sunnudagur, júlí 01, 2007

Nani og Hargreaves skrifa undir



Jæja, þá hefur Manutd formlega lokið við að ganga frá málum Nani og Hargreaves (verður nr.17).

Vona samt að myndirnar af Nani segi ekki til um gengi hans hjá Manutd, því þetta var eina myndin af honum þar sem hann var ekki uppi í stúku.

Anderson mun væntanlega skrifa undir um leið og hann líkur keppni með Brasilíu í S-Ameríku keppninni.

Hargreaves mun væntanlega hafa bein áfram strax nema að hann meiðist aftur. Nani og Anderson fá hins vegar ár (eins og oft áður hefur komið fram) áður en ég fer að dæma þá.



Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim