Ánægjulegri fréttir úr herbúðum Manchester United
Það lítur allt út fyrir að Owen Hargreaves sé loksins við það að skrifa undir samning hjá nýkrýndum meisturum. Ef satt reynist þá er það alveg yndisleg ný vídd í lið sem á einungis eftir að batna á næsta ári (sleppi það við alvarleg meiðsl lykilmanna). Nú vantar liðinu mann til að taka við af Giggs (nokkrir þegar nefndir í því tilefni t.d. Nani, Anderson og Quaresma) og sóknarmann (Berbatov, Defoe, Henry... eða Crouch???). Síðan höldum við Saha (og vonum hið besta) en seljum Smith, Richardson, Dong, Bardsley, Silvestre, Pique, Eagles og mig langar að segja Fletcher og O´Shea en þeir hafa staðið sig of vel í ,,Phil Neville" hlutverkinu á þessari leiktíð til að ég geti sagt það af heilum hug.
Efnisorð: Knattspyrna
3 Ummæli:
Ég hreinlega trúi því ekki að giggs hætti það er ekki hægt að leyfa þessum manni að hætta. Annars væri gaman að sjá tvo tjúllaða portúgala á sitthvorum kantinum en held að quaresma fari frekar til liverpool til að ná að njóta sín í alvöru sóknarliði.
kv bf
ps o´shea og fletcher eru eins og sannir snillingar verða ekki metnir af sönnum verðleikum fyrr en þeirra deyja (hætta hjá manchester)
Eina sem gat bjargað því að einhver maður metinn á meira en 8 milljónir punda myndi vilja ganga til liðs við Liverpool er að þeir yrðu Evrópumeistarar - sem þeir því miður verða.
Ég vona bara að það verði til þess að Liverpool fari að spila skemmtilega knattspyrnu. United skoraði 26 fleiri mörk en Liverpool í deildinni, þar sem aðalskorari liðsins (Saha) var meiddur helminginn af tímabilinu - ég sé það bara ekki fyrir mér að efnilegustu knattspyrnumenn í heimi velji Liverpool fram yfir Manchester eða Arsenal ef að það stendur til boða - en hvað veit ég?
Ég væri til í að sjá einhvern af þessum þremur kantmönnum í Liverpool, Eið Smára frammi og selja Crouch og Bellamy og kaupa Martins frá Newcastle og svo þurfa þeir sókndjarfan vinstri bakvörð
Reina
Finnan-Carragher-Agger-???
Quares./Garc.-Gerrard-Alonso-Kewell
Eiður-Martins/Kuyt
sóknarbolti, sóknarbolti, sóknarbolti!
Mér líkar ekki að Henry sé skeytt saman við Man Utd. Ef Fowler er "God" hjá Lpool mönnum hvað er Henry þá hjá Arsenal? (reyndar útlendingur en what the hell!).
Ég væri til í að sjá Quaresma í United, tveir leikarar þá á sitthvorum kantinum. Það færi pottþétt allt til fjandans. Það er nóg að hafa Rooney og Ronaldo í því að fiska víti.
Annars sá ég Barcelona leikinn í gær og sýndist Van Bommel sitja við hliðina á Rækard á bekknum? Geturðu staðfest það eða er ég crazy?
Kv,
Biggington
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim