fimmtudagur, september 27, 2007

Heima

Var að koma heim af heimsfrumsýningu heimildarmyndarinnar ,,Heima" (toppið þessa setningu) en það var minn ,,heimamaður" (e. homeboy) Haukur Snær sem bauð mér á þessa mynd. ,,Heima" er eins og flestir vita tónleikamynd um Íslandsför hljómsveitarinnar Sigur Rósar (sem er líka besta hljómsveit í heiminum). Fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar er þessi mynd fullkominn (eina sem ég saknaði var að sjá ekki sjálfan mig í myndinni) og fyrir tónlistarunnendur og áhugamenn um kvikmyndir er myndin mjög góð (flott myndataka) og svo sannarlega virði að fara að sjá hana í bíó.
Fyrir mína parta gef ég henni fullt hús stiga, enda rifjaði hún upp haustið 2006 (sá tónleikana í Ólafsvík, Öxnadal og í Reykjavík) auk þess sem hún fangar vel stemmninguna á tónleikunum og er hreinlega magnaðasta upplifun mín í bíósal.

Hagnaðurinn fær að sjálfsögðu ástarþakkir fyrir þetta gylliboð sem svo sannarlega var langt fram úr væntningum - það sama verður ekki sagt um asnalega artí eftirpartýið sem við kíktum í.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Djöfull hlakkar mig til
og já Sigurrós er án efa ein besta hljómsveit i heimi , ég gat ekki komist þannig að vinnufélagi og vinur minn hann Úlli fór og var jafn ánægður meðverkið eins og þið Jamm svo kemur þessi diskur vonandi fljótt út á DVD og special edition best of með tónlistinni úr Hlemmi en þessi plön þeirra breytist ört :)

28 september, 2007 18:41  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það hefði nú verið gaman að sjá þig og við hefðum getað rætt þessar Ajax plötur sem þú ætlar að erfa mig af:) En við sjáumst væntanlega á morgunn í Kópavoginum.

Baráttukveðja Bjarni.

28 september, 2007 20:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim