Eltingarleikurinn að hefjast?
Eftir verstu byrjun Manchester United í 15 ár og bestu byrjun Liverpool í 5 ár er United svo gott sem búið að ná síðarnefnda liðinu (sem á einn leik til góða og getur komist stigi yfir með sigri).
United hefur ekki verið að spila vel og hefur í raun ekki ennþá átt góðan leik á þessu tímabili. Sigurinn í gær gegn Chelsea var ekkert sérstaklega sannfærandi þó að Chelsea væru aldrei líklegir til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Nú ætla ég ekki að fara skref fyrir skref yfir öll vafasömu atriði leiksins, rauða spjaldið á Mikel (ekki rauða spjaldið á Cole), Vítið sem Saha fékk (vítið sem Evra fékk ekki), markið sem Tevez skoraði (of seint) heldur að velta því fyrir mér hvort að í uppsiglingu sé eltingarleikur á milli United og Arsenal?
Chelsea virðast vera í miklum sárum eins og berlega kom í ljós í gær, þar vantaði allan kraft og baráttu í liðið, það virtist engin áhugi vera fyrir því að reyna að skora, Chelsea menn gagnrýndu ekki markið sem Tevez skoraði (sem kom eftir að uppbótartíma var lokið - eitthvað sem leikmenn Chelsea hefðu undir venjulegum kringumstæðum drekkt dómaranum í með mótmælum). Liðinu vantar Carvalho, Lampard, Drogba og það virðist vera eitthvað í það að hinir tveir síðastnefndu (sem hreinlega báru upp sóknarleik Chelsea á síðasta ári) verði tilbúnir. United misstu samt mögulega af gullnu tækifæri til að kafsigla liðið og koma af stað alvarlegri krísu.
Liverpool virðast vera að upplifa það sem við mátti búast eftir ágæta byrjun - hin liðin ætla að pakka í vörn og sætta sig við eitt stig og í síðustu tveimur leikjum í deildinni hefur liðið ekki skorað . Þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að liðið geti ekki stigið upp enda væri það bjánalegt þar sem að Liverpool getur með leiknum sem þeir eiga til góða komist upp fyrir United. Liðið á þó töluvert erfitt prógramm fyrir höndum í deildinni, fyrst kemur reyndar útileikur gegn Wigan, en svo heimaleikur gegn Tottenham, útileikur gegn Everton, heimaleikur gegn Arsenal og svo útileikur gegn Blackburn. Ég er alls ekki að útiloka Liverpool (sem rétt eins og United fær varla á sig mark) en liðið verður að halda vel á spilunum á næstu vikum og kemur þessi hrina kannski ekki á besta tíma fyrir liðið. Þar að auki virðist nokkur óánægja hafa skapast með brotthvarfi Pako (aðstoðarmanns Benitez) og þjálfarinn farinn að finna fyrir þekktri óánægju stuðningsmannanna - ekki bætir heldur úr skák að Agger verður frá næstu vikurnar og spurning hvernig hinn hægfara öldungur Hyypia tekst á við slíkt álag. Alonso er einnig frá og á meðan Gerrard er ekki að spila vel (virðist ennþá vera meiddur) þá er sóknarþunginn sem verður að skapast frá miðjunni mjög takmarkaður. Á Liverpool blogginu hefur líka skapast óánægja með þau orð Rafa að þegar að lið pakki í vörn sé betra að nota Kuyt og Voronin en Torres og menn hafa velt því fyrir sér hvort að Torres verði þá einungis notaður gegn hinum stóru þremur liðum deildarinnar.
Manchester United fer nú inn í frekar þægilegt prógramm næsta mánuðinn áður en þeir mæta Arsenal á Eirates. Þeir leikir eru allir leikir sem eiga og verða að vinnast, leikir sem United mun eflaust nota til að koma sóknarleiknum loksins í gang - þar hafa menn eins og Ronaldo og Rooney, Saha og Tevez hreinlega ekki komist í gang ennþá.
Ég ætla því að leyfa mér að spá því að United sé að fara að hefja eltingarleik við Arsenal fram til jóla og að annaðhvort Chelsea eða Liverpool (sem mér þykir ögn líklegra komi til með að halda í við þau tvö). Það er svo spurning hvernig samba lið Arsenal tekst á við það þegar að kuldinn fer að segja til sín og þegar liðið þarf á þeim tíma að ,,spila" (eða lifa af) ömurlega og jafnvel ónýta útivelli í janúar og febrúar (inn í þetta kemur Afríkukeppnin) - þeir hafa knattspyrnugetuna en hafa þeir styrkinn?
Er lífið ekki dásamlegt?
United hefur ekki verið að spila vel og hefur í raun ekki ennþá átt góðan leik á þessu tímabili. Sigurinn í gær gegn Chelsea var ekkert sérstaklega sannfærandi þó að Chelsea væru aldrei líklegir til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Nú ætla ég ekki að fara skref fyrir skref yfir öll vafasömu atriði leiksins, rauða spjaldið á Mikel (ekki rauða spjaldið á Cole), Vítið sem Saha fékk (vítið sem Evra fékk ekki), markið sem Tevez skoraði (of seint) heldur að velta því fyrir mér hvort að í uppsiglingu sé eltingarleikur á milli United og Arsenal?
Chelsea virðast vera í miklum sárum eins og berlega kom í ljós í gær, þar vantaði allan kraft og baráttu í liðið, það virtist engin áhugi vera fyrir því að reyna að skora, Chelsea menn gagnrýndu ekki markið sem Tevez skoraði (sem kom eftir að uppbótartíma var lokið - eitthvað sem leikmenn Chelsea hefðu undir venjulegum kringumstæðum drekkt dómaranum í með mótmælum). Liðinu vantar Carvalho, Lampard, Drogba og það virðist vera eitthvað í það að hinir tveir síðastnefndu (sem hreinlega báru upp sóknarleik Chelsea á síðasta ári) verði tilbúnir. United misstu samt mögulega af gullnu tækifæri til að kafsigla liðið og koma af stað alvarlegri krísu.
Liverpool virðast vera að upplifa það sem við mátti búast eftir ágæta byrjun - hin liðin ætla að pakka í vörn og sætta sig við eitt stig og í síðustu tveimur leikjum í deildinni hefur liðið ekki skorað . Þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að liðið geti ekki stigið upp enda væri það bjánalegt þar sem að Liverpool getur með leiknum sem þeir eiga til góða komist upp fyrir United. Liðið á þó töluvert erfitt prógramm fyrir höndum í deildinni, fyrst kemur reyndar útileikur gegn Wigan, en svo heimaleikur gegn Tottenham, útileikur gegn Everton, heimaleikur gegn Arsenal og svo útileikur gegn Blackburn. Ég er alls ekki að útiloka Liverpool (sem rétt eins og United fær varla á sig mark) en liðið verður að halda vel á spilunum á næstu vikum og kemur þessi hrina kannski ekki á besta tíma fyrir liðið. Þar að auki virðist nokkur óánægja hafa skapast með brotthvarfi Pako (aðstoðarmanns Benitez) og þjálfarinn farinn að finna fyrir þekktri óánægju stuðningsmannanna - ekki bætir heldur úr skák að Agger verður frá næstu vikurnar og spurning hvernig hinn hægfara öldungur Hyypia tekst á við slíkt álag. Alonso er einnig frá og á meðan Gerrard er ekki að spila vel (virðist ennþá vera meiddur) þá er sóknarþunginn sem verður að skapast frá miðjunni mjög takmarkaður. Á Liverpool blogginu hefur líka skapast óánægja með þau orð Rafa að þegar að lið pakki í vörn sé betra að nota Kuyt og Voronin en Torres og menn hafa velt því fyrir sér hvort að Torres verði þá einungis notaður gegn hinum stóru þremur liðum deildarinnar.
Manchester United fer nú inn í frekar þægilegt prógramm næsta mánuðinn áður en þeir mæta Arsenal á Eirates. Þeir leikir eru allir leikir sem eiga og verða að vinnast, leikir sem United mun eflaust nota til að koma sóknarleiknum loksins í gang - þar hafa menn eins og Ronaldo og Rooney, Saha og Tevez hreinlega ekki komist í gang ennþá.
Ég ætla því að leyfa mér að spá því að United sé að fara að hefja eltingarleik við Arsenal fram til jóla og að annaðhvort Chelsea eða Liverpool (sem mér þykir ögn líklegra komi til með að halda í við þau tvö). Það er svo spurning hvernig samba lið Arsenal tekst á við það þegar að kuldinn fer að segja til sín og þegar liðið þarf á þeim tíma að ,,spila" (eða lifa af) ömurlega og jafnvel ónýta útivelli í janúar og febrúar (inn í þetta kemur Afríkukeppnin) - þeir hafa knattspyrnugetuna en hafa þeir styrkinn?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
1 Ummæli:
Ég bjóst við að Chelsea myndu ströggla og það yrði dramatík í kringum það en ég bjóst þó ekki við því svo snemma. Ég ætla samt að leyfa mér að nánast afkrifa þá sem meistara, og ég var búinn að afskrifa Man Utd (án ástæðu) þannig að eftir standa Liverpool og Arsenal. Liverpool hafa ollið mér vonbrigðum, gríðarlegum vonbrigðum. Sérstaklega miðað við yfirlýsingarnar í vor um að nú ætti að blása til sóknar og setja allt í gang.
Eftir stendur Arsenal sem er á parinu miðað við væntingar mínar. Ég spáði 12 stigum eftir 4 leiki en þau urðu 10 og eru nú 16 sem er vel ásættanlegt. Þetta er þó bara byrjunin. Gallinn er hins vegar sá að það eru bara 3 stig fyrir sigur og það er eini mælikvarðinn, það eru ekki veitt verðlaun fyrir neitt í fótbolta nema að skora fleiri mörk en andstæðingurinn (fréttir gærdagsins). Það er líka eina ástæðan fyrir því að lið eins og Liverpool nær einhvern veginn alltaf að hanga við toppinn. Arsenal er t.d. bara 4 stigum á undan Liverpool en ættu skilið að vera 9-10 stigum á undan (sem ég efast um að þeir verði nokkurn tímann á tímabilinu).
Ég er samt nokkuð viss um að ef Liverpool verða ekki meistarar (og megi vísindin hjálpa þér ef það gerist) þá verði Benitez ekki við stjórnvölinn mikið lengur. Það er kurr í Liverpool aðdáendum, það er nefninlega að myndast alvöru pressa á meistaratitilinn og því skemmtilegra er Liverpool spjallið.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim