laugardagur, maí 19, 2007

Vonbrigði fyrir knattspyrnuáhugamenn



Chelsea bikarmeistarar eftir 1-0 sigur í hundleiðinlegum framlengdum leik - þar sem hvorugt liðið átti skilið nokkuð annað en að vera vísað úr keppni. Sannast það best hér, að þegar Machester spilar ekki dúndrandi sóknarbolta og ætla að vera skynsamir þá tapa þeir leikjum. Chelsea hins vegar vinna alla leiki sem ættu að fara jafntefli. Ég reyndar sá ekki síðari hluta framlengingarinnar og því ekki markið, var búinn að fá meira en nóg af leiðindunum - var kannski ekki við öðru að búast?

Þessi ungi herra maður hér til hliðar valdi sannarlega vitlausan dag til að fara í feluleik - en hann getur bætt það upp með öðru álíka tímabili næsta haust og þessu sem nú er liðið.

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim