miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Knattspyrna - nema hvað?

Manutd spilaði tvo æfingaleiki í kvöld og unnu 3-0 og 4-0.
Nani skoraði huggulegt mark, að ég held þriðja í fjórum síðustu leikjum hans (frekar en 5) - ég verð illa svikinn ef að hann verður ekki orðinn stjarna á næsta tímabili.

Annað: Það er ekki oft sem maður er sammála þremur færslum í röð á Liverpool blogginu, efast reyndar um að það hafi gerst áður, en hér eru sönnunargögnin I, II & III - reyndar allt sama málið, en það er aukaatriði. Hvað voru þeir hjá 365 að spá?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott að vera þá með Fox Soccer TV - ég heyrði að það kostaði 10 bucks pr/mán. Ef ekki Fox þá bara gamla góða Sopcastið ;)

Hvað er annars málið með þessar Portúgala á köntunum þarna hjá United, þeir hlaupa eins og ballerínur og líta út eins og dragdrottningar. Ætli Nani sé leikari eins og kærastinn sinn?

09 ágúst, 2007 13:02  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það verður bara ræktin, pöbbinn eða troðið sér inná vinni í vetur.

Þér finnst sem sagt nóg að þið losið ykkur við smápíkurnar, svindlarana og módelið með demant í eyranu - Cash Cole, Henry og Ljunberg og þá getið þið látið eins og þeir hafi aldrei verið til? :)
Þið eigið nú ennþá vælukjóana Lehmann, Eboue, Fabregas, Hleb, Rosicky og Van Persie til að nefna nokkra sem fara reglulega í Speedo dýfingabuxurnar sínar:) (sá leikinn á móti Ajax t.d.)

En svona grínlaust, þá vita það allir sem horfðu á Manutd í fyrra að Ronaldo er blessunarlega hættur dýfingum og ég hef ekki ennþá séð dýfu frá Nani á undirbúningstímabilinu - kannski er hann þegar orðinn of snöggur fyrir þessa durga.
Annars hélt ég nú að aðdáendur fallegrar knattspyrnu ættu að standa saman á þessum síðustu og verstu tímum.

09 ágúst, 2007 19:03  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim