föstudagur, júní 29, 2007

Torres, Torres, Torres.

Liverpool bloggið hefur eftir ,,öllum" stóru blöðunum að Liverpool hafi komist að samkomulagi við A.Madrid um kaup á Torres sem hljóða upp á 27 milljónir punda!!! Þar að auki sé líklegt að Garcia (einn af fáum kreatívum mönnum Liverpool) fari í hina áttina fyrir smánarlegar 4 milljónir.
Lítum nú aðeins á tölfræðina frá nýliðnu tímabili hjá Torres sem er 23 ára sem er samkv. Liverpool blogginu talinn vera einn heitasti framherjinn í heiminum í dag, maður sem klárar leiki.

Torres 2006-2007

Spilaðir leikir í deild: 36 af 38

Spilaðar mín: 3094

Meðaltal: 3094/36= 85,94 mín per leik

Mörk: 14

Mörk á mínútu fresti: 3094/14= Skorar á 221 mín fresti.

Liðið endar í 7.sæti og skorar alls 46 mörk.


Niðurstaða: Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða neitt um framtíðina, en það verður að teljast ólíklegt að Torres verði Drogba þeirra Liverpool manna. Bæði Forlan og Ruud hafa skorað meira hjá sínum liðum á Spáni en hjá Manutd (sem skorar þó iðulega mest) og menn sem hafa verið markaskorar á Spáni hafa ekki gert neinar sérstakar rósir á Englandi sbr. Morientes. En kannski skín sól á hundsrassgat - hver veit? Liverpool þarf hins vegar að verða mun sókndjarfa sem lið, til að ná árangri í enska.

PS. Í Newcastle er senter, árinu eldri og 1 ári ríkari af enskri knattspynu sem er metinn á 13 milljónir punda eða innan við helminginn af verðinu á Torres.
Hann skoraði 11 mörk í 32 leikjum á mun færri mínútum, hjá liði sem skoraði 8 mörkum minna en A.Madrid og endaði í 13.sæti.

Önnur kaup

Eiður 8
Anelka 10
Owen 9
Ha? 27 milljónir... :-)

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Eru þessar 13 milljónir ekki meira clausan í samningi hans, frekar en að hann sé metinn á það? Enda á Allerdyce að hafa tryllst þegar hann frétti af þessu smá letri. Svo var maður að heyra að Arsenal væru vel á veg komnir með að signa hann, ef hann velur ekki Inter.

Darren Bent til Tottenham á 17 milljónir, eru menn orðnir eitthvað bilaðir?

29 júní, 2007 08:47  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Fyrirgefðu illa orðað hjá mér. En hann er falur fyrir þennan pening vegna klausunnar.

Vona að Arsenal taki hann og jafnvel annan markaskorara og haldi rest - þá er þetta mót!

Það er auðvitað ótrúlegt að Bent fari á milljón meira en Henry og NB frá liði sem féll. Ég er nokkuð vissum að Arsenal hefðu getað sett 10 milljónum meira á hann og Barca hefði samt keypt - jæja þýðir ekkert að velta sér upp úr því.

29 júní, 2007 17:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim