður í deild sem Liverpool var að leitast eftir og verður það sennilega aldrei, kannski 10 marka maður.
Liverpool vantar því helst þrjá sentera, í það minnsta tvo því að allar líkur eru á því að Peter Crouch verði áfram.
Ég held að lykilatriðið fyrir Liverpool sé að kaupa sentera sem hafa þegar sannað það í Englandi að þeir geti skorað mörk og svo auðvitað frumskilyrði að þeir kunni knattspyrnu. Í skammdeginu í febrúar skrifaði ég að Liverpool ætti að kaupa Eið Smára og Nistelrooy, en eftir að Eiður sagðist aldrei vilja spila með Liverpool (reyndar í léttu gríni) og Nistelrooy verður sennilega markahæstur á Spáni þá verður það að teljast ólíklegt. Það væri því gaman ef að Liverpool keypti Anelka, Martins, Berbatov eða Owen (þeir tækju nú auðvitað töluverða áhættu með því) .
Að kaupa David Villa á 30 milljónir yrði algjört flopp og það sama má segja um Torres og Eto´o (hvað ætli Eto myndi spila margar mínútur? Enskar bullur byrjaðar að gera apahljóð eftir 10 sek af fyrsta leiknum) + að Liverpool gæti fengið Anelka + Martins/Owen fyrir þessar 30 milljónir.
Niðurstaða: Liverpool vantar varamarkvörð, þriðja miðvörð, vinstri bakvörð, varamann í hægri bakvörð, 2 byrjunarliðskantmenn og 2-3 markaskorara.
Arsenal:
Arsenal - viðhaldið mitt í seinni tíð. Yndislegt fótboltalið sem þarf að þroskast. Wenger hefur gefið í skyn að það verði keyptir tveir heimsklassa menn og mér finnst ljóst að annar verði miðjumaður en hinn senter.
Markmenn. Lehmann og Almunia verða áfram og svo er liðið búið að bæta við sig einum í viðbót.
Varnarmenn. Arsenal var óheppið að Gallas skildi vera meiddur meira og minna allt tímabilið. þar var reynsluboltinn sem átti að öskra vörnina saman. Toure er að verða heimsklassa varnarmaður og mér finnst undarlegt ef að Barca eða Real reyna ekki að kaupa hann á næstu árum og eru auk þess með Senderos og Djourou sem backup í miðverði. Eboue og Clichy eru magnaðir bakverðir (Chelsea hefði átt að kaupa Clichy í staðinn fyrir Cole) en það vantar bakvarða backup þó að Wenger lumi eflaust á fleiri óvæntum spilum á næstu leiktíð.
Miðjumenn. Miðjan hjá Arsenal vantar ennþá djöfulganginn sem Viera skyldi eftir sig. Gilberto er góður afturliggjandi miðjumaður og Fabregas er snillingur en það vantar aukakraftinn... að láta ekki lið eins og Bolton vaða yfir sig með hörku. Rosicky verður betri á næstu leiktíð en spurning hvort að Hleb og Ljungberg fái ekki að víkja og peningarnir verði notaðir í einn alvöru kantmann? Baptista fer og spurning hvort að Reyes komi ekki bara aftur, honum gekk mun betur hjá Arsenal en hjá Real.
Senter. Ég tippa á að Wenger kaupi alvöru markaskorara til að vera frammi með Henry. Arsenal var auðvitað ótrúlega óheppið með senterana sína, Henry meira og minna frá, van Persie frá jólum og Walcott var við það að festa sig í sessi þegar hann meiddist. Kaupi Wenger senter og þá jafnvel einhvern af þeim sem ég hef þegar minnst á (Martins, Anelka, Berbatov eða Owen) þá mun hann nota Van Persie fyrir aftan þá. Það verður ennþá skemmtilegra að fylgjast með Arsenal á næsta ári svo framarlega sem þeir selja ekki og kaupa 2-3.
Endilega látið ykkar hugleiðingar flakka, þó að ekki sé nema fyrir ykkar eigið lið... Hvað á að gera???
Efnisorð: Knattspyrna, Knattspyrnuleysi.
4 Ummæli:
Ég spái því að Liverpool verði í krísu næsta vetur, leikmannamálin hjá þeim eru að kollsteypast og það tekur tíma að byggja upp nýtt lið aftur á... meðalmönnum?
Ég hef einnig áhyggjur af Man Utd fyrir þína hönd meðan það á að tefla fram B leikmönnum á sviði A leikmanna en Ferguson virðist ná að kreista fram 3 stig no matter what. En það verður erfiðara á næsta sísoni, titilhungrið var sefjað þó nokkuð með meistaratitlinum í ár sem ég vil minnast sem "ársins sem enginn man" ;)
Nenni ekki að ræða Chelsea, þeir verða sterkir næsta áratuginn.
Varðandi Arsenal: Það sem vantar er pure pure quality eins og Wenger segir, enginn af þessum sem þú nefnir hefur það (nema kannski Berbatov - en hann er ekki nógu mikill hrægammur). Martins er spurningamerki og ég nenni ekki að fara í Liverpool pakkann og kaupa gamlar kempur aftur til liðsins (Anelka). Owen er auðvitað ágætur en hann er meiðslasekkur og kostar of mikið). Ef ég væri Wenger þá væri það að signa Klose first priority. Varðandi Hleb þá er hann algjör klassa spilari að mínu mati, en ég veit ekki hversu oft mig hefur langað til að berja hann þegar hann klikkar upp við vítateig andstæðingana, beisiklí ALLTAF.
Kv, Biggington
Klose væri klassakaup, en hentar hann Arsenal?
Mér hefur þótt Arsenal frekar spila isg í gegnum vörnina allt upp að markteig en Klose er meiri fyrirgjafamaður (t.d. Liverpool... þ.e. ef að þeir fá kantmenn sem geta gefið boltann fyrir markið).
Mér finnst Hleb líka gæðaleikmaður en hann vantar alla greddu til að klára.
Ég held að ef að United fær Hargreaves og senter og missi ekki lykilmenn í mikil meiðsli þá verði þetta gott áfram - lykillinn er auðvitað að Ronaldo og Rooney haldist heilir.
Djöfulsins Chelsea...
og það þarf ansi mikið að ganga upp hjá Liverpool ef að þeir ætla að vera með í titilbaráttunni.
Það er mikið til í þessu sem þú segir Bjarni minn... En mikið sakna ég þess að fá ekki svipaða úttekt á Everton-liðinu.
... mikið sakna ég þín ljúfurinn minn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim