fimmtudagur, júní 28, 2007

Nýtt flopp

Ég hef verið iðinn við það að undanförnu að básúna það að væntanlegur leikmaður Liverpool, hinn 25 milljóna punda Torres verði algjört flopp - stend svo sem við það. Eftir leik Brasilíu og Mexíkó er ég hræddur um að Anderson nái jafnvel að skyggja á hann - nei kannski ekki. Menn verða varla dæmdir af alvöru af 30 mín innkomu EN miðað við frammistöðu Anderson í kvöld þá spilar hann ekki marga leiki fyrir Manutd. Hann byrjaði reyndar vel og ég efast ekki um hæfileikanna en fljótlega fór hann að jogga á sínum 5 fermetrum líkt og hann væri Maradona 38 ára - algjör kóngur og varðist ekki, enda væntanlega ekki með snefil af varnarhæfileikum. Ferguson þarf því að vinna töluvert með hann ef að hann á að endast í enska boltanum. Anderson fær þó þetta ár til að komast inn í deildina og jafnvel næsta áður en að hann tekur við af Scholes, ólíkt Torres þar sem væntingarnar verða gríðarlegar strax.
Hvað er annars málið með 25 (jafnvel 27) milljónir punda? Ég er tilbúinn til að fullyrða að Eiður Smári og Anelka myndu skora meira samtals fyrir Liverpool en Torres og Kuyt munu gera. Samt myndu kaup á Eiði og Anelka verða í kringum 18 milljónir og ennþá eftir 7-9 milljónir sem slagar upp í verð á S.W.Phillips - þetta er auðvitað rugl!!!

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim