sunnudagur, september 23, 2007

Listamennirnir á Emirates

Of oft hefur það gerst undanfarið að ég hef skrifað hér eitthvað neikvætt um önnur lið - sérstaklega tvö þeirra. Það ber hins vegar að fagna því líka þegar að einhver lið spila vel.
Mikið væri enski boltinn skemmtilegur ef að öll lið spiluðu knattspyrnu eins og Arsenal hafa gert hingað til á þessu tímabili -þvílík knattspyrna. Fabregas er svo mikill kóngur og United hefði betur átt að verja peningum í hann í staðinn fyrir Anderson og Tevez. Adebayor hefur líka verið að springa út að undanförnu, væntanlega í skjóli þess hversu miklar væntingar voru gerðar til bæði Van Persie og Eduardo (í fyrra vildi Ferguson kaupa Adebayor og þá klóruðu menn sér í hausnum). Það sem Arsenal hefur fram yfir nánast öll liðin í deildinni er hversu bakverðirnir þeirra eru góðir sóknarlega. Hægra megin eru bæði Eboue og Sagna (sem er að komast í gang) og vinstra megin er sennilega eini vinstri bakvörðurinn sem er betri en Evra í dag, þ.e. Clichy (enda fannst mönnum mjög sniðugt þegar að Chelsea var fíflað til að kaupa verri vinstri bakvörð Arsenal á morðfjár).
Eins og fyrr segir er hreinlega unun að horfa á Arsenal og Wenger er auðvitað snillingur eins og ég hef alltaf sagt (þó að ég hafi oft ekki hrifist af hans karakter) - vonandi tekur hann við United þegar að Ferguson hættir (geri mér fulla grein fyrir því að það sé ólíklegt).
Það sem er svo líka skemmtilegt við Arsenal ólíkt hinum liðunum í deildinni er ekki bara flæðið heldur ekki síður leikskipulagið - allir geta spilað allar stöður (nema kannski Senderos - sem er eins og illa gerður hlutur í þessu liði). Bakverðir spila kant og öfugt - kantmenn spila miðju og öfugt - kantmenn spila sem senterar og öfugt og allt í einu er Toure búinn að stinga sér inn fyrir vörnina (og klúðra dauðafæri).
Í fyrra sagði ég að Arsenal væri sennilega mitt annað lið i deildinni og það stendur enn, ég velti því m.a. fyrir mér hvaða leikmenn ég vildi sjá koma inn í liðið líkt og ég geri varðandi United. Mér fannst það t.d. nánast óskiljanlegt að Arsenal hafi ekki náð að grípa Yaya Toure bróður Kolo sem hefði verið kjörinn við hlið Fabregas á miðjunni (sem nú er að gera góða hluti fyrir Barca). En auk þess hefði ég viljað sjá Martins koma í stað Eduardo og svo heimsklassa markvörð (sem hlýtur að vera næsta skref hjá Wenger).
Fyrir tímabilið var ég alveg á því að Arsenal yrði í vandræðum eins og síðustu ár, en annað hefur verið upp á teningnum. Ég er samt ekki svo vissum að þeir haldi þetta út og mun ekki taka mark á þeim eins og áður sagði sem meistaraefnum nema að þeir leiði deildina um jólin. Nái United hins vegar ekki að sigra deildina vona ég svo sannarlega að Arsenal taki titilinn.
Abramovich er sagður hafa spurt hvers vegna Chelsea spilaði ekki aðlaðandi knattspyrnu og reikna má með því að það hafi verið ein helsta ástæða þess að Mourinho fór eða var látinn fara. Nú vonum við auðvitað að það lið fari að spila skemmtilega knattspyrnu og þá er aldrei að vita nema að Liverpool ráði líka til sín þjálfara sem leggur upp með fallega sóknarknattspyrnu.

Erum við á leiðinni inn í tímabil fallegrar sóknarknattspyrnu á Englandi?
Það væri draumur.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hélt að Cesc gæti ekki orðið betri en hann er að spila núna eins og Redondo var að gera þegar hann var 30+... missir varla boltann og svo er hreinlega kviknað í Manu "næsti-Henry?" Adebayor (þó leikur hans sé 10 sinnum takmarkaðri og klunnalegri en hjá Henry (ennþá...)). En þetta var svo sem vitað mál. Ég var rétt svo farinn að geta sofnað á kvöldin í sumar en núna get ég það ekki lengur, framtíðin er það björt.

Ef ég hefði verið á vellinum í gær þá hefði ég beðið eftir Saha (og dómaranum) fyrir utan leikvanginn. Þetta gengur ekki. Hvernig var hægt að dæma víti á þessa dýfu, sem er sennilega ein sú lélegasta sem ég hef séð í langan tíma eða alveg frá því í okt 2004? Fyrir utan það voru nokkrir mjög slakir dómar í leiknum. Það þarf að setja Mark Clattenburg á þrefaldar vaktir hér eftir. It´s rubbish!

24 september, 2007 08:17  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Framtíðin er björt og Adebayor er svalur. Það er líka mikið til í því sem Fabregas var að segja um að brotthvarf Henry hafi frelsað aðra leikmenn sem hann segir hafa verið hrædda við Henry.

Það slæma við þess vítaspyrnu (fyrir utan augljósan leikaraskap, þó að það hafi verið snerting) er það að við þurftum ekki á henni að halda og þess vegna gæti eitthvað dómarafíflið sleppt því að dæma næst þegar við eigum hana skilið.
Varðandi Tevez markið þá hefði maður orðið brjálaður að fá svona mark á sig þegar að viðbótartíminn var búinn - en leikmenn Chelsea kvörtuðu ekki.
Varðandi rauða spjaldið þá hefðu sennilega Lampard, Scholes og Gerrard komist upp með þetta - en að kalla þetta skandal, því er ég ekki sammála. Hvað ef að hann hefði ristarbrotið manninn?
Auk þess slapp Joe Cole bæði með víti sem einhver hefði eflaust dæmt þegar að hann straujaði Evra og reyndar boltann svo (í fyrrihálfleik) og síðan hefði auðvitað átt að stilla honum upp við vegg og skjóta hann fyrir brotið á Ronaldo.
Í heildinna hefði það verið algjör skandall að vinna ekki þennan leik, enda hefði Chelsea ekki verið líklegt til að skora gegn keilum ( sem þeir reyndu einmitt einu sinni með svindli, þegar að þeir skiluðu ekki boltanum aftur á United eftir að boltanum hafði verið sparkað útaf vegna meiðsla).
Þú hlýtur annars að vera feginn að vera búinn að losna við þennan cheating bastard sem þeir kalla ,,Cash Cole" - djöfulsins aumingi er hann.

Annars fannst mér þessi leikur leiðinlegur og United áttu stóran þátt í því. Ég skil svo sem alveg að vilja halda öruggum sigri, en mér fannst þeir klúðra því að koma upp mikilli krísu hjá Chelsea sem hefði örugglega gerst ef að þeir hefðu rassskellt þá 4 eða 5-0 og það vantaði auðvitað Carvalho, Lampard og Drogba.
Nú hafa mínir menn hins vegar mánuð til að koma sínum sóknarleik í gang áður en að þeir mæta á Emirates.

Kveðja frá Ís-landi - Bjarni.

24 september, 2007 11:50  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim