Nú gjaldi guði þökk - sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.
Var að rifja upp skemmtilegar og snarpar samantektir á Vantrú sem bera yfirskriftina Heilagur hryllingur.
Eins og titillinn ber með sér er farið yfir hörmungarsögu kristinnar trúar í gegnum aldirnar. Þetta er auðvitað sett fram til áminningar um huggulegheit kristinna manna en oft minnir þetta hreinlega á atriði úr Fóstbræðrum eða Monty Phyton, tek nokkur dæmi (tekið orðrétt af vantru.is):
1.Stjórnendur rannsóknarréttarins voru margir afkastamiklir, tökum nokkur dæmi: Robert le Bourge misþyrmdi 183 og sendi svo á bálið á aðeins einni viku. Bernard Gui ásakaði 930 manns í einni lotu. Af þeim fóru 307 í fangelsi og 42 voru brenndir lifandi. Conrad af Marburg brenndi alla þá sem sögðu sig saklausa. Hann eignaðist marga hatursmenn sökum brjálaðrar framgöngu sinnar og var á endanum myrtur. Stundum var geðveikin slík hjá réttinum að löngu látið fólk fékk dóma og dæmi eru til um dóma 70 árum eftir andlát viðkomandi. Þá voru beinin þeirra grafin upp og þau brennd.
2. Í Munich árið 1285 voru 180 Gyðingar brenndir eftir að sá orðrómur barst til eyrna að þeir hefði blóðfórnað barni í bænahúsi sínu. Árið 1294 í Bern í Sviss voru drepnir fjöldin allur af Gyðingum fyrir meintar blóðfórnir á börnum. Síðar var byggt minnismerki um örlög þessara barna í Bern. Það var höggmynd af Gyðingi étandi börn.
3. Árið 1243 í Belitz í Þýskalandi voru Gyðingar ásakaðir fyrir að krossfesta oblátur. Síðan voru nokkur hundruð Gyðingar dæmdir og brenndir lifandi fyrir að krossfesta líkama Krists. Árið 1298 ásakaði prestur í Nürnberg Gyðinga fyrir oblátukrossfestingar. 628 Gyðingar voru þá teknir af lífi og einn af þeim var hinn þekkti fræðimaður Mordecai Ben Hillel. Sama ár leiddi bæverskur riddari að nafni Rindfliesch 6 mánaða slátrunarferð um heimahéröð sín. Hann þurrkaði út 146 þorp Gyðinga vegna slíkra ásakana. Árið 1337 voru svo allir Gyðingar í Deggendorf í Bæjarlandi brenndir lifandi, jafnt börn, konur og gamalmenni. Kaþólska kirkjan lét hróðug mála 16 olíumyndir af atburðunum. Margir komu svo pílagrímsferðir til að skoða herlegheitin í kirkju staðarins.
4. Árið 1379 í Brussel barst út sú saga að Gyðingur hefði brotið oblátu. Ekki leið á löngu að mikið ofsóknaræði rann á kristið fólk í Belgíu og næstum öllum Gyðingum var útrýmt í landinu. Allt að 500 Gyðingar á öllum aldri voru til dæmis dregnir um stræti Brussels til dauða. Hundruðir voru svo brenndir lifandi á báli.
5. ...Það er kona, er Elvira del Campo hét, sem er undir ákæru fyrir Trúverndinni í Toledo 1568 fyrir að eta ekki svínakjöt og fara í hrein nærföt á laugardögum. Hún viðurkenndi þetta hvort tveggja, en neitaði allri villutrú, svo að hún var pynduð...
6. Eitt af því afkáralegasta í krossferðunum var hvernig prestar og biskupar notfærðu sér „fundna“ helga dóma. Þannig þóttust menn finna gripi tengda biblíusögunum og síðan voru þessir gripir notaðir til æsa menn upp í óhæfuverk. Samtals þóttust menn finna yfir 17.000 muni, allt frá brenndum runna frá Móses og fjöðrum úr vængjum Gabríel erkiengils til forhúðarinnar af Jesú, og svo má lengi telja – og allt var þetta nýtt til að kynda bál krossferðanna.
7. Ein skelfilegasta herförin var barnakrossferðin árið 1212. Þá þóttust kristnir fræðimenn vera búnir að sjá að Guð myndi þyrma og vernda líf saklausra barna. Því Jesú sagði „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.“ Þannig voru kristin börn send beint í opin dauðan í tilganglausri herför sem náði aldrei til Landsins helga. Börnin ýmist tíndust, drápust úr hungri eða féllu fyrir óvinaherjum – fyrir utan þau sem voru svo „heppin“ að vera bara seld í ánauð.
8. Þegar svartidauði lagðist sem plága yfir Evrópu árið 1348 með tilheyrandi mannfelli voru kristnir íbúar álfunnar fljótir að finna sökudólga. Töldu kristnir að gyðingar eitruðu vatnsbrunna til að koma af stað farsótt í þeirra hverfum. Fjöldamorð hófust á gyðingum í u.þ.b. 300 bæjum.
9. Heimildum ber ekki saman um fjölda þeirra sem teknir voru af lífi fyrir galdra, en tölurnar sem nefndar hafa verið hafa verið á bilinu hundrað þúsund upp í tvær milljónir. Ásakanir kirkjuyfirvalda voru yfirleitt að sú seka hafi flogið, haft mök við Kölska, breytt sér í dýr, gert sig ósýnileg eða framkvæmt djöfullega galdra. Pyntingar voru notaðar til að þvinga fram játningar og síðan var fórnarlambið brennt á báli.
Fljótlega eftir þetta gáfu rannsóknardómararnir Jakob Sprenger og Heinrich Kramer ritið Nornahamarinn (Malleus Malefiacarum), um nornir og eðli þeirra, hvernig þær tældu til sín menn í svefni, ætu börn, kæmu af stað sjúkdómum og legðu á djöfullega galdra. Í ritinu er kynlífi norna lýst og konum almennt lýst sem stórvarasömum og svikulum. Þetta pervertíska rit var síðan notað um alla Evrópu til nornaveiða með tilheyrandi galdrabrennum og óhugnaði. Galdrafárið náði þá hámarki og breiddist út til Frakklands, Þýskalands, Ungverjalands, Spánar, Ítalíu, Sviss, Svíþjóðar og síðar til næstum allra útkjálka Evrópu. Á endanum náði það til Englands, Skotlands og svo meiri segja til Massachusetts í Norður Ameríku sem var þá nýlenda.
Venjulega voru fórnarlömbin afklædd af áfergju, og hár þeirra rakað af rannsakendum, sem ávallt voru karlmenn. Samkvæmt Nornahamrinum var merki djöfulsins að finna einhvers staðar á norninni og til að finna það voru fórnarlömbin stungin með beittum sting. Einnig var leitað af földum geirvörtum, þar sem nornin saug í sig djöfulinn. Ef ekkert fannst voru fórnarlömbin yfirleitt pyntuð til játninga. Oftast var hafist handa við draga af þeim fingurneglurnar og ef það dugaði ekki var borin eldur að brjóstunum. Einnig voru oft kynfæri kvennanna misþyrmt áður en þær voru settar á pyntingarbekk þar sem fórnarlambið var brotið og síðan slitið úr liðum með hjóli og steglu. Allar voru þessar háheilögu aðfarir yfirskilvitlega svívirðilegar. Eftir að þessar raunir var fórnarlambið dregið örvilna á bálköst og brennt lifandi.
10. Brjálæðið hélt áfram fram á 18. öld. Í Skotlandi var eldri kona brennd árið 1722 eftir að hafa játað að hafa umbreytt dóttur sinni í smáhest og riðið gandreið á henni á nornasamkomu. Í Þýskalandi voru nunnur brenndar lifandi á markaðstorginu í Wurzburg árið 1749 eftir að þær játuðu að hafa með göldrum farið í svínslíki.
11. (siðaskiptin) Næstur leiks var Gústaf Adolf Svíakonungur, sem kom mótmælendum til hjálpar og hélt með her sinn til Þýskalands. Sungu þeir sálm Lúthers „Vor Guð er borg á bjargi traust“ (númer 284 í Sálmabókinni) á meðan fólki var slátrað. Á endanum náði kaþólskur her að drepa Gústaf konung. Hefndaræði rann þá á eftirstandandi her Svíakonungs; fóru þeir um í flokkum og drápu alla kaþólska bændur sem urðu á vegi þeirra...
...Fjöldamorð og endalaus átök gerðu út um þrek beggja hópa. Þrjátíu ára stríðið kostaði milljónir manna lífið. Þjóðverjum fækkaði milli 15 til 30 prósent. Hungursneyð, drepsóttir og önnur óáran fylgdi stríðsbröltinu. Eftir Þrjátíu ára stríðið var skilið á milli trúar og pólitíkur, enda hafði sú blanda haft hörmulegar afleiðingar fyrir Evrópu. Með friðarsamningunum í Westfalen árið 1648 lauk beinum afskiptum páfastóls af stjórnvöldum í Evrópu.
12.Þrátt fyrir að kaþólikkar og mótmælendur væru svarnir andstæðingar sameinuðust báðar fylkingar gegn öðrum kristnum hreyfingum. Endurskírendur (Anabaptists) höfnuðu barnaskírn og vildu heldur skíra fullveðja fólk. Þeir komu fyrst fram í Sviss árið 1525. Umsvifalaust dæmdi höfðingi mótmælenda í Zurich þá til dauða með drekkingu, enda með öllu ólöglegt að skírast tvisvar samkvæmt kristnum lögum.
Að lokum:
Taxtar fyrir kristileg böðulsverk frá Þýskalandi gefnir út af erkibiskupnum í Köln árið 1757:
1.Fyrir að rífa í sundur með fjórum hestum 5 (dalir) 26 (Alb.)
2. Fyrir að lima mann í sundur 4 (dalir)
5. Fyrir að hálshöggva og brenna 5 (dalir) 26 (Alb.)
7. Fyrir að kyrkja og brenna 4
8. Fyrir snöru og fyrir að hlaða köst og kveikja í 2
9. Fyrir að brenna lifandi 4
11. Fyrir að brjóta mann lifandi á hjóli 4
13.Fyrir að setja upp hjól,
með líkamanum undnum á því 2 52
19.Fyrir að skera af hönd eða einstaka fingur,
og fyrir að hálshöggva 3
20 Fyrir að brenna með heitu járni 1 26
22. Fyrir að hálshöggva og setja höfuðið á stöng 3 26
24. Fyrir að hálshöggva, vinda líkamann á hjóli
og setja höfuðið á stöng 5
28. Fyrir að svíða glæpamann fyrir aftökuna
með glóandi töngum, - hver holdbruni 26
31. Fyrir að negla tungu eða hönd á gálga 1 26
42. Fyrir fyrsta stig pyndingar 1 26
44.Fyrir annað stig pyndingar,
þar með talið að setja limi á eftir, með smyrsli á þá 2 26
....Ó blíði Jesú blessa þú - því himnesk er mín hreina trú!
Eins og titillinn ber með sér er farið yfir hörmungarsögu kristinnar trúar í gegnum aldirnar. Þetta er auðvitað sett fram til áminningar um huggulegheit kristinna manna en oft minnir þetta hreinlega á atriði úr Fóstbræðrum eða Monty Phyton, tek nokkur dæmi (tekið orðrétt af vantru.is):
1.Stjórnendur rannsóknarréttarins voru margir afkastamiklir, tökum nokkur dæmi: Robert le Bourge misþyrmdi 183 og sendi svo á bálið á aðeins einni viku. Bernard Gui ásakaði 930 manns í einni lotu. Af þeim fóru 307 í fangelsi og 42 voru brenndir lifandi. Conrad af Marburg brenndi alla þá sem sögðu sig saklausa. Hann eignaðist marga hatursmenn sökum brjálaðrar framgöngu sinnar og var á endanum myrtur. Stundum var geðveikin slík hjá réttinum að löngu látið fólk fékk dóma og dæmi eru til um dóma 70 árum eftir andlát viðkomandi. Þá voru beinin þeirra grafin upp og þau brennd.
2. Í Munich árið 1285 voru 180 Gyðingar brenndir eftir að sá orðrómur barst til eyrna að þeir hefði blóðfórnað barni í bænahúsi sínu. Árið 1294 í Bern í Sviss voru drepnir fjöldin allur af Gyðingum fyrir meintar blóðfórnir á börnum. Síðar var byggt minnismerki um örlög þessara barna í Bern. Það var höggmynd af Gyðingi étandi börn.
3. Árið 1243 í Belitz í Þýskalandi voru Gyðingar ásakaðir fyrir að krossfesta oblátur. Síðan voru nokkur hundruð Gyðingar dæmdir og brenndir lifandi fyrir að krossfesta líkama Krists. Árið 1298 ásakaði prestur í Nürnberg Gyðinga fyrir oblátukrossfestingar. 628 Gyðingar voru þá teknir af lífi og einn af þeim var hinn þekkti fræðimaður Mordecai Ben Hillel. Sama ár leiddi bæverskur riddari að nafni Rindfliesch 6 mánaða slátrunarferð um heimahéröð sín. Hann þurrkaði út 146 þorp Gyðinga vegna slíkra ásakana. Árið 1337 voru svo allir Gyðingar í Deggendorf í Bæjarlandi brenndir lifandi, jafnt börn, konur og gamalmenni. Kaþólska kirkjan lét hróðug mála 16 olíumyndir af atburðunum. Margir komu svo pílagrímsferðir til að skoða herlegheitin í kirkju staðarins.
4. Árið 1379 í Brussel barst út sú saga að Gyðingur hefði brotið oblátu. Ekki leið á löngu að mikið ofsóknaræði rann á kristið fólk í Belgíu og næstum öllum Gyðingum var útrýmt í landinu. Allt að 500 Gyðingar á öllum aldri voru til dæmis dregnir um stræti Brussels til dauða. Hundruðir voru svo brenndir lifandi á báli.
5. ...Það er kona, er Elvira del Campo hét, sem er undir ákæru fyrir Trúverndinni í Toledo 1568 fyrir að eta ekki svínakjöt og fara í hrein nærföt á laugardögum. Hún viðurkenndi þetta hvort tveggja, en neitaði allri villutrú, svo að hún var pynduð...
6. Eitt af því afkáralegasta í krossferðunum var hvernig prestar og biskupar notfærðu sér „fundna“ helga dóma. Þannig þóttust menn finna gripi tengda biblíusögunum og síðan voru þessir gripir notaðir til æsa menn upp í óhæfuverk. Samtals þóttust menn finna yfir 17.000 muni, allt frá brenndum runna frá Móses og fjöðrum úr vængjum Gabríel erkiengils til forhúðarinnar af Jesú, og svo má lengi telja – og allt var þetta nýtt til að kynda bál krossferðanna.
7. Ein skelfilegasta herförin var barnakrossferðin árið 1212. Þá þóttust kristnir fræðimenn vera búnir að sjá að Guð myndi þyrma og vernda líf saklausra barna. Því Jesú sagði „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.“ Þannig voru kristin börn send beint í opin dauðan í tilganglausri herför sem náði aldrei til Landsins helga. Börnin ýmist tíndust, drápust úr hungri eða féllu fyrir óvinaherjum – fyrir utan þau sem voru svo „heppin“ að vera bara seld í ánauð.
8. Þegar svartidauði lagðist sem plága yfir Evrópu árið 1348 með tilheyrandi mannfelli voru kristnir íbúar álfunnar fljótir að finna sökudólga. Töldu kristnir að gyðingar eitruðu vatnsbrunna til að koma af stað farsótt í þeirra hverfum. Fjöldamorð hófust á gyðingum í u.þ.b. 300 bæjum.
9. Heimildum ber ekki saman um fjölda þeirra sem teknir voru af lífi fyrir galdra, en tölurnar sem nefndar hafa verið hafa verið á bilinu hundrað þúsund upp í tvær milljónir. Ásakanir kirkjuyfirvalda voru yfirleitt að sú seka hafi flogið, haft mök við Kölska, breytt sér í dýr, gert sig ósýnileg eða framkvæmt djöfullega galdra. Pyntingar voru notaðar til að þvinga fram játningar og síðan var fórnarlambið brennt á báli.
Fljótlega eftir þetta gáfu rannsóknardómararnir Jakob Sprenger og Heinrich Kramer ritið Nornahamarinn (Malleus Malefiacarum), um nornir og eðli þeirra, hvernig þær tældu til sín menn í svefni, ætu börn, kæmu af stað sjúkdómum og legðu á djöfullega galdra. Í ritinu er kynlífi norna lýst og konum almennt lýst sem stórvarasömum og svikulum. Þetta pervertíska rit var síðan notað um alla Evrópu til nornaveiða með tilheyrandi galdrabrennum og óhugnaði. Galdrafárið náði þá hámarki og breiddist út til Frakklands, Þýskalands, Ungverjalands, Spánar, Ítalíu, Sviss, Svíþjóðar og síðar til næstum allra útkjálka Evrópu. Á endanum náði það til Englands, Skotlands og svo meiri segja til Massachusetts í Norður Ameríku sem var þá nýlenda.
Venjulega voru fórnarlömbin afklædd af áfergju, og hár þeirra rakað af rannsakendum, sem ávallt voru karlmenn. Samkvæmt Nornahamrinum var merki djöfulsins að finna einhvers staðar á norninni og til að finna það voru fórnarlömbin stungin með beittum sting. Einnig var leitað af földum geirvörtum, þar sem nornin saug í sig djöfulinn. Ef ekkert fannst voru fórnarlömbin yfirleitt pyntuð til játninga. Oftast var hafist handa við draga af þeim fingurneglurnar og ef það dugaði ekki var borin eldur að brjóstunum. Einnig voru oft kynfæri kvennanna misþyrmt áður en þær voru settar á pyntingarbekk þar sem fórnarlambið var brotið og síðan slitið úr liðum með hjóli og steglu. Allar voru þessar háheilögu aðfarir yfirskilvitlega svívirðilegar. Eftir að þessar raunir var fórnarlambið dregið örvilna á bálköst og brennt lifandi.
10. Brjálæðið hélt áfram fram á 18. öld. Í Skotlandi var eldri kona brennd árið 1722 eftir að hafa játað að hafa umbreytt dóttur sinni í smáhest og riðið gandreið á henni á nornasamkomu. Í Þýskalandi voru nunnur brenndar lifandi á markaðstorginu í Wurzburg árið 1749 eftir að þær játuðu að hafa með göldrum farið í svínslíki.
11. (siðaskiptin) Næstur leiks var Gústaf Adolf Svíakonungur, sem kom mótmælendum til hjálpar og hélt með her sinn til Þýskalands. Sungu þeir sálm Lúthers „Vor Guð er borg á bjargi traust“ (númer 284 í Sálmabókinni) á meðan fólki var slátrað. Á endanum náði kaþólskur her að drepa Gústaf konung. Hefndaræði rann þá á eftirstandandi her Svíakonungs; fóru þeir um í flokkum og drápu alla kaþólska bændur sem urðu á vegi þeirra...
...Fjöldamorð og endalaus átök gerðu út um þrek beggja hópa. Þrjátíu ára stríðið kostaði milljónir manna lífið. Þjóðverjum fækkaði milli 15 til 30 prósent. Hungursneyð, drepsóttir og önnur óáran fylgdi stríðsbröltinu. Eftir Þrjátíu ára stríðið var skilið á milli trúar og pólitíkur, enda hafði sú blanda haft hörmulegar afleiðingar fyrir Evrópu. Með friðarsamningunum í Westfalen árið 1648 lauk beinum afskiptum páfastóls af stjórnvöldum í Evrópu.
12.Þrátt fyrir að kaþólikkar og mótmælendur væru svarnir andstæðingar sameinuðust báðar fylkingar gegn öðrum kristnum hreyfingum. Endurskírendur (Anabaptists) höfnuðu barnaskírn og vildu heldur skíra fullveðja fólk. Þeir komu fyrst fram í Sviss árið 1525. Umsvifalaust dæmdi höfðingi mótmælenda í Zurich þá til dauða með drekkingu, enda með öllu ólöglegt að skírast tvisvar samkvæmt kristnum lögum.
Að lokum:
Taxtar fyrir kristileg böðulsverk frá Þýskalandi gefnir út af erkibiskupnum í Köln árið 1757:
1.Fyrir að rífa í sundur með fjórum hestum 5 (dalir) 26 (Alb.)
2. Fyrir að lima mann í sundur 4 (dalir)
5. Fyrir að hálshöggva og brenna 5 (dalir) 26 (Alb.)
7. Fyrir að kyrkja og brenna 4
8. Fyrir snöru og fyrir að hlaða köst og kveikja í 2
9. Fyrir að brenna lifandi 4
11. Fyrir að brjóta mann lifandi á hjóli 4
13.Fyrir að setja upp hjól,
með líkamanum undnum á því 2 52
19.Fyrir að skera af hönd eða einstaka fingur,
og fyrir að hálshöggva 3
20 Fyrir að brenna með heitu járni 1 26
22. Fyrir að hálshöggva og setja höfuðið á stöng 3 26
24. Fyrir að hálshöggva, vinda líkamann á hjóli
og setja höfuðið á stöng 5
28. Fyrir að svíða glæpamann fyrir aftökuna
með glóandi töngum, - hver holdbruni 26
31. Fyrir að negla tungu eða hönd á gálga 1 26
42. Fyrir fyrsta stig pyndingar 1 26
44.Fyrir annað stig pyndingar,
þar með talið að setja limi á eftir, með smyrsli á þá 2 26
....Ó blíði Jesú blessa þú - því himnesk er mín hreina trú!
Efnisorð: Rugl, Trúarbrögð, Viðbjóður
1 Ummæli:
Ég veit ekki betur en að Tómas Biskup sé búinn að gefa það út að öll þessi dráp hafi með öllu átt rétt á sér. Ég held að stiftamtmaður ætti aðeins að fara líta í sinn eigin barm áður en ráðist er gegn þessum helgu mönnum.
kv,
amtmaður Tjörvi.. eða kannski bara danakonungur
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim